Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 15
Áfengisneyzla barna ogunglinga Það er ömurleg staðreynd, að áfengisneyzla barna og unglinga hefur mjög færzt I vöxt á undanförnum árum. Öll höfum við eitthvert veður af þessu, og þetta vita allir, sem vita vilja. Þeim, sem gerzt mega vita, þ.e. lögreglu- mönnum, ber saman um að áfengisneyzla æ yngri barna sé mjög áberandi. Ölvun og vesöld unglinga á Hótel íslands- planinu undanfarnar helgar er ekkert nýtt fyrir- bæri, enda þótt sá fjölfarni staður hefi dregið að sér meiri athygli en margir aðrir. Þeir, sem hafa gert sér ferð til að skoða mannllfið fyrir utan t.d. Tónabæ á liðnum árum hafa séð álika hörmungar, og sama er að segja um fleiri staði hér I Reykjavik og raunar viða um land. Um þessa helgi er ekki búizt við því að jafn nöturlegt verði um að litast á Hótel íslands- planinu og undanfarnar helgar, en enginn skyldi þó halda að vandamálið sé úr sögunni — það hefur aðeins færzt úr stað. Flestum ber saman um ástæður fyrir siauk- inni áfengisneyzlu barna og unglinga séu meðal annars óeðlilega rúm fjárráð, óöryggi og frjáls- ræði, sem þessi aldurshópur kann einfaldlega ekki með að fara, en sú ástæða sem áreiðan- lega er veigamest og allar hinar hljóta um leið að flokkast undir er sú, að foreldrar og forráða- menn þessara óvita megna ekki að leiðbeina þeim og veita þeim nauðsynlegt aðhald, meðal annars af þvi að þeir eru sjálfir um of hand- gengnir Bakkusi. Staðfesting á þessu eru orð, sem höfð voru eftir Erlendi Sveinssyni lögregluvarðstjóra i frétt í Morgunblaðinu um siðustu helgi: „Við höfum orðið að hafa afskipti af krökkum allt niður í 12 ára aldur vegna ölvunar. Og það alvarlegasta er að minum dómi, að oft þegar við komum með unglingana heim eru heimilin ekki undir það búin að taka við þeim vegna ölvunar foreldra." Svo mörg voru þau orð. Sumir lögreglumenn kunna líka að segja sögur af móttökunum, sem þeir fá þegar þeir koma með ósjálfbjarga börn og unglinga heim til foreldranna. Þá eiga sumir foreldrar það til að bregðast hinir verstu við og skamma lögreglumenn blóðugum skömmum fyrir afskiptasemi. Þetta áfengisvandamál barna og unglinga er ekkert sérislenzkt fyrirbæri. Ekki alls fyrir löngu kannaði Félagsmálastofnun Stokkhólms- borgar áfengissiði þessara aldurshópa, og í Ijós kom, að hvorki meira né minna en helmingur 14 ára barna neytir að staðaldri áfengra drykkja í einhverri mynd. Sterkur bjór var sá drykkur, sem mest var neytt af, en þá er þess að gæta að hann hefur fram að þessu verið fáanlegur í matvöruverzlunum og því tiltækur hverjum sem hafa vill, enda eru Svíar f þann veginn að taka bjórsöluna úr slikum verzlunum. 70% þeirra sem fyrrgreind könnun tók til, sögðust hafa orðið ofurölvi einu sinni eða oftar, og samkvæmt niðurstöðunum er að minnsta kosti einn nemandi i hverjum 10—11 ára bekk, sem drekkur sterkan bjór einu sinni i viku eða oftar. Svíar hafa til skamms tíma talið þetta vanda- mál alvarlegast i þremur stærstu borgum lands- ins, Stokkhólmi, Málmey og Gautaborg, en kennaraháskólinn i Umeá gekkst nýlega fyrir könnun, sem tók til 600 barna í Umeá og nágrenni. Á þessum slóðum hafði verið talið, að þéttbýlisvandamála væri ekki farið að gæta að ráði, en nú kom í Ijós, að þar, ekki siður en annars staðar, neyta æ yngri börn áfengra drykkja, og fjórðungur þeirra, sem könnunin tók til drekkur að staðaldri sterkan bjór. Flest höfðu börnin hafið bjórdrykkju um 10 ára aldur, og i veigamiklum atriðum bar niðurstöð- um þessarar könnunar saman við útkomuna i Stokkhólmi. Sumir segja, að allt sé hægt að sanna með tölfræði, og vera kann að niðurstöðutölur rann- sókna á miður þokkalegu atferli barna og unglinga séu i hærra lagi, þar sem þeim er mörgum hverjum gjarnt að ýkja „afrek" sin heldur en hitt, en óhætt er samt sem áður að fullyrða, að hér geti ekki skeikað miklu. Útkom- an I Svíþjóð er vissulega óhugnanleg, og ekki get ég varizt þeirri hugsun, að hún eigi sér einhverja hliðstæðu hérá landi. En hvað er til ráða? Er ekki kominn timi til að „hið opinbera" láti til skarar skriða, eins og einhverjir kunna að spyrja? Hið opinbera leysir ekki vandamál af þessu tagi. Hið opinbera getur i mesta lagi stuðlað að úrbótum. Við skulum ekki varpa af okkur ábyrgðinni með því að ákalla hið opinbera — sizt í málum, sem eru jafn persónubundin og áfengisvandamál. Samvinna skóla, frjálsra félagasamtaka, og annarra opinberra aðila og heimilanna er nauð- synleg til þess að þessari óheillaþróun verði snúið við. — Áslaug Ragnars. -c 'i / L'er, pRft K4T- AR 7 l ’.ní 1 Sítf • T fUfl Huí,- Lft\Á 5 BLV- ÞP 1 VIÐ - ItcH- AHDI M & 5 uuq flFVFj f p Þ/E- rT\ ■ V/ KR MVFVC- UR $K5'LF!' LSP.T ftiKH EUX, ' é ► KUWt £ KK I Hí?uKK- '&TT frKToír: rATÖc, KflLL UNC.- VJ'ÐI 1 H R- £ltS- $ R roP- rnÐifZ F UUL NISWtF.2 'o f K z ~ 'áÐur 6c>áM TrtMLI V tjUTN- A R uEXÐ EKK\ l f>TA FUA ttRÚffl Prvitio VflKI /AÍU M su iF- R10 HflFW- ftÐI A ST S L'rr 4 U P. > f NP- lNG. Z1 SK.IT. B R Uþf Cfl- f3 « N & FMI XuRT fur ha'tt 6?' I llT- U K. VERK- F/ZÍL1 r*Tri 5KoTr Ai^ STfUL- URlVN oe'a n SToK féLhK veii- Lfi neipm FRUM- 6 F.tii 'ISINN rt/£tP. e if,i evuy FflR ■ 1 ÍTtlMW ✓ r Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 1 T H. n I yT' ' A Vp J. i N S > r u K S A u £> T K o L L A N A gq K P. i K T U R /e p u & s T r r A FT A £> £ P l L u Nl Nt A s •i A S T ÍÁ r l Tm ’ ’ T\ 41 T 1 1 L A 4 St 14 L A U. T N £ (k L u Nt h:;. A K R A þi s 5 T.p. A L LL K A R A & R 1 L l N T iL 0 TT U R T R r K A i. T] r k K K r y D D A L Æ T vc K N u A m N * Á 'u;;‘ *■ A R. A r A /0 A l ■ Æ K l s T A L p A N A L A l $ . tJ A F 74 R A i> A Ai L i L* N l I U A K É. R V A Ié A L

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.