Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 16
Af Gróu og Höllu Framhald af bls. 3 svipar að því leyti til sumra dýrlinga. Samtíðarmenn hennar gáfu henni ekki annað að sök, en að hún gætti ekki tungu sinnar sem skildi. Sumir, sem töldu sig njóta góðs af fréttum hennar, hafa jafnvel álitið hana alveg meinlausa. Aldrei átti hún yfir höfði sér sakfellingu dómstóla, því þótt sögur hennar hafi kannske stundum gegnið nokkuð nálægt mannorði fólks, var ekki um það fengist og hún hafði lag á að láta ekki rekja neitt til sín. „Ólyginn" sagði henni og við- mælandi hennar hverju sinni var jafn- an sá eini, sem hún trúði fyrir þessu! í skáldsögunni er hún gerð skopleg og einnig brjóstumkennanleg sökum fá- tæktar sinnar. Af heimildum sést að hún hefur átt í nokkrum erjum heima fyrir með „skikk og samlyndi" enda ómegð, fátækt, bóndarola og tóbaks- leysi ekki til þess fallið að halda skapsmununum í jafnvægi. I öllu þessu basli sínu á Gróa samúð okkar að vissu marki. En sú iðja að búa til kjaftasögur um náungann og breiða þær út, er lúalegt athæfi, sem við eigum bágt með að fyrirgefa, jafnvel þótt fólk sé bláfátækt og vanti í nefið í þokkabót. I grein, sem Sigurður Guðmunds- son skrifaði í Skírni árið 1919, segir hann um Gróu: „hún á heima á hverjum bæ, hefur að minnsta kosti í seli í hverju hugskoti". Þetta er snilld- arlega að orði komist, en ég hef þá trú og byggi hana á kynnum mínum af mörgu ágætu fólki, að óhætt sé að breyta þessu núna árið 1976 í: „mörgum bæjum og öðru hvoru hug- skoti". Niðurstaðan verður því sú, að við sýknum Höllu alfarið en dæmum Gróu og alla þá, sem enn í dag stunda hennar iðju og gera sér rógs- mál að upplyftingu úr þrengslum dægurbanda. TVÆR FALLBYSSUR - OG NOKKUR MINKABÚ Eftir Gunnlaug Halldörsson arkitekt Þannig átti að hljóða fyrirsögn á grein F Lesbók 26. sept. sl., en það einstæða óhapp varð í vinnslu blaðsins, að bæði fyrirsögnin og nafn höfundar féllu niður með öllu. Þar gerði Gunnlaugur Halldórs son arkitekt að umtalsefni líf og starf starfbróður síns, Sigurðar Guðmundsson- ar arkitekts, en í Lesbók hafði lítillega verið vikið að tillögu hans um nýtt Grjóta- þorp. Höfundur greinarinnar og lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Dostoevski Framhald af bls. 13. urðu. Þrjósk gat hún líka verið. Einhvern tíma lét eiginmaður hennar þau orð falla að konur gætu aldrei einbeitt sér að neinu verkefni til langframa. Þær gætu ekki einu sinni safnað frímerkj- um. Þar með fékk Anna Dosto- evsky sér frimerkjaalbúm og hóf frímerkjasöfnun, sem hún hélt áfram til dauðadags. (Lauslega þýtt og stytt) / A Halamiðum Framhald af bls. 5 færðist stöðugt ( aukana. Var spáð sunnan hvassviðri eða stormi um allt land þegar Ifða tæki á kvöldið. Um miðnætti var stormsveipurinn kominn norður á mðts við Reykjanes, og hafði þá færzt um 1400 km. á 12 klukkustundum, eða með um 120 km. hraða á klst. Var veðurhæðin mest f Reykjavfk um miðnætti, en þá mældust þar 12 vindstig. Vindhraði 140—150 km. á klst. er hvassast var hér'sunnanlands, en hafi verið mun meiri úti fyrir Vest- fjörðum. Frá minum sjðmannsferli hefi ég ekki af miklu að státa, en eitt er vfst að þetta er harð- asta og i alla staði eftirminnan- legasta veður sem ég hefi lent f, en það sama hefi ég heyrt marga sjðmenn segja, menn sem stunduðu sjð mikið lengur en ég. Heimildir um sjðskaðana: Bðk Steinars J. Lúðvfkssonar, Þrautgððir á raunastund, Björgunar og sjðslysasaga Is- lands, II. bindi. Um veður og vindhraða: Veð- urstofa tslands, sem fyrr segir. Nokkrar rímþrautir Framhald af bls. 14 Af öðrum toga er næsta gáta spunnin. Þar er eitt bæjarnafn í hverri hendingu, en stöfum nafnsins hrært saman í einn graut, og stafirnir siðan tíndir saman i sérstök orð. Lausnin er, að raða stöfunum aftur rétt saman, og þá finnast bæjarnöfnin: Hirðar Kaldra Keri gradari jaðar busl affsar urdúr hcri atkers riða kusI. Sagt er um séra Þorstein Sveinbjarnarson, sem var prestur á Hesti í Borgarfirði 1769—1798, aö hann hafi mætt ökunnum manni á förnum vegi. Maðurinn spurði hvaðan hann væri, en prestur svaraði skjótt: I>ú munt hafa vit f vösum vel ef skilur urd mín sljö: ba*r minn frísar feitum nösum feröamikill, en latur þú. Maðurinn var engu nær, og þá bætti prestur þessari vfsu við: Svarið bresta mij* ei má, mí*r er verst aö þe«ja, cn á Hesti heima á hreint er be/.t að segja. Ýmsar gátur gera kröfu til þess að menn séu vel að sér i fornsögum og goðafræði. Hér er nafngáta: Nokkrir greina nafnið sitt nú með berum orðum, en Hervörsðtti heiti mitt í haug á Samsey forðuni. Hervör sótti sveröið Tyrfing í haug Angantýs föður síns á Sámsey. Maðurinn hét því Tyrfingur. Næstu vísu gerði Guðmundur Daðason á Ösi á Skógarströnd og er kvenmansnafnið Ragnheiður fólg- ið í vísunni: Heiti mitt er ðþörf orð sem allir skvldu sneiða hjá, fyrir vetíles störf á storð starfsmenn seinni partinn fá. Hér er svo ósköp venjuleg gáta: Ylnum sðlar bla*r réð brjála, brölti efi veRÍnn, haukastól f Skrýmis skála skaut cfi feginn. ' Hér eru kenningar. Haukastóll er hönd. Skrýmis skáli er hanzki Útgarða-Loka, sem varð næturafdrep fyrir Þór og félaga hans. Ráðning gátunnar er því sú, að vegna veðrabrigða varð manninum kalt og varð hann feginn að setja upp vettling. Skulu svo ekki fleiri gátur raktar. Þá var það og ein grein rímþrauta, að koma ein- hverjum einum staf sem oftast fyrir í vísu. Þessi vísa er sýnishorn. Kitt sinn þeyttust út um nótt átta kettir hljðtt og létt, tuttuKU rottur títt ok ótt ta*ttu og reyttu á sléttri stétt. Næstu vísu orkti séra Stefán Ólafsson um reiðhest sinn Kokk, sem var felldur rúmlega 33 ára gamall: Kokkur féll án khekja, Kokks má sakna úr flokki, Kokk þá riðu rekkar reisti Kokkur upp lokka, Kokk má þjóð vel þekkja, þokkalegur var Kokkur, Kokkur var beztur hlakka hrokkaði sízt hann Kokkur. Annað tilbrigði er það, að raða saman orðum, sem hafa líkastan málhljóm. Þessi vísa er bragþraut vegna þess hve dýrt hún er kveðin, en rímþrautareinkennið er samhljómur flestra orðanna. Synda að vanda vann um flððin, vinda þandíst myndin blá, hrinda að landi hrannar jððin hinduin banda f Indíá. Hér eru kenningar: Vindam.vnd er himinn, hrannar- jóð eru bylgjur og bandahindir eru skip. Þessi visa telst og til þessa flokks rímþrauta: llíi I vörum heyrist hárusnari, höld ber kaldan ölduvald á faldi, seltupiltar söltum veltast byltum á sævarbðl er rðla í n jólu gjólu, öflfíir tefla afl við skeflu refla er að þeim voga, boga, toga, soga. En sumir geyma svima í draumarúmá sofa oftirdofa í stofukofa. Til er háttur, sem nefndur hefir verið Stuttstafa- háttur. Hann er ein tegund rimþrauta, því að þar verður að raða saman þeim orðum er enginn stafur gengur upp úr línu og enginn niður úr línu. Undir þeim hætti orkti Stefán frá Hvítadal þessa visu: Sumar-rós á runni er, ann sú vonum infnum; mfnar sumarvonir ver vor f örmum sfnum. Svo sagði skáldið mér, að sér hefði orðið miklu erfið- ara að koma sáman þessari einu vísu heldur en löngu kvæði. Hér hafa verið valin fáein sýnishorn af rímþrautum og sýnt fram á, að þeim má skipta í ýmsa flokka. Þáttur þessi höfst með hinni einstæðu refhvarfa- vísu, sem Snorri Sturluson kvað á 13. öld, og fáir eða engir hafa treyst sér til að leika eftir. Ég get naumast talið vísuna, sem er í bragfræði séra Helga Sigurðsson- ar: Svarlur bjartur, surttarglaöur syngur l><\i;ir. ríkur auniur, róltur he.vRir. röskur linur, sérhver segir. En nú skal klykkt út með annarri einstæðri vísu, sem kveðin var af Eldjárni stúdent Hallgrímssyni (f. 1748 — d. 1825). Heitir Iftil Ijórta þrautin lítil prýði þvagaskrftin Ijórta þvaga þvættings kværta þrautin skrítin kvæða grautur. Ekki vcit ég hvort skáldið hefir gefið þessum hætli nafn, en ólíklegt að svo hafi verið kveðið óður. Og Líklegt þykir mér, aö þessi vísa sé enn ein í flokki og enginn hafi treyst sér til að leika þessa list eftir. En einkenni vísunnar er, að sama er hvort hún er lesin „langs eða þvers“. Lesi menn niður fyrstu orðin í hverri hendingu, kemur fram fyrsta hending vísunn- ar, og síðan koll af kollí — allar hendingarnar eru eins þegar lesið er niður. Vegna þessa er visan rimþraut og veröur ekki sett á bekk með sléttuböndum, sem lesa má aftur á bak og eru bragþrautir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.