Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 5
SVtlNN Axel Munthe var læknir að mennt, fæddur 1857, og dáinn á eynni Caprl við strönd Italiu 1949. Munthe var áhrifarlkur talsmaður allra smælingja, kunnur mannvinur og dýravinur. Hann var lengi læknir I Parls og á ttalfu. Lfflæknir Svfakonungs var hann allt frá 1908. Ritstörf stundaði Axel Munthe aðallega á efri árum. Bækur hans, San Michele og Frá Parfs til San Michele, hlutu mikia frægð og voru þýddar á fjölda tungumála, þar á meðal á fslenzku. Arið 1931 gaf Bonnier f Stokkhólmi út bók eftir hann: En gammal bok um mánniskor og djur (Gömul bók um menn og dýr). Kom hún út f fimm útgáfum á þvf ári. Sýnir það hvflfkra vinsælda hún naut. Meðfylgjandi þáttur er tekinn úr henni. A rústum fornrómverskrar hallar á Caprf reisti Munthe sér hús. Naut hann mikilla vinsælda á eynni og bar þar beinin. Hann safnaði margs konar fornminjum, sem geymdar eru f húsi hans og umhverfis það. Fyrir dauðann ánafnaði Munthe sænska rfkinu bústað sinn og safn, og er nú hvort tveggja f vernd og varðveizlu þess. Mjög er þar gestkvæmt, einkum á sumrin, ekki sfst af Norðurlandabúum eins og vænta má. Eftir stundarfjórðungs viðræður við mann er ég búinn að fá nóg, en Á DÝRUNUM ÞREYTIST MAÐUR ALDREI Eftir Axel Munthe Útsýni frð Villa San Michele ð Capri, húsinu sem Axel Munthe byggði. Menn segja að mannkærleikur sé æðstur allra dyggða. Ég dáist að mannkærleika og ég trúi vissu- lega að hann sé einungis áskilinn göfugum öndum. Sál mín er of litil, hugur minn of jarðbundinn til að öðlast hann nokkurn tíma og ég neyðist til að játa, að því lengur sem ég lifi, því meira fjar- lægist ég þessa háu hugsjón. Ég lygi ef ég segði að ég elskaði mennina. En ég elska dýrin, kúguð, lftils metin, og mig skiptir engu, þó að menn hlæi að mér, þegar ég segi að mér líður betur með þeim en meðal alls þorra manna, sem verða á vegi mínum. Þegar ég hef rætt við mann í fjórðung stundar, hef ég venju- lega fengið nægju mfna. Hvað finnst þér? Mig langar þá að minnsta kosti að fara mfna leið.og ég furða mig alltaf á þvf að við- mælandi minn skuli ekki hafa leit azt við að hverfa burt fyrir löngu. En mér leiðist aldrei f samveru við góðan hund, Jafnvel þó að ég þekki hann alls ekki og hann ekki mig. Oft þegar ég mæti hundi sem er á gangi og brýtur heilann um eitthvað, nem ég staðar og spyr, hvert hann sé að fara og tala við hann dálitla stund. Og jafnvel þó að verði ekki af frekari samræð- um, þá lfður mér vel að horfa á hann og leitast við að setja mig inn í þær hugsanir sem á hann sækja. Hundarnir hafa þá miklu yfirburði yfir mennina að þeir geta ekki látizt og þverstæða Talleyrands að málið sé gefið til þess að dylja hugsanir, getur alls ekki átt heima um hundana. Ég get setið hálfan daginn úti f haga og horft á hesta og kýr ábeit, og að virða fyrir sér svipbrigði lftils asna er veruleg nautn fyrir sálfræðing. En það er þá fyrst, þegar asnarnir ganga lausir að þeir eru áhugaverðastir. Bundinn asni er ekki nærri þvf eins ræðinn og eðli sfnu samkvæmur og þegar hann fær að ganga laus og er frjáls, og það er sfzt til að furða sig á. Á Ischia bjó ég f langan tfma næstum eingöngu með asna. Það var tilviljun að fundum okkar bar saman. Ég bjó f lftilli sjóbúð rétt við hafið og asninn bjó við hliðina á mér, veggur einn á milli. Ég hafði orðið þvf alveg fráhverfur að sofa uppi f mollulegu hótelher- berginu og hafói tekið með þökk- um tilboði Antfnós vinar mfns að búa niðri i svölu sjóbúðinni hans meðan hann var langdvölum við veiðar f Terrachina-flóanum. Ég kunni þarna ágætlega við mig innan um fiskigildrur og fiskinet. Ég skrifaðihafinulöngástarbréf, sitjandi klofvega á kili gamals báts. Og þegar kvöldið kom og tók að rökkva inni I sjóbúðinni gekk ég til hvílu I hengidýnunni minni með segl að ábreiðu og minning- una um hamingjudag hafði ég fyr- ir kodda. Ég sofnaði við nið hafs- ins og vaknaði f dögun. Og á hverjum degi kom nágranni minn, gamli asninn og rak alvar- legt höfuðið inn um opinn sjóbúð- argluggann og horfði stöðugt á mig. Ég furðaði mig alltaf á þvf að hann stóð svona hreyfingarlaus og horfði bara á mig. Ég fann enga aðra skýringu á þessu en þá að honum þætti ég svona fallegur á að líta. Og ég lá þarna milli svefns og vöku og horfði á hann — mér fannst hann lfka fallegur. Hann leit út eins og gömul fjöl- skyldumynd þar sem hann stóð með grátt höfuðið luktur umgjörð dimmra dyra við blátt baksvið sumarmorgunsins. Fyrir utan óx birtan jafnt og þétt og glampa brá á tjarnsléttan hafflötinn. Og nú kom leikandi sólargeisli og skein beint f augun á mér. Og þá spratt ég á fætur og heilsaði upp á flóann. Ég hafði ekkert að gera allan daginn, en vesalings asninn átti eiginlega að vera f brúkun allt árdegið uppi í Casamicciola. En það skapaðist svo mikil samúð á milli okkar að ég útvegaði honum staðgengil og síðan ráfuðum við um áhyggju- lausir allan guðslangan daginn sem hreinir flækingar, hvert svo sem leiðin lá. Ýmist var það ég sem gekk á undan og asninn ofur hógvær á hælunum á mér eða þá hann fékk einhverja ákveðna hugmynd og þá fylgdi ég honum auðvitað eftir. AUan tfmann veitti ég áhugaverðri skapgerð hans næma athygli sem ég hafði*óvart komizt í nána snertingu við, og það var langt sfðan ég hafði unað mér svona vel I samvist við aðra. Margt gæti ég sagt um þetta, en með því að þessar sálfræðilegu spurningar eru of alvarlegar fyrir þorra lesenda minna, skal ég láta staðar numið. Og fuglarnir, hver getur nokk- urn tfma þreytzt f félagsskap við þá? Timunum saman get ég setið á mosaþúfu og hlustað með at- hygli hvað lftill yndislegur fugl hefur að segja; ég sem aldrei get einbeitt hugsunum mínum, þegar einhver maður er að halda ræðu. En hefur þú tekið eftir því hvað lftill fugl er fagur á að Ifta meðan hann syngur vfsu sfna eða flytur ástaróð sinn. öðru hvoru beygir hann lftið yndislegt höfuðið eins og hann væri að hlusta eftir hvort einhver f skóginum svaraði hon- um. Og siðsumars þegar fugla- mamma fer að kenna börnunum sfnum að tala — þið skuluð ekki halda að þar sé einungis um eðlis- hvöt að ræða, þau verða að „taka tlma“ og læra sitt söngmál. Hefur þú hlustað á þessar æfingar, þeg- ar mamma heldur fyrirlestur úr vaggandi kennarastóli um eitt og annað og sumargömlu ungarétt rek f vörðurnar með skærum barnaröddum. Og þegar fuglarnir þagna þarf ég aðeins að lfta niður á grösin og mosann til þess að hitta aðra kunningja og hafa félagsskap við. Þarna er á ferðinni litla lykla- stúlkan hennar jómfrú Maríu — Marfuhænan — snyrtileg og snot- ur í sínum svartdröfnótta bún- ingi. Hún klifrar yfir grasstrá og heldur með allri vinsemd áfram yfir vfsifingur minn og fer þegar að taka mál af hönzkum handa mér. Hanzka kæri ég mig ekki vitund um, þegar ég er ekki f París en ég vil ekki hryggja hana með því að segja það svo að hún heyrir til. Ofar svignandi grasi og stráum flýgur gullsmiður á sólgylltum siflurvængjum, og langt niðri á stfgnum sem bugðast milli gildra stofna grassins stritar lítill maur með þurran barrkvist á bakinu. Ymist ýtir hann þungu byrðinni sem sleða á undan sér eða ber hann á grönnum öxlunum. Hann streitist i brekkunni svo að litlu mjóu fæturnir eru að kikna, hann lætur sig falla fyrir ætternisstapa með byrðina f fanginu. En hann sleppir ekki tökum og áfram mjakast, þvj að maurnum liggur á að komast heim. Brátt fellur á dögg og þá er ótryggt úti f villu- gjörnum skógi og bezt að vera kominn heim i næði að loknu dagsverki. Nú fer vegurinn að hækka, hæðirnar stækka og brátt rfs upp stórt fjall fyrir framan hann. Hvað fjallið heitir veit maurinn áreiðanlega, ég veit ekki neitt og mér sýnist að það lfti út eins og venjulegur grásteinn af hnefastærð. Maurinn nemur skyndilega staðar og fhugar litla stund og þvf næst gefur hann merki með fálmurunum sem ég er of heimskur til að skilja en aðrir gefa gaum að á augabragði og undan þurru laufblaði koma tveir aðrir maurar til liðveizlu. Ég sé hvernig þeir halda her- ráðsfund og hvernig þeir ný- komnu lyfta bjálkanum með allri gát til þess að komast að raun um hve þungur hann sé. Allt í einu standa þeir hreyfingarlausir og hlusta. Heil varðsveit maura fer fram hjá snertispöl frá mér og brátt sé ég aðra koma til liðs við þá. Þeir toga samtaka og eins og sjómenn draga þeir hægt og sfgandi bjálkann upp. Ég heyri að nota á bjálkann vió endurreisn eftir jarðskjálfta. Hversu margir iðjusamir maurar kunna að hafa týnt lifi undir rúst- um fallinna húsa, og hvaða ill öfl kunna að hafa rifið niður það sem látlaust strit mauranna hafði komið upp? Ég þori ekki að spyrja því hver veit nema það hafi verið maður sem gekk fram hjá og potaði staf sínum í mauraþúfuna. Og öll hin dýrin, sem ég veit ekki nafn á, aðeins horft inn f smáheim þeirra með gleði. Þau eru lfka borgarar í stóru samfé- lagi sköpunarinnar, og vera má að þau gegni borgaraskyldum sfnum miklu betur en ég mínum. Og þegar maður liggur svona og lítur niður í grasið þá verður mað- ur í rauninni svo lftill, sjálfur. Og að lokum finnst mér, að ég sé aðeins maur sem streitist áfram með þungu byrðina mfna f villugjörnum skógi. Ymist liggur leiðin upp á við eða niður á við, en það er um að gera að sleppa ekki takinu. Og fái maður einhvern til þess að hjálpa sér upp brekkuna, þá tekst það. En þegar brekkubrúninni er um það bil náð, koma örlögin til skjalanna og velta öllu, sem menn hafa byggt upp, um koll. Maurinn streitist áfram með þungu byrð- ina sfna í villugjörnum skógi. Vegurinn er langur og enn lfður drykklöng stund áður en dags- verkinu er lokið og döggin fellur á. En langt ofar greni- og furu- trjánum flýgur draumurinn á sól- gylltum silfurslæðuvængjum. 6. 8.’76. S.G.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.