Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 9
f svipinn er fjöldi fólks hér í Coalinga.sem hefir horn í síðu Clips Rys, bara vegna þess, að hann sparkaði í rassinn á fröken Alice Pfister í Oilfield Street, beint fyrir framan rakarastofu Joes Kolb, og það meira að segja um hábjartan daginn. Fæstir skilja Clip. í öllum bæjum öðrum en þessari hræðilegu músarholu hér væri Clip talinn gáfaður yfirstéttarmaður en nú skulum við sjá, hvernig fer fyrir honum á þessum eymdarlega útkjálka. Hann fellur í ónáð og er settur í steíninn og hvers vegna eigin- lega? Ja, bara vegna þess, að honum varð þetta á. Hann gat ekki lengur á sér setið og réðst að henni. Hann sparkaði I hana. Ég er ekkert á móti fröken Pfister og hennar líkum, meðan ég þarf ekki að umgangast þær nema á hátiðum og tyllidögum. En Clip missti stjórn á sér og sparkaði eins og óður maður. Og núna líta hann allir hornauga. Eina ástæðan fyrir sparki Clips var ástin. En svona fröken eins og Pfister á ekki skilið ástarspark af Clip, sem er frægasta kvennagull í Tulare. Mín skoðun er einfaldlega sú, að hann hafi verið alltof góður við hana. En nú lagar mig til að skýra frá því hvernig þetta gerðist. Það er ekki Myndskreyting: Bragi Ásgeirsson SKÆRRI Smösaga eftir William Saroyan vegna þess, að við séum bræður frændur eða neitt svoleiðis, við erum meira að segja ekki neinir sérstakir vinir. Svo að þaó er engin ástæða fyrir mig að verja málstað Clips. Ég er heldur ekki slik manngerð, að ég mæli því bót að menn sparki opinber- lega í konurassa. Ég sjálfur hefi einu sinni sparkað í konu og verið kominn alveg að þvi að sparka i tylft i viðbólt. Konan sem ég sparkaði i, uppástóð, að ég væri ónytjungur. Hún sagði hreinlega, að ég væri letingi. Það var fyrsta konan min. Ég sparkaði ekki i hana opinberlega eins og Clip gerði, og satt að segja hefi ég engum sagt frá þessu fyrr en nú, að ég hafi sparkað i konu. Ég er ekki einn af þeim sem ganga milli fólks og gorta af sjálfum sér, vegna þess að það eru til svo margar viðkæmar sálir, sem fellur þungt að heyra um konur, sem sparkað hefir verið í. En níu af hverjum tíu slíkum sálum hugsa svo sem ekkert meira um þetta.En til- hugsunin er samt óþægileg í bili. Mig langaði eiginlega ekkert til að sparka i rassinn á konu minni, jafnvel ekki eftir að hún hafði næstum gert mig galinn með nöldri og skömmum. Hún heimtaði, að ég færi i bréfaskóla til þess að heilabú mitt yrði móttæki- legra og hugsurm öll skarpari. Og heilinn í mér, sem frá öndverðu er betri en allflestir meðalheilar! Og ég get bara alls ekki þolað svona. Ég sem get ekki sofið um nætur vegna ágangs hugsana. Ég ligg andvaka og hugsa m.a. um, hvernig heimurinn yrði allur annar ef ég ætti tvö eða þrjúhundruð dollara. Eða þá að ég fer að bjástra við stjórnmál í huganum og gera mér í hugarlund, hve dýrlegt það væri ef ég væri nú þingmaður eða varaforseti. Svona hugsa ég æfinlega, bæði í svefni og vöku, og svo dirfist fyrsta konan mín að stinga upp á bréfa- skólanámi til að skerpa Ijónskarpan huga minn. Þrátt fyrir allt þetta fann ég enga sérstaka löngun hjá mér til þess að sparka í hana. En einn dag- inn missti ég stjórn á hægri fætinum, og ég man það síðast að kona mín sat á stofugólfinu og hvæsti framan í mig. Kann vera, að það virðist ótrúlegt en mér þykir þetta leiðinlegt enn þann dag í dag. Ef allt hefði verið eins og venjulega, hefði ég bara lamið hana, en ég missti einfaldlega stjórn á hægri fætinum. Hún varð mjög móðguð og særð þrátt fyrir fortölur og fyrirgefningarbeiðnir mínar. Ég lyfti meira að segja fætinum og sýndi henni hvernig ég gat engan heimil haft á honum. Hún sá, hvernig fótinn langaði til að sparka aftur, en hún skildi það samt ekki. — Elskan mín, sagði ég. Þetta er ekki mér að kenna. Það er bara fóturinn. Ég ætlaði ekki að gera þér neitt. Hún fór beint heim til mömmu sinnar, og ég hefi aldrei séð hana siðan. Jahá, það er sagt, að Clip Rye hafi gert þetta um miðjan daginn — að hugsa sér — um miðjan dag, og margir áhorfendur og mörg vitni. Þess vegna var Clip stungið í stein- inn. Og fólkið sagði: „Við bæði sáum þetta og heyrðum, og svo urðu allir óðir. Hávaðinn var hvað mestur meðan fröken Pfister sat flötum beinum á gangstéttinni. Clip Rye er ósvikinn kvennabósi og ruddi. Ég held, að flestallir karlmenn séu bæði kvennabósar og ruddar, ef þeir á annað borð eru heiðarlegir. Ég hefi aldrei fyrirhitt neinn, sem hafði ekki löngun til þess að sparka í konur. Sannast að segja lifa karlmenn lífinu þannig, að þeir þurfa sýknt og heilagt að gæta hægri fótarins. Meðalmaður- inn notar orku á við Niagara til þess að koma I veg fyrir að fóturinn sparki. Mín ráð eru því þannig: Sparkið í konuna ef ekkert annað dugar. Og látið hana bara hafa það. Kannske er það einmitt það sem hún óskar eft- ir, eða hvað heldur þú annars vinur sæll? Það getur ver- ið, að konur beinlínis bíði eftir því að fá spark í rassinn. Og kannski ganga þær daglega um hús sín með þessar vonir sínar í brjóstinu — að þær fái virkilega heilsusamlegan rassskell. Einhvern veginn hefi ég á tilfinning- unni að sparkið hans Clips hafi glatt fröken Pfister fremur en hitt. Og ég er næstum því viss um að þetta spark mun valda umvendingu og þáttaskil- um í ástalífi fröken Pfisters. Ástalíf fröken Pfisters er álíka spennandi og ástalif eyðimerkur- frosks. Hún hefir aldrei átt sér elskhuga og hefir ekki hugmynd um, hvernig ilmur af karlmanni getur verið. Hún hefir aldrei fundið karl- mannshönd strúkja líkama sinn, svona eins og hendur þeirra eiga nú einu sinni að strjúka konur. Það er ofur eðlileg afleiðing þessa, að kyn- ferðislífhennar hefir þróast ímargar ólíkar áttir. Fyrst söng hún í kór presbýtara-kirkjunnar. En það var ómögulegt. Þá fór hún yfir í babtista- kirkjuna og gerðist kennslukona i sunnudagaskólanum. Þar var lika ómögulegt. Ekkert gerðist. Siðan dreif hun sig i stjörnufræði og glápti á himintunglin. Að síðustu varð hún atvinnu-kjaftakerling. Allur tími hennar fór í að blaðra um skort á siðgæði íbúa Colalinga, einkum þó Clips Rye, og svo auðvitað kvik- myndastjarnanna. Þetta var það einasta sem komst að í hausnum á henni, og hún notaði alla sina orku til að tala um hið slappa siðgæði Clips, og þegar hún mætti honum á götu, þá fussaði hún og reigði sig. Þetta var hennar háttur að reyna við karlmenn, auðvitað. Hún var alveg vitlaus í Clip Rye. Allir, sem hafa eitthvert vit i kollinum, sáu, hvað fröken Pfister var brjáluð í Clip Ryc. Hún lét eins og hún vildi ekki sjá Clip Rye, jafnvel þótt hann væri eini karlmaðurinn á jörðinni, en þetta var nú hennar tegund af ástleitni. Clip vissi þetta mætavel. Hann vissi, hvað hún var að reyna, þótt hún sjálf gerði sér það ekki fullljóst. Það var einmitt þetta, sem fór í taugarnar á honum. Hann kærði sig kollóttan um illgirnis- legt slúður hennar i sinn garð, það var ást hennar til hans, sem hann gat ekki afborið. Það var hún, sem gerði hann snarvitlausan. Þessi gmala norn er skotin í mér, sagði hann stundum. Clip var að láta klippa sig á rakara- stofu Joes Kolb. Það var á laugar- daginn var. Hann ónáðaði engan, sat bara og horfði á fólkið á götunni fyrir utan. Þá gekk fröken Pfisterfram hjá. Eftir smástund kom hún til baka og síðan enn einu sinni, reigði sig og fussaði. Ég segi bara frá þvi hvernig þetta gerðist, og reyni að sýna fram á, að Clip á ekki skilið almenna fordæmingu. Fröken Pfister gekk hvað eftir annað fram hjá reigingsleg með nefið upp i loftið. Hún tilbað hann með upphöfnu nefinu. Þá gerðist það, að Clip réð allt í einu ekki við hægri fótinn, stökk upp úr rakara- stólnum, rauk út á götuna og þreif í handlegginn á fröken Pfister. Hann var fokreiður, en fröken Pfister rak upp hrifningaróp. Clip réðst að henni með óbótaskömmum og hún hvæsti á móti. Það hljómaði eins og riflrildi milli hjóna, sem hafa verið git í 16 ára og opinbera allt sem þau vita misjafnt hvort um annað. Clip froðu- felldi af reiði, andstyggð og viðbjóði, um leið og hann varð særður og leiður. Fröken Pfister sat á miðri gang- stéttinni fyrir utan rakarastofuna og það bara um hábjartan daginn. Allir í bænum streymdu að til þess að fylgjast með glæpnum, sem framinn hafði verið, — en henni datt ekki í huga að rísa á fætur. Clip var svo reiður að hann vissi ekki hvað hann átti að gera. Ef fröken Pfister hefði staðið upp, hefði hann sparkað í hana aftur. en hún stóð bara ekki upp. Þá reyndu kirkjuvinir hennar að troða sér inn í ástalif hennanarrmðþeim afleiðingum, aðwcdið e var settur í tugthúsið þar sem hann situr enn, og hver einasta mannvera í bænum fyrirlítur hann, bara vegna þess, að hann sparkaði í rassinn á fröken Pfister. Mér finnst nú, fyrir mína parta, að Clip hefði ekki átt að gera þetta, sérstaklega vegna þess að henni var þetta eins konar fullnæging, og hún átti ekki skilið að tilfinningar Clips Rye kæmu þannig niður á henni. Ég sá ekki sjálfur að hann sparkaði í hana, en ég kom á vettvang og heyrði hana gráta sitjandi á götunni, og ég þykist nú þekkja allar tegundir af skælum. Grátur fröken Pfisters var það tilbrigði sem ég kalla ást- hrifningargrátinn. Hún gólaði af gleði. Svo var Clip kippt í steininn, að jagast þar út af þessu góðverki sínu. Og Joel Kolb fékk ekki einu sinni að Ijúka við klippinguna. Bryndís Jakobsdóttir þýddi. Her- náms- minjar 1 popp- búningi Á hernámsárunum byggðu Bretar og síðar Bandaríkja- menn viðáttumikil bragga- hverfi á hæðunum upp af Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Þau voru öll rifin sem betur fer, en hingað og þangað standa eftir grunnar, sem vitna um hernámið og allar þær kollsteypur, sem þvt fylgdu. Þarna voru loftvarna- byssur og stundum tekið mannlega á móti einstaka þýzkri flugvél, sem flaug inn yfir landið. Þar myndaðist heilt vegakerfi, þar sem ein- ungis voru grýttir móar fyrir og um allt lágu gaddavtrs- dræsurnar, sem voru að minnsta kosti þá sjálfsagður hlutur t hernaði. Á hæðunum suðaustanvert við Vtfilstaði standa ennþá steinsteyptar minjar um hermannabragga og fleira. Lfklega væri Iftið eftir þeim tekið ef ekki væri búið að skreyta þær kyrfilega í núttma poppsttl. Er næsta einkennilegt og súrreallskt að sjá þessar blómskreyttu braggaleyfar rísa upp úr mó- unum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.