Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 11
landi. En maðurinn lyfti þá hatti sfnum og heilsaði mér brosandi. Þetta var doktorinn minn, en ég þekkti hann með naumindum, þvf að hann var orðinn fölur og fyrir- gengilegur. Við urðum samferða upp f borg- ina og skiptumst á almennum orð- um. Hann var þægilegur f við- móti, en fátalaður. Eg sagði hon- um frá bókinni, er ég hafði nýlok- ið við, og hann virtist hafa áhuga á henni. „Ég hef fesið bækur yðar,“ mæfti hann. „Þér skrifið mikið um ástir—.“ Hann hikaði tftið eitt, en hélt svo áfram: „En ég hef ekkert fundið f þeim um vonlausa ást — ást, sem fær atdrei neitt endur- gjald nema þjáninguna. Þér þekkið hana lfklega ekki?“ £g leit rannsakandi á hann, við gengum einmitt hjá götuljóskeri. Andlit hans var rótt og kyrrt. „Oendurgoldin ást er ekki til,“ sagði ég. „Ekki það?“ „Nei, þvf að endurgjaldið er fógið f henni sjálfri, ef hún ber nafn með réttu.“ Hann brosti. „Að vissu leyti kannski?“ sagði hann. „Það er betra að elska og þjást en að elska alls ekki.“ „Gamall málsháttur!" anzaði ég þurrlega. Hann þagði um stund. Við vor- um komnir inn f þrönga götu með gömlum, hrörlegum húsum til beggja hliða. Þar voru engir á ferli nema við og mjög hljótt. Allt f einu sagði hann: „Ég hef vfst gleymt að þakka yður fyrir sfðast.“ „Þakka yður sjálfur," svaraði ég og bætti við umhugsunarlaust: „Þetta hefur allt gengið að óskum vænti ég?“ Hann anzaði ekki strax, en nam staðar fyrir utan dyr á mjög fórnfálegu húsi. „Mér væri mikil ánægja að mega drekka eitt glas með yður,“ sagði hann kurteis- lega, en ég heyrði ekki betur en rödd hans titraði. „Rannsóknar- stofan mfn er hérna, og ég geymi vfnföng þar. Mig langar til að rabba svolftið Iengur við yður, ef þér megið vera að þvf?“ Þetta átti við mig, og mér var ekkert að vanbúnaði. Við gengum inn langan gang, niðdimman, og komum f allstóran sal, langan og mjóan. 1 öðrum enda hans voru nokkrir hægindastólar kringum lágt borð. Doktorinn náði f whisky og sódavatn, við settumst og blönduðum f glösin. Dauft rafmagnsljós logaði á lampa f horninu rétt hjá okkur, en hinn endi salarins var hulinn rökkri. Stemmningin þarna var blandin rómantfskum ugg, sem kitlaði taugarnar. En loftið var þungt, og lyktin féll mér ekki vel. Það var óhugnanlegur fnykur, sem ég hafði aldrei fundið fyrr. Eg flýtti mér að súpa á glasinu og drakk vænan teyg. „Þér gerðuð mér greiða," sagði doktorinn eftir alllanga þögn. „Og ég er yður mjög þakklátur — þrátt fyrir allt.“ Enn þagði hann góða stund, svo hélt hann áfram: „Ég veit, að skáld eru eftir- tektarsöm, og það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá yður, að ég er enginn Don Juan. Það hefur háð mér alla ævi, hvað ég er ósjálf- bjarga f viðskiptum við konur. Satt að segja hef ég ekki haft kjark f mér til að vitja vændis- kvenna, þótt mig hafi stundum langað til þess. Þegar ég er einn með konu, kem ég varla upp nokkru orði og sfzt af viti; ég verð smeðjUlegur og stama eins og kjáni. Auðvitað er ég eins og aðr- Þrjú Ijöö eftir I) Kristmann Guömundsson ÞULA Mörg er æskuminning sár, man ég þig löngum. Úti ert þú við eyjar blár, en eg er að dröngum. Úti ert þú við eyjar blár öðrum gefin sveini, þvl er margt að meini. Þú varst falleg, glöð og góð, glettin oft f leyni. Við þfn ungu og villtu Ijóð vaknaði fyrst mitt heita blóð um sumarkvöldin hlý og hljóð hverju gleymdi ég meini, meðan var ég vinurinn þinn eini. Þetta er liðið, því er ver, þannig jafnan gleðin fer, það sem kært og indælt er ungu, þyrstu hjarta, tfmans kalda bylgja ber burt í myrkrið svarta. STRÖNDIN BLÁ Suöurströnd Snœfellsness Fagnandi Ift ég fornar slóðir; — fögur er Ströndin blá — fjarðaröldunnar suð við sandinn er söngur um vorsins þrá, og mófuglar kliða f fangi fjallsins um fegurð sem hjartað á. Hrfsmýraflákar með fffugeirum; — fögur er Ströndin blá — silfraða fossa í blómabrekkum ber yfir holtin grá, og svartgljúfruð fjöll, er til himins hefja hugans ráðvilltu þrá. Loftvegu fannhvítir fljúga svaiiir; — fögur er Ströndin blá — laxar spretta í Ijóstærum elfum, er liðast um engjaflá, en útsærinn gælir við gulhvíta fjöru og gnauðar f hamrakrá. Umvafið sagnanna feikn og furðum — fögurer Ströndin blá — gnæfir jökulmusterið mikla, meitlað úr hvfturn snjá, bart eins og guðanna glæstu hallir, gerðar af hjartans þrá. í speglum tjarnanna festingin flýtur, — fögur er Ströndin blá — heiðlóa og stelkur syngja mér söngva um sumur, er liðu hjá, með blárjóðar nætur og draumsæla daga, dýrð, sem mitt hjarta á. EITT NAFN Eitt nafn fer blitt eins og blær um kinn eða bylgja um draumanna sjó. Það flytur hátlð í hugann inn f húmkvöldsins þögulu ró, — er sit ég við eldinn um aftaninn. — Ó, nafnið þitt kæra — og brosið blftt! — — Hún brennur, mfn unga sál. Ástin gerir hið gamla nýtt við gleðinnar arinbál, — gefur Ijósinu mátt, gerir lífið hlýtt. — Og alt, sem er fagurt, bjart og blftt eða brosandi, minnir á þig. — Mér verður, kæra, um hjartað svo hlýtt, þvf hamingjan töfrar mig. — Ég sit við eldinn, — finn sumar nýtt. — ir karlmenn þurfandi fyrir blfðu og ástúð hins fagra kyns. En þetta hörmulega uppburðaleysi mitt hefur gert mig einmana og óhamingjusaman alla ævi. Ég hef oft verið ástfanginn, en f hvert skipti, sem ég hef ætlað að láta til skarar skrfða, hef ég orðið að at- hlægi. — Þegar við töluðum saman, leið mér mjög illa, þess vegna tók ég boði yðar með þökk- um. Ég vissi, að konur, sem umgangast listamenn, eru oft skilningsgóðar og veraldarvanar. Og Vivian var hvort tveggja. Mér varð strax ljóst, að hún var ekki við eina f jölina felld. Þrátt fyrir það varð ég ákaflega ástfanginn af henni. Mér er alveg óhætt að segja, að enga konu hef ég elskað eins og hana. Hún fór heim með mér fyrsta kvöldið og veitti mér allt, sem ég þráði. Hún var yndis- leg — og þér megið gjarnan brosa, en hún er fyrsta og eina konan, sem ég hef átt. Mér var ómögulegt að sleppa henni aftur, ég gat ekki hugsað mér að lifa án hennar. Svo bað ég hennar um morguninn, eins og menn báðu sér konu i gamla daga: Ég bað um hönd hennar og hjarta. Hún tók orðin upp eftir mér — og hló ekki, bara endurtók setninguna, tvisvar sinnum. Sfðan fór hún I kápuna sfna og kvaddi mig. Ég horfði á hana, meðan við héldumst f hendur, en gat ekki stunið upp meiru, og mér leið ekki vel. Hún hefur sjálfsagt séð það, þvf að hún brosti elsku- lega og sagði: „Þú veizt ekki, hvað þú biður um, vinur. Þess vegna verður þú að vera þolinmóður og bfða. Þú skalt fá hönd mfna og hjarta — þegar ég er orðin viss um, að sú gjöf skaði þig ekki.“ Ég lét mér þetta loforð nægja og var hamingjusamur. Mér datt aldrei annað f hug en að hún myndi efna það. Æ, ég var eins og unglingur, ég tilbað hana og lokaði augunum fyrir göllum hennar. Hún var léttúðarfull, ég vissi, að hún þekkti aðra menn og veitti þeim hið sama og mér. Ást- in gerir menn skyggna: Ég vissi, að hún sóttist eftir grófum, ruddalegum karlmönnum, og að hún var alls ekki heilbrigð á sál- inni. En ástin gerir menn einnig blinda: ég trúði ekki þvf, sem ég vissi! Hún heimsótti mig öðru hverju, og þegar við vorum saman, elskaði hún músfk, skáldskap og allt, sem fagurt er. Við áttum óviðjafnanlegar stundir. En hvert sinn, sem ég impraði á einkamál- um okkar, varð hún mjög alvar- leg. — „Þú hefur fallizt á að bfða,“ sagði hún. „Ég skal halda loforð mitt.“ Þannig liðu nærri þvf tvö ár. Ég var hamingjusamur — þrátt fyrir allt — mjög hamingjusamur. Ég held, að þessi tfmi hafi sætt mig við allt misjafnt, sem ég hef þolað á ævinni. Fyrir um það bil mánuði hvarf hún mér. Hún var vön að koma til mfn ekki sjaldnar en tvisvar f viku, en ég fékk aldrei að vita, hvar hún bjó. Auðvitað vissi ég það, eins og margt annað henni viðvfkjandi, en hún hafði ekki sagt mér það. Og þegar hálfur mánuður var liðinn, frá þvf að ég sá hana sfðast, fór ég þangað. En hún hafði ekki sézt þar lengi, sagði húsráðandi mér. Svo beið ég enn tvær vikur. Ég leið miklar sálarkvalir, þvf að mér fannst ég ekki geta afborið að lifa án henn- ar. Um hádegisbilið f gær fékk ég loks bréf frá henni. I þvf stóðu þessi orð — ég man þau sjálfsagt alla ævi: „Ég kem til þfn f dag, vinur minn. Vertu á rannsóknar- stofunni klukkan 13. Nú átt þú einn hönd mfna og hjarta.“ Doktorinn þagnaði. — Ég var áfjáður að vita framhald sög- unnar og spurði: „Ér þá ekki allt, eins og það á að vera?“ Hann leit á mig dálftið einkennilega, fannst mér. Svo reis hann á fætur, tók hönd mfna og leiddi mig yfir f hinn enda salarins. Þar var langt borð og breiddur yfir það dúkur. — Eitt augnablik hikaði bann. Sfðan kveikti hann snögglega mjög bjart ljós og svipti dúknum burtu. Ég heyrði rödd hans Ifkt og gegnum þungan fossnið: — „Þeir komu með hana stundvfslega klukkan þrettán. Hún hafði fyrir- farið sér og ánafnað mér lfkið til krufningar." Og þarna lá Vivian. Hún var vaxhvft, en yfir svipnum hvfldi mikill friður. Og á vörunum var storknað bros, sem ég kannaðist við.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.