Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 14
....og þegar þú segir frá þessari heimsókn þinni um borð i fljúgandi disk. herra prófessor, skaltu segja, a8 fegurri og fullkomnari verur hafir þú aldrei fyrir hitt". Um ókenni- lega fljúgandi hluti Síðar í bók sinni fjallar llynok um afstöðu vísindamanna lil þessara mála og þá sérslaklega um Condon skýrsluna fra*jíu frá líliií). t október 1966 ákvað banda- ríski flugherinn f samvinnu við háskólann í Colorado, að sctja á fót nefnd viðurkenndra vísinda- manna sem rannsaka skyldi CFO- fyrirbæri á vísindalegum Rrund- velli . Formaður nefndarinnar var Kdward II. Condon, en hann er viðurkenndur eðlisfra*ðin(*ur, sem ekki hikar við að segja skoðun sína. Tveimur árum seinna birtust 1 iðurstöður nefndarinnar í 937 síðna greinar- gerð. Inngangur Condon kveður úr um það svo ekki verður um villst að CFO-fyrirbærin séu annað hvorl skýranlcg cða ímyndanir vitnanna. Fn hann þegir um það, að álit hinna visindamannanna er alls ekki samhljóða. Fnnfremur segir hann ekkert um það, að um 25% þeirra CFO-skýrslna, sem rann- sakaðar voru féllu ekki að ncinum þekktum náttúrulög- málum. Ilið eina sem fjölmiðlar birtu úr skýrslunni var svo inngangur Condon enda kom hún út sama daginn og Nixon sór embættiscið sem forseti Banda- ríkjanna. Þrátt fyrir þessa skýrslu jóksl áhugi vísindamanna á liFO-fyrirbrigðum, þ.e. þeirra sem vissu hvað í skýrslunni sjálfri stóð og þekktu til hennar. llm skýrsluna segir Hynek enn- fremur: Tísindanefndin ákvað að takmarka rannsókn sína við það, hvort UFO-fyrirbirgðin bentu til þess, að jörð vor va*ri sótt heim af vitverum að utan. (extraterrestial intelligenees), Hann gagnrýnir nefndina fyrir að kanna ekki, hvar þcssi fyrirbrigði ættu heima í vísindum okkar, þ.e. hvernig þau aðliiguðust heimsmynd okkar. Condonnefndin komst þannig á laggirnar á árið 1966 sáust fjölda- fyrirbæri í Dexter og Hillsdale. A þeim tíma skýrði Hynek, þá- verandi ráðgjafi flughersins, þau fyrirbæri sem „mýrargas" eins og frægt er orðið. fbúar Michigan vildu ekki una við þá deilu sem fylgdi í kjölfarið á þessu. Því fóru tveir þingmenn þess ríkis þeir Weston Vivian og Gerald Ford (núverandi Bandaríkjaforscti) fram á þingrannsókn á málinu. Þar var Hynek kallaður fyrir og hann ma*li þar eindregið með þvf að nefnd vísindamanna rann- sakaði fyrirbærin á þeim grund- velli, hvort þar væru vandamál varðandi skilning okkar á alhcimi. Nánar er sagt frá ýmsu, sem átti sér stað í ncfndinni og skýrir það niðurstöður hennar helur en of langt mál er að fjalla um það hér. 1 lok bókarinnar setur Hynek fram hugmyndir sínar að nýrri rannsókn á UFO-fyrirba*rum og hvetur til þess, að sérstök deild verði stofnuð innan Sameinuðu þjóðanna, til þess að safna upplýsingum og kryfja þær til mergjar. Hann skýrir um leið frá samtali við U Thant, þar scm fram kcmur, að hann var með- mæltur slíkri ráðstöfun, enda hefðu fulltrúar margra þjóða lýst fyrir honum áhyggjum sfnum af þessu máli og lagt hið sama til málanna til lausnar þess. Fjallað um málið á hlutlausum grunvelli í sjónvarpi 1974 Síðan bók H.vneks var skrifuð en hún er þegar orðin ein af klassískum verkum um þessi málefni, hcfur farið að bera á nýrri þróun á afstöðu banda- rískra yfirvalda til málefnisins. Fyrsta skrefið var stigið í desem- ber 1974. Þá flutti NBC sjón- varpið þátt um UFO-fyrirhæri, þar sem um málið var fjallað á hlutlausum grundvelli. Þrátt fyrir það var ýmis sá vitnis- hurður, er þar kom fram mjög framandi þó ekki sé mcira sagt. Það merkilega er, að þátturinn er að einhverju leyti unnin 1 sam- vinnu við varnarmálaráðuneyti Bandarfkjanna. Margir telja þetta áhrif frá Watergate-málinu, þ.c. að ekki má lengur halda neinu leyndu í Bandaríkjunum án mótmæla almennings. Aðrir telja þctta áhrif frá Gcrald Ford, sem áhuga hefur á fyrirbærun- um. Fn hann er ekki einn ráða- manna um það. Þingmcnnirnir: Goldwaícr, Bireh Bayh, Vance Hartke, Glenn Bcall auk Rocke- feller varaforseta cru hlynntir því aó málin verði skýrð. I ljósi þessa verður auðskilin sú yfir- lýsing Jimmy Carters fram- hjóðanda dcmókrata til forscta- kosninga, að upplýsa bandaríska alþýðu um öll UFO-fyrirbrigði, sem ríkið heldur leyndum, nái hann völdum. — Enn aðrir tclja orsökina fyrir breyttri afstöðu vera vcgna aukinnar tíðni fyrir- bæranna og að ekki sé tcngur unnt að bæla þau niður. Það er haft eftir fyrrum varnarmálaráð- herra Frakklands, Robert Galley, að skýrslur um UFO-lendingar og samhliða lýsingu á verum í nágrenni þeirra séu „afar margar" og að þær séu „áhyggju- efni“. Flest virðist því benda til þess að ekki sé unnt að strika yfir UFO-fyrirhærin í næstu framtíð enda þótt þau hafi verið jörðuð í bili vestur f Bandaríkjunum 1969. Líklegra er að frásagnir af þeim muni fremur aukast vegna þess, að fólk verður nú óhræddara að segja frá reynslu sinni. Arið 1972 var talið að einungis 10% allra sjónarvotta segðu til sln. Viðbrögð einstakra þjóðfélags- hópa við fyrirbærunum eru misjöfn. Allt frá viðbrögðum hreintrúarfólks, sem telur fyrir- bærin augsýnilega verk and- skotans og ára hans, til þess hóps leitandi fólks, sem telur þau cinu von mannkynsins um björgun frá tortímingu. 1 samhandi við hið seinna spretta upp alls kyns furðulegir trúarhópar firrts fólks, sem jafnvel telur sig hafa daglegt samband við utanjarðar- verur. Vísi af slíku þó á öðrum grundvelli væri gátum við Iandarnir kynnst, er criendur fyrirlesari las í Norræna húsinu um þessi mál vorið 1973. Þar var tslendingum flutt kveðja frá flug- manni ákvcðins disks. Er fyrir- lesarinn var spurður, hvar Jesús Kristur kæmi innf þessa nýju hcimsmynd, sem hann lýsti, svaraði hann að hragði: „Hann er yfirmaður (commander) í geim- stöðinni, scm hefur það hlutverk frá alheimssambandinu að gcfa jörðinni gætur og lciða hennar fólk á rétta braut.“ Ekki skal lagður dómur á það hér, hvort fullyrðingar af þessu tagi hafi við rök að styðjast. Er Ijóshraðinn hinn endanlegi hraöi? Eins og áður segir eru vísindin, þáð er að segja vísindamcnn, á ákaflega öndverðum mciði um fyrirbrigðin. Það cr þó viður- kennt af þeim mcð nokkrum semingi nú, að líf er á milljónum pláneta um alheiminn. Það eina sem stendur f veginum fyrir viðurkenningu á þvf að þetta Iff geti haft samband við plánetuna jörð er kenning Einsteins um Ijóshraðann sem endanlega hraða og að massi geti aldrei náð Ijós- hraða án þess að umbreytast. Ora- vfddir geimsins virðast því ekki bjóða uppá ferðamöguleika lifandi massa. Talsmenn þeirra hugmynda, að lífið á jörðinni sé undantekning í alheimi ættu að skoða útreiknjnga dr. Carl Sagan (sem er andvígur UFO- fyrirbærum). Hann stjórnar nú lfffræðirannsóknum á reiki- stjörnunni Mars með aðstoð Víkings I og II. Carl Sagan segir að líkindi til þessa einstæða at- burðar séu einn á móti tfu í tveggja þúsund milljónasta veldi. Sé þessi tala skrifuð í fullri lengd næði hún yfir 6000 (sexþúsund) bækur með tvöhundruð síðum í hverri bók... Til samanburðar eru líkindi á atviki í einn á móti tíu í fimmtugastavcldi það Iftil Ifkindi að alveg ákveðið er hægt að segja að umrætt atvik gerist ALDREI. Almcnn TILFINNINGALEG afstaða vísindamanna og annarra vitsmunavera til málsins er sú að við höfum nóg af sjálfgerðum vandamálum á jörðinni, svo við förum ekki að bæta hér einu við, sem hingað til virðist ekki hafa haft nein áhrif á okkur. Aðrir eiga sér svör við öllum þessum efasemdum og áhugaleysi á heimspekilcgum grundvelli. Almennt má segja að fólk sætti sig við fyrirbærið UFO á meðan það fellur undir þrjá fyrstu flokka Hyneks. En fólk fellur sig alls ekki við það að hugsast gæti að fyrirbærin væru á vegum lifandi vera, sem séu jafnvcl af æðri menningu eða a*ðri líffræði- legri samsetningu, en við jarðbyggjar. Þola ekki návist jarðarbúa? Þeir sem lcsa bækur Georgs Adamski, eins þekktasta UFO- tengils sem sögur fara af, um kynni hans af utanjarðarverum, eiga ekki um nema tvennt að vclja, þ.e. að frelsast og snúast í lið með honum eða flokka hann í hóp visindaskáldsöguhöfunda af bestu tegund. Aleitnasta spurningin eftir hverja frétt um UFO-fyrirbæri og frásagnir af vitsmunavcrum tengdum þeim, hlýtur að vera þessi: Ef þctta er satt og rétt hvers vegna hafa þcssar verur ckki beint samband við fjölda fólks og segja til sín? Þessu verður seint svarað en að lokum er rétl að vitna í hug- myndaheim Gcorgs Adamski, sem svar við þessari spurningu. Svar hans gæti hljómað eitthvað á þessa leið: „Andlcgur þáttur þessara vera er langtum þroskaðri en okkar andlegi hluti. Til að mynda tala þessar verur ekki saman, heldur skiptast á hugskeytum. Almcnnt talað eru þær allar það, sem við köllunt sjáendur og miðla. Þær hafa stjórn á þessum hæfileikum sfnum eins og við á skynfærum okkar. Öll snerting við annars konar vitsmunaverur verkar því á þær eins og bein áhrif. Þar sem afstaða jarðarbúa til þeirra er hundin efasemdum, andúð, ótta og jafnvcl hatri af mannlega skiljanlcgum ástæðum, myndum við jarðarbúar hindrun gegn því að um eðlilegt samband geti orðið. Þó að engin hindrun sé fyrir hendi í okkar augum þá er hún til án þess að við gcrum okkur það Ijóst." Dæmi eru til þess að svokallaðir fljúgandi diskar eða aSrir ókennilegir hlutir hafi sezt og að fundizt hafi greinileg ummerki eða för. Meðfylgjandi teikning er einmitt gerð eftir förum, sem sáust eftir fljúgandi disk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.