Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 15
OLDSMOBILE CUTLASS Það sem alla dreymir um [ hverskonar iðnaði er að koma fram með réttan hlut á rétt- um ttma. Það er með öðrum orðum að hitta naglann á höf- uðið og útheimtir smekkvísi, spádómsgáfu og dálitla heppni. í bandarfsku blla- framleiðslunni er samkeppn- in geysilega hörð og munur- inn á gerðunum harla Iftill. Standard gerðirnar af Chevrolot og Ford eru ævin- lega efstar á listanum yfir þá bfla, sem mest seljast. Það er dálftið upp og niður, hverjir ná þriðja sætinu, en uppá sfðkastið hefur Oldsmobile Cutlass hrist alla af sér f þeirri samkeppni. Me8 þessum bll hefur General Motors komið me8 réttan bll 6 rétt- um tlma og vinsœldir hans byggjast öllu fremur ó viturlegri málamiðlun en glæsilegum nýjungum. Hér er hinn gullni me8alvegur vandlega þræddur og me8 þvl móti fæst blll, sem fjöldi manns vill eiga. Oldsmo- bile Cutlass er fallega hannaSur btll, svo vafasamt er a8 þeir I Detroit hafi betur gert I annan tlma. Evrópuáhrif- in eru yfirrðSandi; burtu er allt þa8 tröllslega skraut og króm, sem ein- kenndi amerlska blla áður. Stærðin er mitt á milli hinna stærstu og smábtlanna, en rýmið rétt nægilgt fyrir sex manns I sæti og uppúr þvl virðast Bandarlkjamenn leggja mik- ið. Gluggapóstar eru grennri en oft áður og útsýnið betra. Oldsmobile Cutlass. Fallega teiknaður bfll að utan sem innan. En mælaborðið þykir full fátæklega búið, aðeins með hraðamæli og bensfn- mæli. Þrátt fyrir talsverða stærð ð Evr- ópumælikvarða er farangursrými mjög lltið. þvl varadekkiS tekur upp verulegan hluta af skottinu. Þetta er ðsamt með fátæklegum mælum, tal- inn helzti gafli á Oldsmobile Cutlass. í mælaborðinu er hraSamælir og benzlnbælir, en annaS ekki og fð- tæklegra gat það naumast veri8. Samt er allur frágangur I bezta lagi, enginn hrár svipur á samsetningum og gólfteppiS fellur vel og vandlega út I hvert horn. Vélin er 8 strokka, 1 70 hestafla. sem sýnist heilmikið. En viSbragSiS úr kyrrstöBu I 100 km hraða er þó aðeins 12.5 sek. Aftur á móti er vélin mjög hljóð og btllinn ákjósanlegur fyrir þá, sem vilja frek- ar heyra múslkina af segulbandinu en vélarhljóS. Sætin að framaneru aðskilin og talin all- góð. en koma þétt saman og geta þð þrlr setið að framan. I Bandarlkjunum er Oldsmóbile Cut- lass á sæmilega góSu verði, enda þótt hann sé frekar ofar- lega I stiganum hjá General Motors. SáralItiS hefur sést af þessari gerð hér nema nokkurra ára gömlum bllum, sem fluttir hafa verið inn notaðir, og ugglaust er það vegna verð- lagsins. Véladeild Sambandsins hefur umboð fyrir Oldsmó- bile eins og aðra GM blla. Volk í viö- legum Framhald af bls. 7 stígur á bak ogheldur á eftir hópnum. Eftir einn og hálían tíma er lestin komin heim á tún. Allir, sem vettlingi geta valdið eru við- bunir að taka á móti lestinni. Unglingar teyma hestana til þeirra fuilorðnu, sem hleypa gras- þurru heyinu niður með hæfi- legu millibili. Það er reynt að gera þetta eins haganlega og mögulegt er tii þess að ekki verði töf, þegar heyið er breitt —, að hvorki verði eyður eða flekkurinn of þykkur. Þegar þessu er lokið fer bónd- inn inn að borða, en aðrir gera upp reipin og láta þau á hestana. Einn unglingurinn passar að hafa hestana viðlátna, þegar bóndi kemur út aftur. Tíminn leyfir ekki langa töf, ef áætlun dagsins á að standast. Bóndinn kemur þvi út innan skamms, leysir hesta- sveininn af hólmi og kemur hest- unum fljótt á veginn með aðstoð rakka sins, sem fengið hefur ríf- legan morgunverð hjá húsmóður- inni og að þvi loknu fest væran blund á hentugum stað þar til kall húsbóndans vekur þennan trúa þjón til veruleikans á ný. Vikan líður við árvekni og mik- ið starf. Bóndinn reynir eftir megni að hraða ferðum sinum. Hann vill geta sleppt hestunum klukkan átta að kvöldinu eftir 16 stunda óslitinn vinnudag, svo að þeir geti haft 8 stunda nætur- hvíld. En þetta er ekki alltaf hægt. Þegar líður á vikuna fer að verða minna um laust hey á fjall- inu. Mánudagsforðinn er löngu genginn til þurrðar. Kalda- vermslubreiðarnar eru fremur snöggar, og þrátt fyrir kapp hey- skaparfólksins er svo komið, að á föstudag á það fullt i fangi með að hafa bundið hey á hestana, þegar bóndi kemur. Bóndi hefur orð á því, þegar látið er upp á aðra ferðina þennan dag, að veðurútlit sé ótryggt. Hann segir, að mikill roði hafi verið á lofti uni morgun inn og nú sé að draga ský á suður- loftið. Hann kveður sig langa til að fara fjórar ferðir i dag, það geti verið komið ófært veður á morgun. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.