Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1976, Blaðsíða 3
að hann gefur lftinn gaum að öðru. Það hefur verið prðfað margsinnis, að karlmenn þurfa ekki nema sjá bera sýningar- brúðu f búðarglugga svo, að augn- steinar þeirra stækki. Þetta verður samstundis og alveg sjðlf- krafa. Sá frægi maður, Alfred «J. Kinsey, komst svo að orði: „Það er staðreynt um allar þjöðir heims, að karimenn hafa rfkari hneigð en konur til kynmaka við fleiri en einn“. Þetta var for- mæðrum okkar vel Ijðst og þær sættu sig við þetta að vissu marki: „Taktu þetta ekki svona nærri þér. Karlmenn eru nú einu sinni svona gerðir!“ Þetta var viðkvæð- ið við grátbólgnar eiginkonur, sem leituðu huggunar vinkvenna sinna við ótryggð karlanna. Og það var ekki út f hött. Karlmenn eru reyndar svona gerðir. Kyn- ferðisleg áreiti vekur með þeim frumstæðar og raunar margvfs- legar kenndir. Þetta eru kyn- bundin álög þeirra, ef svo má komast að orði. Það á ekki aðeins við um fyrstu kynhrifnina. Náttúran hefur lfka ákveðið framhaldið fyrir fram, allt til enda. Ferlið er æ hið sama, hver svo sem leikfélaginn er, kona, sem maðurinn hittir af hendingu, starfsfélagi hans, ellegar vændis- kona. Á örskömmum tfma vex manninum svo kynæsing, að hann fær fullnægingu. Sé hann við- vaningur Ifða tæpast meira en tvær mfnútur áður þar til hann fær fullnægingu. Aðeins reyndir elskhugar eða fæddir hæfileika- menn geta dregið samfarir á iang- inn og frestað fullnægingu þar til þeim hentar. FuIInægingin sjálf varir f tfu mfnútur f lengsta lagi. Þá er allt um garð gengið. Og er þó alls ekki tryggt, að menn séu fullkomlega ánægðir að leikslok- um. Það þarf nefnilega gagn- kvæma ást til að svo megi verða, ósvikið andlegt samband tveggja. En sjaldnast er um gagnkvæma ást að ræða f svona framhjáhaldi. Menn fá aðeins frumstæða fullnægingu — og svo rennur vfman af þeim og þeir verða al- gáðir aftur. FRUMSTÆÐ FYSN — „ÖGLEYMANLEG REYNSLA“ Nú verður að leggja áherzlu á það, að karlmenn mega ekki fara að telja sig blásaklaus fórnar- lömb og leiksoppa náttúru sinnar; það væri of auðveldlega sloppið. En sannleikskorn er þó f þessu. Og sá, sem náttúran hefur hneigt til fjölmaka, fær ekki sektarkennd af framhjáhaldi sfnu; að minnsta kosti hlýtur hann að ætlast til þess, að hann verði ekki mjög hart dæmdur. öðru máli gegnir um framhjá- hald kvenna. Þegar Kinsey fór að grennslast fyrir um það á sfnum tfma hvað helzt vekti kynfýsn karla og kvenna tók hann saman 33 atriði, sem hann lagði fyrir aðspurða til umsagnar. Reyndin varð sú, að karlmenn kváðu öll þessi 33 atriði vekja sér kynfýsn. Konurnar töldu aftur á móti ekki nema þrjú, meðal þeirra róman- tfskar kvikmyndir og ástar- játningar. Þetta er eftirtektarvert og lýsir vel eðli kvenna. Konur æsast ekki sjálfkrafa upp við kynferðislega eggjan. Menn, sem þær hitta af hendingu, vekja þeim ekki kynfýsn þegar f stað, nema þeir hitti ð þær ð augnablikum, sem nefnd hafa verið „veikleikastundirnar"; þá er sérstakt rót á hormónum kvenna svo, að „mótstöðuafl" þeirra er óvanalega lftið. En kon- ur láta yfirleitt ekki stjórnast af kynfýsn. Þær eru ekki á höttun- um cftir stundarnautn, en öllu fremur „upplifun", „ógleyman- legri reynslu“ og þvfumlfku. Fæshim konum er um það gefið, að ''lmenn Hti þær eingöngu girnb. 'ugum. Þær telja kyn- mökin \ki aðeins til þess að svala frumstæðum fýsnum; þær vilja einnig, að þau séu róman- tfsk. Fólk á ekki að hafa kynmök af lfkama aðeins — heldur einnig af sál. ANDLEG ÓTRYGGÐ OG LIKAMLEG Konur kæra sig sem sé ekki um framhjáhald f vanalegum skilningi þess orðs. Haldi þær fram hjá mönnum sfnum eru þær yfirleitt að sækjast eftir ást, en ekki aðeins frumstæðri fullnægingu kynhvatanna. Þess vegna bregzt ótrú eiginkona manni sfnum miklu verr en ótrúr eiginmaður konu sinni. Þetta er auðvitað gróf alhæfing, en samt er þetta almennt. Konan er orðin miklu ótrúrri manni sinum áður en hún leggst með elskhuganum, en maðurinn henni jafnvel þótt hann taki sffellt framhjá henni. Hún bregzt eiginmanni sfnum nefnilega bæði andlega og likam- lega en hann henni aðeins lfkam- lega. Slfk „svik“ kvenna geta svo far- ið á ýmsa vegu. Konur eru ólfkar körlum f þvf, að þær eru ekki búnar ákveðnu „prógrammi" frá náttúrunnar hendi. Og það verður ekki séð fyrir f upphafi hverjar afleiðingar hjúskaparbrot kvenna kunna að hafa. Vera má, að lagsmaður giftrar konu reynist liðónýtur f rúminu. Skiljast þá bæði heldur vandræðaleg og málinu er lokið. En konan kann einnig að komast að þeirri niður- stöðu, að elskhuginn veiti henni hvorki meiri né minni ánægju en eiginmaðurinn — en eiginmaður- inn framfleyti hins vegar börnun- um að auki. Ætti henni þá að veitast auðvelt að gera upp hug sinn og lætur hún elskhugann lfk- ast til sigla sinn sjó. En málinu getur og undið öðru vfsi fram. Þess eru mörg dæmi að giftar konur nytu slfks unaðar f örmum elskhuga sinna, að þær hefðu ekki fmyndað sér áður, að þvflfkt og annað eins væri hægt. Til dæmis kann svo að fara, að kona fái þá fullnægingu f fyrsta sinni, er hún heldur fram hjá eigin- manni sfnum — og er þá hætt við þvf, að aumingja eiginmaðurinn blikni við samanburðinn. Svo kann að fara, að kona öðlist slfka reynslu við hjúskaparbrot, að hún „Ifði henni aldrei úr minni“, eins og áður var á minnzt. Er þá þess að vænta, að konuna fýsi að endurlifa þessa dýrlegu reynslu og það sem oftast. Frægur bandarfskur kynlffs- spekingur, William H. Masters prófessor, hefur nefnt þessa reynslu margra kvenna „status orgasticus". Að sögn hans eru þetta ýmist „margar, sfendur- teknar og nærri semfelldar fullnægingar" ellegar „einstök, langdregin fullnæging, sem getur varað f 20—60 sekúndur eða jafn- vel lengur“. Konur geta sem sé fengið fullnægingu, sem varir f meira en mfnútu. Þessu hafa klámbókahöfundar löngum haldið fram og gert sér mikinn mat úr lýsingum á þvf. Grunaði mann þó alltaf, að þessar grfðar- legu fullnægingar ættu sér hvergi stað nema f hugum höfundanna sjálfra. En nú er búið að færa Framhald á bls. 15 Jöhann Hjölmarsson Teikning: Alfreð Flóki. TVÖLJÓÐ Gömul verstöö undir Jökli Morgunninn þegar þeir vöknuðu og héldu til fundar við vind og báru er löngu liðinn. Þá bar við hraundranga, grjótveggi og úfinn sjó. Landið var líkt og nú. Hraunið ósnert hið efra, en neðar sorfið af öldu. Lengi hafði þangið lamist við klettana svo að þeir urðu rauðlitaðir eins og af storknuðu blóði. Sjóferðarbænin drukknaði i væli fuglanna. Skuggar þeirra i tjörnum og lónum í fjörunni. Sjóndeildarhringurinn lýstist hægt og hægt uns hann rann saman við gráma hafsins og strandarinnar. Hafmosi, mosahaf breiddust yfir allt. Af hafi sáu þeir landið. Það var aðeins mjó rönd. Jökull og Hreggnasi huldir skýjum. Í öldudalnum sáu þeir ekkert land aðeins rísandi báru og bak næsta manns, heyrðu i vindinum ókennilegan þyt likt og fjarlæga hljómlist sem færðist nær. Andlit þeirra fengu lit mosans. Þeirvoru klettamyndir á hafinu. Orð prestsins: Votur er vatnsdauði. Sætur er sjódauði. Þeim var ekki gefin trú eins og mustarðskorn og gátu þess vegna ekki sagt tré að gróðursetja sig i hafinu. Aðeins þessi langa innri þögn og bið sem aldrei tók enda meðan þeir sukku dýpra og dýpra i luktan himin hafsins. Auð ströndin, aðeins fátækleg grasstrá sem spretta úr sandi. Fiður dauðs fugls. Gapandi sár tóftanna. Orgelleikur hafsins. Saltur vindur síðan einkennileg kyrrð sem boðar storm. Þegar skyggir er einhver á ferli. Raddir heyrast ekki fyrir ýlfri refsins sem stendur við veginn þegar bílarnir renna hjá. Loftið er fullt af angurværð, gömlum feigðarspám og þangdauni. Strönd sem skilin var eftir handa fuglum og nöprum vindi, við komum til þin í mynd ryks undan hjólbörðum, finnum í hrjúfleik þinum okkar eigin sundurtættu mynd og brotna spegil. Fyrir vestan Ég minnist pelargóníuilmsins i stofunni. Gömul kona hellti kaffi í litinn brothættan bolla sem sjaldan hafði verið drukkið úr. Gamall maður las nýjasta tölublað Bjarma. Á veggnum myndir af séra Hallgrími og Jóni forseta og Drottinn blessi heimilið. Þau töluðu við mig um heilsufar og veður og hvernig mér þætti að vera fluttur suður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.