Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 5
Sagan af Pétri og Önnu Pétur og Anna eiga 3 ung börn og fjögra herbergja íbúð. Pétur hefur kr. 80.000.00 á mánuði í laun. Hjónabandið er stirt og dag einn yfirgefur Anna mann og börn og tekur upp sambúð með öðrum manni. Pétur kann ekkert til heimilisstarfa, því eins og Guð- rún I fyrra dæminu var hann al- inn upp í anda hefðbundinnar verkaskiptingar kynjanna. Hann fær sér ráðskonur, eina af annarri. Laun þeirra eru kr. 40.000.00 á mánuði og frítt fæði og húsnæði. Anna sækir um skilnað og krefst helmingaskipta. Pétur krefst forræðis barnanna og meðlags úr hendi Önnu. Þá kemst hann að raun um tvennt: tregðu kerfisins til að dæma konu til að greiða meðlag, enda þótt tryggingarnar hafi nú milligöngu um slíkar meðlagsgreiðslur og einnig tromp önnu, þ.e. þann sterka rétt, sem móðir hefur sam- kvæmt hefð en ekki lögum til forræðis barna. Hún hótar nú undir rós að krefjast forræðis barnanna, ef hann fellur ekki frá meðlagskröfu. Pétur vill ekki missa börnin og gengur að skil- málum Önnu, þ.e. niðurfellingu meðlags. Pétur fékk síðan feðralaun frá tryggingunum kr. 19.349.00 á mán. Hann hafði það framyfir Guðrúnu (í fyrradæminu), að hann var vanur að sjá um fjármál heimilisins og hafði trygga vinnu. Honum tókst því með herkjum að fá lán og greiða önnu hennar helming af íbúðinni, en var þá jafnframt kominn með skulda- klafa, sem hann var ekki borg- unarmaður fyrir, auk útgjalda við heimilishjálp. Heimilið varð gjaldþrota og börnin liðu vegna öryggisleysis og ónógrar umhirðu. Það hlýtur að liggja i augum uppi, hvað óllklegt er að þessi börn standi jafnrétt eftir þessa reynslu. Hvað réttlætir þau lög og ákvæði, sem nú gilda um meðferð þessara mála? Hversvegna eru skilnaðir veittir af embættis- mönnum en ekki dæmt I skilnaðarmálum hér eins og I öðr- um löndum? Hversvegna er for- eldrum leyft að selja húsnæði ofan af börnum sfnum og reka þau á vergang? Hversvegna fá fráskildir foreldrar ekki ekkju eða ekkilsbætur en þær bætur mætti síðan innheimta hjá hinu foreldrinu fyrir milligöngu Tryggingastofnunar? Eru börn fráskilinna foreldra minna virði en börn ekkjufólks? Hversvegna er feðrum sleppt við að greiða sinn helming af framfærslu barna, en kr. 10.397.00 á mán. nálgast ekki þá upphæð. Hvers- vegna er mæðrum sleppt alveg við að greiða meðlag? Eiga börnin ekki rétt á þessum peningum? Geti meðlagsskyldir foreldrar ekki greitt, eiga þeir eins og aðrir framfærendur rétt á styrk frá opinberum aðilum. Eftir að hafa kynnst þessum málum í 7 ár, mótmæli ég þvl sem skattgreiðandi að sá háttur sé hafður á, sem nú tíðkast að það foreldrið, sem hefur börnin, sé að nauðsynjalausu neytt til að lifa á styrk frá Félagsmálastofnunum og gefa þannig börnunum for- dæmi um að þessi stofnun eigi að sjá þeim farborða, kannske ævi- langt. Það er auðvelt, en hættu- legt og dýrt, að gefa slíkt lífs- mynstur. Með þessu er þó engan veginn verið að kasta rýrð á Félagsmálastofnanir eða starfs- fólk þeirra. Þær stofnanir eru nauðsynlegar. Ekkert meðlag fyrr enfaðernið er klárt Við eigum glæsilegt heimsmet I fjölda óskilgetinna barna og þeg- ar rætt er um þessi mál verður ekki framhjá því gengið að geta þeirra sérstaklega. Nú liggur fyrir Alþingi ágætt frumvarp til barnalaga, sem mun bæta stöðu þeirra verulega, ef að lögum verður. Mig langar aðeins til að drepa á eitt atriði, sem lag- færa þarf, og ekki er minnst á I fyrrgreindu frumvarpi, en það er greiðsla lffeyris frá fæðingu barna. Eins og nú er fær barnið ekkert meðlag né lífeyri fyrr en gengið hefur verið frá feðrun þess, en það getur tekið mörg ár. Til- gangurinn með þessu mun vera sá að þvinga konur til að feðra börn sln og er það svo sem góðra gjalda vert. Spurningin er aðeins sú, hvort ekki finnist betri aðferðir til þess en að svelta barnið? Einnig mætti nefna I þessu sam- bandi upphæð mæðralauna með einu barni. Mæðralaun og feðra- laun eru bætur, sem tryggingar greiða einstæðum foreldrum með börn. Upphæðir þeirra bóta eru sem hér segir: 1 barn: kr. 1.782.00 á mánuði; 2 börn: kr. 9.675.00 á mán.; 3 börn eða fleiri kr. 19.349.00 á mán. En til þess að skilja þessar furðulegu tölur verðum við að gera okkur grein fyrir hverskonar bætur mæðra- laun eru. Upphaflega voru þau hugsuð þannig, að kona með 3 börn eða fleiri væri félagslega fötluð (lauslega þýtt úr dönsku), þ.e. að hún gæti ekki stundað vinnu utan heimilis. Hún fékk þess vegna fullan örorkustyrk. Kona með 2 börn fékk hálfan styrk, þvl að hún var bara talin hálf fötluð. Kona með eitt barn var aftur á móti ekkert fötluð. Slðar var þessu breytt og kona með eitt barn var talin pínulítið fötluð og fékk þvl upphæð, sem enginn veit hvernig er til komin fremur en upphæð meðlags. Nú tel ég aðeins gott og rétt að ríkið leggi börnum lið með því að bæta við meðlagið, en öðruvlsi er varla unnt að llta á þessar bætur. Spurningin er, hvers vegna I ósköpunum er greitt minnst með fyrsta barni, þegar vitað er að kostnaður við fyrsta barnið er mestur. Það kann að vera auðvelt fyrir hjón, sem hvort sem er hafa stofnað heimili, að sjá fyrir einu barni, en setjið ykkur bara I spor ungrar móður með litlar tekjur, sem stofna þarf ein heimili vegna þessa barns. Mæðralaun, eins og þau eru nú, eru henni aðeins hvatning til að bæta við tveimur I viðbót, því ekki munar eins um þessi tvö og það fyrsta. En varla er það tilgangurinn eða hvað? Það væri freistandi að ræða um barnabætur og skattamál, en það yrði of langt mál. Eitt má full- yrða, hvorugt er börnum I hag. Heimavinnandi húsmæður eru „dýrgripir“ Til að vlkja að spurningunni um ábyrgðarleysi feðra vil ég segja þetta: Þeir feður sem ég hef kynnst I okkar félagi eru frábærir og gefa mæðrunum ekkert eftir. Sam- eiginlegt vandamál þeirra flestra er, að vankunnátta þeirra I heimilisstörfum er slík, að þeir treysta sér varla að annast sjálfa sig hvað þá börn sln. Flestir taka ráðskonur, kannske allt að 5 á ári. Þetta er ekki sagt ráðskonunum til hnjóðs, það starf er ekki öf- undsvert. Ég hef oft óskað þess að fleiri gerðu sér ljóst hvílíkir „dýr- gripir“ heimavinnandi húsmæður eru, ekki síst eiginmenn þeirra og börn. Því kynnist maður fyrst þegar þær eru fallnar frá og reynt er að halda heimilinu saman. Skyldu eiginmenn almennt gera sér grein fyrir þvl, hve mikla pen- inga húsmóðir með t.d. 3 ung börn, sparar heimilinu? Til að gefa hugmynd um það má nefna, að aðeins barnagæsla kostar allt að kr. 60.000.00 á mán. fyrir 3 börn; venjuleg þrif nálægt kr. 400.00 á tlmann og hreíngerning- ar um kr. 700.00 á tímann. Og hvað kostar matur á veitingastað og hvað fer I súginn af fatnaði, sem ekki vinnst tlmi til að gera við. Þá eru þvottarnir ótaldir og frágangur. Þetta þekkja einstæðir foreldrar af báðum kynjum, en höfuðvandamál þeirra er einmitt það, að þessi ólaunaða vinna, sem ekki telst til þjóðartekna, gleym- ist nær algjörlega I meðlags- og skattútreikningum. Ölafur Gunnarsson ÞRJÚ LJÖÐ Um Þorstein Erlingsson eftir frósögn föður mins í Iðnskóla veturinn 1909. ég sópaði spænina og sagið af gólfinu lagaði til á hefilbekkjunum og flýtti mér heim borðaði kvöldmat og var kominn klukkan átta niður I Vinaminni. Áhyggjulaus æskuár eða ótfmabær binding Ekki verður framhjá þvl gengið að minnast á skyldur foreldranna sjálfra við börn sln. Mér er minnistæð saga, sem ég heyrði fyrir löngu. Katrín Thor- oddsen, sá ágæti barnalæknir, á að hafa verið að þvl spurð, hver væri fyrsta skylda móður við barn sitt. Katrín svaraði: „Að velja þvf góðan föður.“ Mér kemur þetta oft I hug, verandi sjálf svo lán- söm, að börn mín og stjúpbörn eiga góða feður. Að velja barni foreldri, þvl að sjálfsögðu gildir þetta líka um val á móður, er list sem flestir læra eflaust ekki fyrr en um seinan. En eitt er vlst, að það verður ekki gert I ölvimu, né bætir það úr skák að safna börn- um eins og minjagripum um mis- heppnuð ástarævintýri. Að virða barn sitt fætt eða ófætt, að skynja það sem manneskju en ekki hlut, manneskju sem ber I sér neistann af öllu þvl er hrærist I okkur sjálfum, von, ótta, gleði og sorg, þetta hlýtur að vera undirstaða þess að vera foreldri. Þvl fylgir líka, að við megum ekki nlða hitt foreldrið við börn okkar, ekki frekar en við viljum láta níða okkar eigin foreldra I okkar eyru: Að við neitum ekki börnunum um að sjá hitt foreldrið, þvl sjálf viljum við vera frjáls að því að hafa samneyti við þá, sem okkur eru kærir. Við megum ekki gleyma þvl, að það vorum við sjálf en ekki börnin sem völdum. öll sú sorg, reiði, beiskja og vonbrigði, sem komið geta upp I samskiptum karls og konu eiga að vera einka- mál þeirra, og á ekkert erindi til barna. Að lokum þetta: Vinnufélagi minn sagði eitt sinn við mig: „Til hvers er allt þetta víl og vol yfir einstæðum mæðrum? Meiri ástæða væri að brýna fyrir þeim að verjast,. þvl að annars bitni afleiðingarnar á þeim og þeim einum". Þetta er mikið rétt. Það er fullástæða fyrir foreldra stúlkna á táningsaldri og helst fyrr, að spyrja dætur sínar hvers þær óski, hvort þær kjósi áhyggjulaus æskuár eða ótlma- bæra birndingu yfir barni með bleijuþvotti og mjög takmörkuð- um fjárráðum. Barnsfaðernismál eru heldur ekki eftirsóknarverð. Það er einnig skylda foreldra að brýna fyrir drengjum, að því fylgi engin gæfa að valda öðrum ógæfu; að eiga einhversstaðar unga barnsmóður og barn á hálf- gerðri eða algerri vonarvöl sé ekki karlmennska. Þetta gildir um foreldra allra barna." hann opnaði hurðina leit yfir hópinn og við skvaldrandi strákarnir þögnuðum hann fékk okkur danska stílinn og minn var allur ein leiðrétting ég laug upp einhverri afsökun hann hlustaði þolinmóður en sagði siðan vingjarnleg ég held þér ættuð nú samt að athuga þetta betur. Gunnar minn. Á Grettisgötunni 1912. eftir hádegi byrjaði snjóinn að slíta úr lofti ég var á heimleið frá vinnu i þreifandi bil um kvöldið þegar ég gekk framá Þorstein þetta var á grettisgötunni hann stóð i skjóli við eitt af húsunum klæddur i gráan frakka með húfu á höfði hokinn í hriðinni ég spurði: viljið þér ekki koma með mér heim og biða þar af yður veðrið hann þáði og við fylgdumst að inn götuna mamma bauð okkur að borða ég tók við húfunni og hristi snjóinn úr frakkanum síðan settumst við niður að saltfiski kartöflum rófum og tólg. í September 1914. ég vann um tima hjá Eyvindi Árnasyni líkkistusmið og oft kom það fyrir að ég þurfti að aðstoða við kistulögn einu sinni um haustið 1914 tókum við handvagn tveir smiðir og ókum frá verkstæðinu á laufásveg upp i Þingholtsstræti það var áliðið dags á vagninum var hvitmáluð kista með englamyndum og logagyltu rósavirki úr pappa við börðum dyra og bárum kistuna i stofu okkur var visað upp á loft við tókum likið upp úr rúminu og ég man enn: það var undarlega þungt og erfitt að bera niður þröngan stigaganginn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.