Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 7
■ UM ALDRAÐA Störf og iöja margra hinna öldruðu einkennist af merkingarleysi og af- þreyingu og í því felst sorgleg övirðing við efri ðr mannsins íslendingar búa við gott atlæti og eru heldur vel á sig komnir líkamlega. Þeireldast þvl yfirleitt vel, nema þeir ofgeri sér með brennivlns- og tóbaksdrykkju. I samræmi við þetta er ævilengd þjóðarinnar með þeirri lengstu, sem þekkist. Árið 1970 var meðalævilengd karla 70.7 árog kvenna 76.3 ár. Aldraðir eru einn- ig að verða nokkuð margmennur hópur, því að árið 1970 voru um 9% þjóðarinnar 65 ára og eldri. Sitthvað bendir til þess, að ævi- lengd íslendinga haldi áfram að aukast á komandi árum og hlutfall aldraðra af þjóðinni I heild muni enn fara hækkandi. Eins er senni- legt, að fólk haldi áfram að eldast betur, þ.e. haldi lenguren áður gerðist llkamlegum og andlegum þrótti og góðri heilsu. Vissulega er þetta mjög svo ánægjulegt, en það gefur einnig tilefni til Ihugana. Á sllkum Ihug- unum er þegar farið að brydda manna á meðal, en alla sllka um- ræðu þarf að auka til muna og skerpa að raunsæi, svo að af henni megi draga hagnýtar ályktanir. Eins og kunnugt er verða flestir launþegar að vlkja úr föstu starfi 67—70 ára. Það kemur fljótlega BLÖÐ ÚR ÞRÆTUBÖK eftir Sigurjön Björnsson sölfrœðing að því, að hópur fullfriskra aldr- aðra „atvinnuleysinga" verður æði stór. Þá hefursú stefna verið uppi um skeið (þó að ef til vill sé farið að gæta undanhalds) og talin til mannúðar og menningar, að reisa skuli stórbyggingar, þar sem öldruðum er ætlað að búa I sam- félagi einum sér. Ef fram heldur sem horfir, ætti þess háttar stofn- unum að fjölga stórlega á næstu árum og áratugum. Ekki þætti mér ósennilegt, að þörf myndi fyrir svo sem 20—30 500 manna elliheimili, þegar kemurfram um næstu aldamót. Hvernig llzt mönnum á þá þróun? Þegar hugað er að vaxandi fjölda aldraðra og batnandi heilsu- fari á elliárum, hlýtursú spurning að vakna, hvort ekki lendi I óefni, ef sömu stefnu er haldið varðandi störf og vistun aldraðra. Og maður leitar líka að rök- semdum, sem slík stefnumörkun byggist á. Hvaða nauður rekur til þess að ýta öldruðum út af vinnu- markaðinum, ef heilsa þeirra býð- ur ekki? Höfum við ekki þörf fyrir allar starfandi hendur? Og þó að svo væri ekki, hvers vegna ættu aldraðir þá að fara fyrstir, ef þeir vinna með eðlilegum hætti? Þvi er oft slegið fram, þegar minnzt er á sumt roskið fólk i opinberum störfum, að kominn sé timi til að það taki sér hvild frá störfum, því að það sé orðið svo sljótt og „kalkað" að til vandræða horfi. Sjálfsagt er þetta stundum rétt, en síður en svo alltaf. Sannleikur- inn er sá, að það fer tiltölulega litið eftir aldri, hversu hæft fólk er til starfa, sem ekki krefjast mikill- ar likamsáreynslu. Við finnum fjöldan allan af ágætlega hæfu öldruðu fólki, og um hina má líklega oft segja, að annað hvort hafa þeir aldrei verið reglulega vel hæfir eða þá að þeir eru ekki heilbrigðir. Þá má heldurekki gleyma því, að allmargir eru þeir, sem þrátt fyrir góðan aldur skortir margt til að gegna starfi sinu vel. Hvers vegna er talin ástæða til þess að einangra aldraða og búa þeim stað á sérstofnunum? Fer betur um aldraða þar en i venju- legum íbúðum í hverfum innan um anað fóik? Kjósa aldraðir þetta sjálfir? Eða viljum við hinir losna við þá úr augsýn okkar? Og loks mætti spyrja: er þetta ódýrari lausn en aðrar, sem til greina geta komið? Nú verður að minnast tveggja staðreynda, svo að allrar sann- girni sé gætt. Mjög viða eru að- stæður þær, að ekki hentar vel, að aldraðir búi i sambýli við yngri kynslóðina. Og hitt er, að las- burða aldrað fólk þarfnast að sjálf- sögðu nærfærinnar og stöðugrar aðstoðar. Þá hefur þrautalending- in einatt verið sú að koma gamla fólkinu á elliheimili. Sú spurning, sem hér er varpað fram, er ein- göngu sú, hvort þetta sé eina lausnin. Við vitum raunar af minni háttar tilraunum, sem gerðar hafa verið, að svo er ekki. Til eru önnur úrræði, sem ætla má að þjóni hagsmunum aldraðra mun betur. Það leikur varla á tveimur tug- um, að lif alltof margra aldraðra verður óhæfilega merkingarlaust við þær aðstæður, sem þeim eru búnar. Þeim er meinað að vera venjulegir þegnar með ábyrgð og skyldur, og ýmsum réttindum eru þeir sviptir. í stað þess verða þeir þiggjendurog bónbjargamenn, taka við lifeyri, án þess að greiða fyrir hann með vinnu sinni eins og annað fólk, fá hitt og annað ókeypis af þvi einu að þeir eru „gamlir". Þar með er þó alls ekki sagt, að aldraðir lifi við neina efnahagslega velsæld, þvi að hinir yngri hafa dæmalaust ríka hneigð til að skammta naumt. Og margir aldraðir hafa litið fyrir stafni, svo að timinn verður þeim langur. Þó geta fjölmargir þeirra svo sannar- lega unnið margt með höndum og huga. Fólk reynir raunar að finna upp á ýmsu sér til afþreyingar. Sumir fást við ýmiss konar föndur og dútl, aðrir skrifa endurminn- ingar sinar, enn aðrir eru hafðir til barnapössunar og annars þess starfa, sem hingaðtil hefur verið talinn við hæfi liðléttinga. Yfirleitt einkennast störf og iðja alltof margra aldraðra af eins konar merkingarleysi og þvi að vera til afþreyingar. Sú hugsun hlýturað læðast að manni, að verið sé að reyna að fylla i eyðu, drepa tim- ann meðan beðið er. . . í öllu þessu felst sorgleg óvirð- ing við efri ár mannsins. Skyldi þess vera þörf? Burt séð frá mannréttinda- og mannúðarsjónarmiðum, sem þó væri ástæða til að staldra við, er rétt að velta þvi fyrir sér, hvort það sé einhver gagnsemi i því fólgin fyrir þjóðfélagið að „af- skrifa" aldraða með þessum hætti. Það held ég ekki. Ég held einmitt, að þjóðfélagið bíði tals- vert tjón við. Margir aldraðir búa yfir mikil- vægri reynslu, þekkingu og vizku, sem þeim yngri er næsta gagnlegt að njóta. Það er siður en svo að þessir eiginleikar hverfi um sjötugsaldurinn. Vitur maður verður vitrari með aldrinum, reynslan eykst og þekkingin dýpk- ar. Ráð og ákvarðanir hinna öldnu eru oft byggð á meiri yfirvegun og yfirsýn og dýpri þekkingu á mann- lifinu. Meiri kyrrð og ró og heið- rikja er yfir huga þeirra, sanngirni, velvild og ástriðuleysi. Virk aðild aldraðra að samfélagsmálum er þvi vel til þess fallin að bæta Framhald á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.