Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 8
Efst: Séð yfir Vesturbæinn. Hér að ofan: Bátur handvagn og skreið í daufri skamm- degisskímu. Til hægri: Bernhöfts- torfan, grasið enn- þá grænt og vegfar- endur reyna að njóta sólarinnar, þótt hún sé lágt á lofti. SKAMM- DEGIS- FEGURÐ I Myndir eftir Gunnar Hannesson Gunnar Hannesson Ijósmyndari lézt fyrir aldur fram siðast- liSið sumar og var hans minnst me8 sýningu á Kjarvals- stöðum. Gunnar lagði Lesbókinni stundum til myndir, sem voru sérstæðar og fagrar eins og skammdegismyndirnar, sem hér birtast. Þegar bezt lætur getur Ijósmyndari lyft viðfangsefni sinu uppá það þrep, sem telja verður eina grein myndlistar. Gunnar Hannesson hefur látið margar slíkar myndir eftir sig. Honum var ekki hugleiknast að tak myndir af landinu á sólbjörtum sumardegi, enda voru myndir hans harla ólikar þeim, sem oftast sjást i ferða- mannabæklingum. Hann var gæddur þeirri náðargáfu að sjá magnað myndefni. þar sem venjulegu fólki dytti sizt af öllu I hug að taka upp myndavél. Og Gunnar á merkan þátt i að kynna landið okkar út á við.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.