Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 12
Hvað orsakar krabba- mein? Þýtt og endursagt úr Newsweek Heimildir: Bandaríska Krabbameinsfélagið Flestir munu hafa þá hugmynd um krabbamein, að það sé dularfullur og ófyrir- sjáanlegur sjúkdóm- ur, sem komi í menn af tilviljun; enn frem- ur, að hann sé undan- tekningalítið ban- vænn þeim, sem fyrir verða... En undanfar- ið hafa borizt nýjar og hálfu ískyggilegri fregnir af krabbanum. Líkur benda nefnilega til þess, að hann sé langoftast af manna- völdum. Þessum upplýsingum hefur ver- ið haldið svo mjög á loft i Banda- rikjunum, að margir eru orðnir sannfærðir um það, að þeim sé stór hætta búin yfirleitt af mat, drykk, andrúmslofti og raunar flestum hlutum í daglegu lífi. Konur hafa verið varaðar við þvi í fjölmiðium að borða nautslifur af því, að hún geti valdið krabba- meini i leggöngum. I ýmsum helztu vatnsbólum landsins hefur fundizt iðnefni, sem valdið hefur krabbameini i tilraunadýrum. Al- gengt plastefni, pólyvínyl klóríð, sem haft er í matarumbúðir ligg- ur nú undir sterkum grun um að valda krabbameini. Margar hús- mæður hættu með öllu að kaupa svínaflesk og svínalæri, er þeim var sagt, að hættuieg efni væru í kjöti þessu. Þó er það ef til vill ískyggilegast af öllu þessu^ að samkvæmt staðtölum létust 3.8% fleiri menn af krabbameinum á árinu 1975 en áður. Einhverjar tölur kann enn að vanta í þetta dæmi en þó virðist ijóst, að dauðs- föllum af krabba hafi fjölgað. 1 ljósi þessa verður skiljanlegt, að margir visindamenn eru nú farnir að ieita krabbameinsvalda i daglegu umhverfi manna frem- ur en afbrigðilegum frumbreyt- ingum. Nú má auðvitað ekki taka of mikið mark á hrollvekjandi fyrirsögnum dagblaða um þetta efni, en þó mun óhætt að fullyrða það, að vísindamenn verða að hefjast handa um það í snatri að athuga, hvort rétt sé, að mönnum stafi mest krabbameinshættan af. næsta umhverfi sínu. Starfsmenn Vlþjóðaheilsugæzlustofnunarinn- _r telja að 85% allra krabba- meina séu beinlinis að kenna ein- hverjum algengum hlutum í um- hverfi manna og stundum hrapal- legri óaðgætni og slæmum siðum svo sem ofáti, reykingum, drykkjuskap, of miklum sólböð- um eða hættulegum iðnefnum. Ymsir visindamenn og meðal þeirra Dr. Samuel S. Epstein, sem fengist hafa sérstaklega við eitur- efni í umhverfinu, hafa tekið svo til orða, að einstæð nýjung og válegri en aðrar hafi byrjað í sög- unni fyrir tveimur eða þremur áratugum og eigi menn eftir að súpa seyðið af hcnni lengi. Þessi nýjung var sú, að „veitt var út í heiminn öflugum efnum, sem ekki höfðu verið prófuð sérstak- lega til þess að ganga úr skugga um það, hvort þau væru meinlaus eða hættuleg mönnum " Epstein bendir á það, að þrisvar sinnum fleiri fá krabbamein nú en fengu um aldamótin síðustu (þ.e.a.s. krabbamein finnst í fleiri mönn- um m.a. af þvi að læknum hefur farið fram í sjúkdómsgreiningum — en auk þess hefur lífaldur manna hækkað nokkuð frá alda- mótum) og krabbameinstilfellum hefur fjölgað um einn hundraðs- hluta á hverju ári frá 1933 — en 3.8% á siðast liðnu ári. Kveður Epstein efalaust, að „krabbamein sé orðið mikils háttar faraldur". Einhverjir starfsbræður Ep- steins tækju e.t.v. varlegar til orða um þetta. En fáir munu þó treystast til að mæla á móti því, að umhverfið og „umbætur“ manna á því, séu nú orðið hættulegri þeim en allt annað fyrir utan hjartasjúkdóma, sem enn munu leggja flesta að velli. Það vill svo til, að fyrir skömmu kom út löng skýrsla um fólk, sem búin er sér- stök krabbameinshætta og þessi skýrsla styður kenninguna hér að framan. Tvö helztu samtök um krabbarneinsrannsóknir í Banda- ríkjunun létu taka skýrsluna sam- an og er það mikill fróðleikur, sem bendir greinilega til þess, að menn ættu að geta ráðið meiru um útbreiðslu krabbameins en áð- ur var talið. Eru i skýrslunni lang- ir kaflar um mataræði. lyf, geisl- un og vinnustaði, svo að nokkuð sé nefnt. Margar hliðar á málinu Það er tvennt, sem gerir vis- indamönnum örðugt að hafa uppi á krabbameinsvöldum. önnur ástæðan er sú, að krabbamein leynist oft mjög lengi í mönnum áður en það brýzt út svo, að greinilegt verði. Geta jafnvel liðið 20—35 ár frá því, að maður fær krabbameinsvald á sig eða i sig og þangað til illkynjaðs sjúkdóms verður vart. Auk þess eru vísinda- menn oft ekki sammála um það, hvert magn skaðvænlegs efnis valdi krabbameini. Sumir hafa bent á það, að jafnvel geti sykur og salt valdið sjúkdómum, sé þeirra neytt í miklu óhófi. Flestar reglugerðir um þessi efni eru miðaðar við það, að til séu ákveð- in hættumörk, en efni neðan þeirra marka séu meinlaus. Hins vegar halda margir þvi fram, að ekki sé hægt að draga nein skýr hættumörk og jafnvel engin hættumörk yfirleitt. Þá er að nefna það, að mjög er um það deilt, hvort óhætt sé að miða áhrif efnis á mann við niður- stöður tilrauna á dýri. Tilraunir i krabbameinsrannsóknum eru nefnilega gerðar á skepnum, sem skiljanlegt er. En óvíst þykir, að sama magn skaðvænlegs efnis hafi alltaf svipuð áhrif á menn og dýr. Samuel Epstein heldur því hins vegar fram, að niðurstöður tilrauna á skepnum eigi einnig við menn. „Af niðurstöðum til- rauna á vel sköpuðum og gildum líffærakerfum dýra má með vissu marka hættu á krabbameini í mönnum", segir hann. Það orð hefur legið á sumum iðnrekendum, að þeir leyndu eða hagræddu niðurstöðum tilrauna, sem gæfu krabbameinshættu til kynna. Munu yfirvöld í Banda- ríkjunum hafa í hyggju að kæra nokkrar verksmiðjur og tilrauna- stofur fyrir svik af þvi tagi. Einn- ig mun eiga að athuga störf vís- indamanna, sem vinna fyrir opin- berar eftirlitsstofnanir en eru jafnfram t ráðgjafar einkafyrir- tækja. Hefur það orð legið á sum- um þeirra, að þeir létu peninga- sjónarmið ráða úrskurðum sínum, og væri ljótt ef satt væri. Það er ljóst, að krabbavöldum verður aldrei útrýmt úr umhverfi manna og yfirvöld, rannsóknar- menn og neytendur verða að láta sér nægja að minnka áhætturnar eins og unnt er án þess þó að stofna öðrum hagsmunum sínum en heilsunni í stórhættu. Þetta mál er nefnilega ekki einhliða fremur en önnur. Má minna á orð E.C. Hammonds, farsóttafræðings í Bandarisku krabbameinsstofn- uninni. „Þeir, sem vilja útrýma sterku skordýraeitri, svo sem DDT og öðrum líkum verða fyrst að hyggja að þvi, hverjar afleið- ingar það hefði i heilsufari og næringu mikils hluta mannkyns", sagði hann. Nú orðið líður varla svo mánuð- ur að ekki finnist hugsanlegur krabbavaldur í einhverri matvöru eða á vinnustöðum og kveður við ramakveim í fjölmiðlum eftir hverja nýja uppljóstrun. En það er engu likara, en menn hafi gleymt þvi í látunum, að 60 milljónir Bandaríkjamanna reykja tóbak daglega — og eru þó hér um bil allir sammála um það, að tóbak geti valdið krabbameini og geri það oft. Enn fremur er það skoðun margra sérfræðinga, að ýmsir ofstækisfullir neytendur, málsvarar „lifrænnar" fæðu og fjölmiðlar hafi gert of mikið úr krabbameinsvandanum. 1 for- ystugrein hins virta rits New Eng- land Journal og Medicine sagði fyrir skömmu, aó „krabbameins- hræðsla væri orðin útbreiddur sjúkdómur og ekki síður hættu- legur þjóðinni en krabbamein væri einstaklingum". Sannleikurinn er sá, að krabba- mein er enginn einn sjúkdómur heldur hundrað mismunandi sjúkdómar, sem brengla með ein- hverjum hætti líf og starf likams- fruma. Og hugsanlegur þáttur lífshátta í krabbameini verður ekki fundinn nema með þvi að rannsaka krabbameinsfaraldur meðal manna i geysistórum stil. Hér á eftir fara nokkur eftirtekt- arverð atriði varðandi krabba- meinsvalda í umhverfi manna. Eru þau ýmist fengin úr viðtölum við vísindamenn eða úr skýrslu krabbameinsstofnunarinnar bandarísku. 1: Matur og drykkur Krabbameinshættu af mat og viðbótarefnum í mat var tiltölu- lega litiil gaumur gefinn til skamms tíma. En nú er komið á daginn að sumar fæðutegundir og önnur efni, sem bætt er í mat, geta valdið krabbameini. Verður þetta fyrir flókna efnafræðilega samverkun. Til dæmis að nefna hafa miklar deilur staðið undan farið um sódium nitrat og sódius nítrít. Þessi efni eru upprunaleg i mörgum fæðutegundum og einnig í vatni sums staðar. Þeim er a.m.k. í Bandarikjunum einnig bætt i saltað svínaflesk, svínalæri og ýmsan reyktan mat til að bæta litinn og stöðva vöxt þeirra gerla, sem valda banvænni matareitrun. Efnin vaida ekki krabbameini ein sér, en þau bindast amínum (efnasambönd komin af ammón- íum) í likömum manna og verða úr nitrósamín. En dýrum er mikil krabbameinshætta búin af nitrós- amínum. Sumir sjúkdómafræðingar kenna það bundnum nitrötum í reyktum fiski, að magakrabbi er mjög algengur með Japönum. Aft- ur á móti er það ósannað mál, að nítrosamín úr nítrötum og nítrít- um í fæðu Bandarikjamanna séu hættuleg. Dr Philippe Shubik, forstöðumaður Epleystofnunar- innar til krabbameinsrannsókna í Nebraskaháskóla hefur t.d. bent á það, að þessi efni gufi upp, er fæðan er soðin, svo að tiltölulega lítið ætti að vera eftir af nítrósam- inum í matnum, þegar hann kem- ur á borðið. Þá hefur annar vís- indamaður, Dr. Thomas Jukes í Kaliforníuháskóla, bent á það, að mikið sé um nítrít i munnvatni manna. „Það nítrit, sem við renn- um daglega niður í munnvatninu er álika mikið og finnst að jafnaði í hálfu kílói af svínafleski", segir hann. Það er einnig áhugavert, að C-vítamín getur komið í veg fyrir það, að nítrósamín myndist — að minnsta kosti í tilraunaglösum. „Þeir, sem búa sér krabbahættu með því að borða svínsflesk á hverjum morgni, gætu e.t.v. firrt sig henni mað því einu að drekka glas af appclsínusafa áður en þeir byrjuðu á fleskinu", er haft eftir Dr. John Berg i Iowaháskóla. Mjög hefur verið hamazt gegn tilbúnun sætiefnum vegna meintrar krabbahættu. En rökin gegn þeim eru ekki sterk. í rann- sóknum, sem gerðar voru eftir, að Framhald á bls. 14. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.