Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 2
Konungur leynilögreglumann- anna, Sherlock Holmes, leysti gát- ur sínar vopnaður einum sarnan innsæinu og stækkunargleri. Watson, vinur hans, sem ekki hafði eins mikið ímyndunarafl, var enda ævinlega jafn hissa á ályktunargáfu hans. I sögunni „A Study in Scarlet" virðast sönn- unargögnin vægast sagt af skorn- um skammti. Samt kemst Holmes að þessari niðurstöðu, sem er dæmigerð: „Hér hefur verið framið morð og morðinginn var karlmaður. Hann var meira en sex fet á hæð, á bezta aldri, fremur fótsmár, í grófum, tá- breiðum stígvélaskóm og reykti Trichinoplyvindil . . . hann hefur að öllum likindum verið rjóður í andliti og neglur hægri handar verið óvenju langar." Margir lögreglumenn veruleik- ans dást að sjálfsögðu að Holmes. En þeir hafa nú yfir að ráða tækni, sem hefði veitt þeim al- gera yfirburði yfir Holmes, hefðu þeir verið saman á dögum. Þessi tækni getur gert flest, ef ekki allt, sem yfirleitt finnst, að óyggjandi sönnunargögnum. Sem dæmi má nefna blóðbletti, fingraför og spor, örsmá hár og þræði, glerflis- ar og málningaragnir. Nú á dögum snúast réttarvís- indin æ meir um sjálfar öreindirnar, sem sannanirnar byggjast á. I stað stækkunarglers- ins eru komnir kljúfar, lasergeisl- ar, öreindareaktorar og tölvur. Framfarir i þessum efnum hafa orðið svo miklar, að afbrotamönn- um veitist nú miklu erfiðara en áður að skilja svo við verk sín, að ekki verði eftir eitt eða fleiri sönnunargögn, kannski svo agnar- smá, að þau verða alls ekki séð með berum augum. Einnig geta þeir óviljandi borið brott með sér ýmislegt, sem sannar sök þeirra, ef finnst. Nýlega hafa visindamenn beint athygli sinni að hinum gamal- kunnu verksummerkjum fingra- farinu og fótsporinu. Gallinn við fingraför er sá, að þau koma venjulega ekki fram á trjáviði eða klæði, svo dæmi séu nefnd. Visindamenn í læknis- fræðistofnuninni í Harwell fundu ráð til að bæta úr þessu. Þeir voru að rannsaka mengun af brenni- steinsdioxíðgasi og kom-þá i ljós, að gasið loddi við þá hluta klæðis, sem þuklaðir höfðu verið. Sé gasið biandað geisiavirku efni og síðan veitt í klæði, sem síðan er geislamyndað, koma fingraförin greinilega í ljós. Eru menn frá Harwell og vísindadeild lögregl- unnar nú að prófa aðferðina og reyna að leiða i ljós, hvort hún reynist jafnvel utan rannsóknar- stofanna sem í þeim. Fótsporið er hins vegar i athug- un frá tveimur sjónarhornum og eru þar notaðir bæði lasergeislar og kyrrstætt rafmagn. Vellagað fótspor getur gefið lögreglumanni margt og mikið til kynna. Af mynstrinu má sjá fram- leiðslustað og -tíma skósins og auk þess setur hver einstaklingur sín mörk á hæl og sóla við notkun. Þá er einnig unnt að áætla þyngd manns af dýpt fótspora og lagi. Þetta er ágætt ef sporin finnast í blómabeði, en verra á gólfteppi eða harðari gólffleti. Kyrrstætt rafmagn hefur lengi verið til vandræða í gólfteppum. Shirleystofnunin í Manchester hefur unnið að því, að leysa þennan vanda Til þess að mæla þetta stráð a vísindamenn agnar- smáum pólýstýrenperlum yfir gólfið og þá kom í Ijós, að perl- urnar héngu fastar við fótspor — en annars staðar mátti bursta eða Ný tækni til að koma uppum glæpamenn Eftir William Breckon blása þeim burt. Er nú verið að prófa áreiðanleik þessarar tækni. Með lasergeislum eru gerð svo- nefnd „hologrömm", skarpar þrf- viddarmyndir, er sýna lag spors i gólfteppi af miklu meiri ná- kvæmni manns en auganu er gefin. I Bretlandi skipta tvær stofn- anir með sér verkum i réttarvís- indum. Tækni- og visindadeild lögreglunnar einbeitir sér að að- ferðum, sem lögreglumenn reyna siðan við lausn afbrotamála, en rannsóknarstofnun innanríkis- ráðuneytisins fæst við aðferðir, sem siðan eru rannsakaðar og prófaðar í átta öðrum rannsóknar- stofum. Stofnun þessi, HOCRE, var komið á fót fyrir sjö árum. For- stöðumaður hennar er dr. Alan Curry. Hann segir, að hann og samstarfsmenn hans hafi haft á litlu sem engu að byggja i upp- hafi. „Þegar við hófum störf,“ segir hann, „héldu t.d. flestir því fram, að engar ályktanir væri hægt að draga af glerbrotum i klæðnaði. Þetta er rangt; það hafði bara engum dottið í hug að reyna það.“ Menn hans tóku sig til og athug- uðu þúsundir glerbrota og burst- uðu af fötum hundrað manna, sem ekki höfðu verið viðriðnir neinn glæp. Með þessu hugðust þeir reikna út líkurnar til þess, að glerbrot meira en millimetri á lengd kæmist i föt manns af til- viljun. I Ijós kom, að líkurnar voru ein á móti þremur þús- undum, og það þótt um algeng- asta rúðugler væri að ræða. Nú kunna þeir aðferðir til þess að hafa uppi á verksmiðju þeirri, er framleiddi glerið og jafnvel er fræðilegur möguleiki að komast að því i hvaða ofni glerið var gert og hvaða dag. Málningaragnir finnast oft á götum. A þeim hundrað fötum, sem fyrr voru nefnd, fundust samtals 3.358 málningarkorn. Þau geta orðið mikilvæg sönnunar- gögn, og því mikilvægari, sem fleiri málningarlög finnast. „(Jr bilamálningu má lesa bæði tegundina og árgerðina, og ýmis minni sérkenni, jafnvel þótt um þvílíka fjöldaframleiðslti sé að ræða.“ Ekki alls fyrir löngu fékk al- menningur að sjá dæmi þess, hvernig slík örsmá gögn geta orðið afbrotamönnum að falli. Málið sem um ræðir var „morðið á englinum litla", er svo var nefnt, en fórnarlambið var sautján ára gömul stúlka, Elisabeth Foster, sem kennt hafði í sunnudagaskóla og verið hvers manns hugljúfi. Frásögnin sýnir einnig hve feiki- lega þolinmæði, þrautseigju og samvizkusemi þarf til að gera óyggjandi sannanir úr slíkum gögnum. Hinn þriðja janúar 1972 fannst lík Elisabeth Foster undir runnum á „ástarbraut" einni fyrir utan smáþorpið Wrea Green skammt frá Kirkham í Lancas- hire. Elisabeth hafði verið nauðg- að og hún síðan kyrkt, Líkfundur þessi varð upphaf að fjögurra mánaða leit og um það lauk hafði lögreglan rætt við 28.000 manns, tekið 10.000 sýni af munnvatni, rannsakað fimmtán bila, fimmtíu málningarsýni, tíu sýni bílsæta, þrjátíu og fimm af gólfmottum úr bilum og nær óteljandi hjólbarða. Hundrað og þrjátíu lögreglumenn tóku þátt í leitinni undir stjórn Joe Mourney lögregluforingja i Lancashire. Vísindamenn frá norðvestur- deild réttarrannsóknarstofnun- arinnar voru boðaðir á vettvang þegar í stað. A likinu og nálægt þvi fundu þeir fimm hluti, seni seinna urðu morðjngjanum að falli. Fljótlega kom í ljós, að Elisa- beth hafði verið ekið á staðinn og henni siðan fleygt þar út. Hjól- förin voru fyrstu visbending- arnar. Fjórir visindamenn vörðu þremur dögum til þess að gera mót af hjólförunum og notuðu við það meira en fimmtiu kiló af gipsi. Nýlegustu hjólförin voru undan stórum bíl, sem hafði fram- barða með fremur sjaldgæfu mynstri. Önnur visbendingin var örlítil málningarflis, u.þ.b. milli- metri á hvern veg. Hún fannst á pilsi stúlkunnar. Þegar hún var skoðuð i smásjá kom í ljós, að þetta voru þrjú málningarlög, rautt efst, dökkrautt þarnæst en gult neðst. Á efsta laginu var auk þess ryðleit slikja. Á blússunni fundu visinda- mennirnir tvær agnir af fölbláu leðri og voru þær jafnvel enn minni en málningarkornið. Þetta þótti benda til gamals bils. Málningarblöndurnar komu ekki heim og saman við neina verksmiðjuframleiðslu, svo lík- legt þótti, að billinn hefði verið málaður nokkrum sinnum aftur. Og ósvikiö leður er ekki lengur notað í fjöldaframleidd bílsæti. Næstu visbendingar voru þrjá- tiu grófir, rauðlitir rayon-þræðir, sem einnig fundust í fötum stúlk- unnar. Smásjárskoðun leiddi í ljós, að við suma þeirra loddu enn svartar gúmagnir. Það benti til þess, að gólfmottan i bílnum hefði ekki verið ofin og hún hefði haft gúmbotn. Rannsóknarmenn röktu þræðina fyrst til Cortaulds og siðan til Crossleys teppaverk- smiðjunnar. Hún hafði hætt að framleiða bilmottur árið 1964, en fram að þeim tíma lagt til mottur í BMC og Vauxhall. Þannig hófst leitin — að illa förnum bil, framleiddum fyrir 1964, með rauðri gólfmottu og bláu sætaáklæði úr ósviknu leðri. Leitin tók margar vikur. En þar kom, að hún bar árangur. Tveir löéreglumenn voru að skoða fjögur hundruð bíla i skranporti skammt frá Blackpool og rákust þá á MG Magnette af árgerð 1960, sem þeim þótti grunsamlegur. Hann hafði verið endurmálaður svartur að hluta, en undir var sami rauði liturinn og fannst hjá líkinu. Sætin voru blá og mott- urnar rauðar. Hjólbarðarnir voru ekki lengur á bílnum, en það tókst að hafa uppi á þremur þeirra. Motturnar; leðuráklæðin og málningin komu öll heim og saman við visbendingarnar á fötum stúlkunnar og rúmlega tuttugu sentimetra langt hár, sem fannst á gólfinu, reyndist vera af henni. Hjólbarðarnir féllu í öllum atriðum að mótunum, sem tekin voru á veginum. Hinar umfangsmiklu fyrir- spurnir lögreglunnar leiddu í ljós, að maður að nafni Brian Herbert Ball hafði átt bílinn, en vinur hans komið með hann til skransalans ekki alllöngu eftir morðið. Ball ók bil þeim, er flutti nemendur sunnudagaskóla Elisa- bethar heiman og heim. Önnur vísbending varð til þess að þrengja hringinn enn frekar. Á líkinu og fötunum fannst sæðis- vökvi úr manni í blóðflokknum B, sem er sjaldgæfur: aðeins sex prósent landsmanna eru í þeim flokki. Nú má finna blóðflokka af munnvatni og voru því tekin 10.000 slik sýni úr fólki í Kirkham og nærlægum þorpum. Max Lamour, liffræðingur, vann sleitulaust i fjóra mánuði að því að rannsaka sýnin. Ball reyndist vera i blóðflokknum B.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.