Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 5
Lengi vel lét sálarfræðin sig efri hluta ævinnar litlu skipta (með örfá- um virðingarverðum undantekning- um þó). Enda þótt þroskaferill mannsins hafi verið eitt af kjörsvið- um sálarfræðinnar frá þv! fyrirsíð- ustu aldamót, létu menn sér yfirleitt nægja að rannsaka bernsku- og unglingsárin. Hvort tveggja var að þessi tímaskeið eru mikilvægur mótunartími, sem næsta gagnlegt er að kunna einhver skil á, og eins hitt að sú skoðun hefur lengi legið í loftinu, að maðurinn þroskaðist jafnt og þétt fram undir tvítugsaldurinn, því næst kæmi alllangt stöðnunar- skeið, unz honum færi að fara aftur andlega jafnt sem líkamlega. Lik- lega er skoðun margra meðal al- mennings ekki ýkja frábrugðin þessu enn þann dag í dag. Það var ekki fyrr en eftir síðustu heimsstyrjöld, sem sálfræðingar fóru að láta fullorðinsárin til sín taka, og nú síðustu 1 5 árin eða svo hefur verið mikil gróska í rannsókn- um á þessu sviði. Þar eru Banda- ríkjamenn fremstir í flokki, en fast í kjölfar þeirra koma Englendingar og Þjóðverjar. Rannsóknasvið þetta hefur hlotið sérstakt náfn og kallast öldrunar- sálarfræði (psychogerontology). Öldrunarfélagsfræði er einnig orðið alþekkt fræðasvið innan félagsfræð- innar. Það kom fljótt i Ijós, þegar rann- sóknirá öldruðum hófust fyrir al- vöru, að þessi vettvangur var harla erfiður viðfangs. Svo til allar kenn- ingar um sálarlíf og þroskaferil manns voru miðaðar við fyrri hluta ævinnar. Þeim var þvi ekki hægt að beita nema að mjög takmörkuðu leyti til skýringará öldrun. Svipað varað segja um rannsóknaraðferðir, t.a.m. varðandi greind og persónu- leika: engin greindar-eða persónu- leikapróf voru til, sem hentuðu öldr- uðum nógu vel og þurfti því að bæta úr þeim skorti áðuren eitthvað væri hægt að fullyrða. Þá blasti fljótt við, að enda þótt sérhver einstakl- ingur sé öðrum ólíkur-allt frá fyrstu tíð, gildir þetta miklu fremur um aldraða en unga. Eftir því sem menn eldast skýrist séreðli þeirra og sér- kenni. Þetta olli því að fara varð afar varlega í alhæfingum niðurstaðna. Þá er þess að geta, að vel verður að hafa hugfast, hversu uppeldisskil- yrði kynslóðanna eru ólík og getur af því leitt skekktar niðurstöður, ef ekki er fyrir það girt í rannsókninni. Tökum sem dæmi það verkefni að bera saman hnignun almennnrar greindar frá 30—60 ára aldurs. Fyrr á tíð hefðu menn látið sér nægja að velja tvo hópa til saman- burðar: annar fæddan árið 1 945, en hinn árið 1915. Liklegt er að eldri hópurinn hefði mælzt allmörg- um stigum lægri á greindarprófinu. En er þá leyfilegt að álykta, að greind hnigni sem því nemur á þessum þrjátíu árum? Alls ekki. Hafa verður i huga, að flestöll greindarpróf eru gegnsýrð af þeirri þekkingu, sem menn afla sér i skóla, og þjálfun við bóknám gerir menn að öðru jöfnu færari til að leysa þau verkefni sem þarer boðið uppá. Því er ekkert líklegra en í þessu tilviki hafi mismunandi menntunaraðstaða og mislöng skólaganga fremur verið mæld en öldrunaráhrif. Verið getur að svipuð útkoma hefði fengizt, ef eldri hópur- inn hefði verið prófaður 30 árum fyrr. Meginstarf sálfræðinga, sem að þessum málum vinna, hefurtil þessa verið fólgið í því að fága rannsóknaraðferðir sínar og endur- bæta, finna nýjar leiðir, endurgera eldri rannsóknir með öðrum éðferð- um og þreifa fyrir sér um kenninga- smíð. Ekki verður annað sagt en að talsverður árangur hafi náðzt og lofar það góðu um framhald þessara fræða. Á hinn bóginn er ekki við þvi að búast, að mikið sé um öruggar og skýlausar niðurstöður enn sem komið er. Samt sem áður fer ekki hjá þvi, að lestur rannsóknagagna og rita um þessi efni skilji eftir hjá lesandanum ýmsar tilgátur, sem orka sannfærandi og eru til þess fallnar að ýta á flot hugmyndum um það, hvernig bezt megi varðveita hæfileika og getu, auk þess sem þær ættu að vera til þess fallnar að draga úrýmsum þrálátum fordóm- um um ellina. Sennilega er þróunarferill greind- ar á fullorðins og efri árum það svið, sem mest hefur verið rannsakað. Fyrstu rannsóknirnar bentu til þess, að greindarþroskinn næði hámarki um tvitugt, en síðan færi hnignunar að verða vart, og gerðist hún meira og meira hraðfara því lengur sem á ævina leið. Þessum niðurstöðum hefur nú fyrir löngu verið hnekkt. Þegar öll aðgæzla er viðhöfð í rann- sóknum, kemur i Ijós, að öldruðum lætur yfirleitt illa að vinna, ef þeir þurfa að flýta sér og nákvæm tima- mörk eru sett. Sömuleiðis gengur þeim ekki vel að kalla fram minnis- atriði eftir skipun, þó að minni þeirra kunni að vera óskert. Þá háir þeim oft við lausnir svonefndra verklegra prófa stirðleiki í hreyfing- um og hæg viðbrögð, svo og lítil þjálfun við svipuð verkefni. Þvi má ekki heldur gleyma, að eldri kyn- slóðin er mun minna „prófavön" en sú yngri og kann það vissulega að hafa sitt að segja. — Þegar sneitt er hjá þessum annmörkum, eftir því sem hægt er, kemur i Ijós, að mann- inum heldur áfram að fara fram á ýmsum sviðum greindar langt fram eftir ævi, s.s. hvað aukningu orða- forða varðar, málskilning, ályktunar- hæfni o.fl. Hnignunar fer sjaldnast að verða vart að ráði fyrr en heila- hrörnun er merkjanleg, og hjá mörg- um gerist hún aldrei eða ekki fyrr en skammt er til æviloka. Annað athyglisvert hefur og kom- iðfram í þessum rannsóknum: hafi maðurfengið litla vitsmunalega þjálfun á unga aldri og (eða) siðan unnið störf, sem ekki buðu upp á neina slíka þjálfun, hnignar greind hans undra fljótt (nema hann verði sér úti um viðvarandi þjálfun með sjálfsmenntun, eins og titt hefur verið um ýmsa náttúrugreinda al- þýðumenn). Góð upphafleg þjálfun og sýsl við andleg viðfangsefni síðarmeir, t.a.m. starf, sem reynirá hugkvæmni og umhugsun, virðist vera undirstaða að áframhaldandi vitsmunalegum framförum. Frá þessum sjónarhóli skoðað fær „endurmenntun", „fullorðins- fræðsla" og starf i námshópum vissulega aukið mikilvægi, svo ekki sé talað um nauðsyn traustrar frum- menntunar. Sagt hefur verið að persónuleiki manna stirðni meðaldrinum, menn verði reglufastari, íhaldssamari og jafnvel þröngsýnni. Þetta er vissu- lega óhæf alhæfing. Er þar fyrst til að taka, að þessu er ákaflega mis- jafnt farið. Sumir eru orðnir stein- runnir og stokkfreðnir laust eftir þritugsaldur, aðrir halda sveigjan- legum og opnum huga fram yfir áttrætt. Hvað veldur þessu mismun? Þó að ekkert endanlegt svar sé unnt að gefa, bendir samt ýmislegt til þess, að þetta fari allmikið eftir þvi hvers konar lífi menn lifa. Falli Iff manna snemma í fasta rás, þar sem litilla breytinga og umsvifa gætir — bæði hvað varðar starf og persónu- lega hagi — er líklegt að öldrunar á þessu sviði fari snemma að gæta. Framhald á bls. 14 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.