Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 7
 itingarstöðvi nnum er engin áfrýj un ti 1 x • J • með vitorði og viður- sti óm valda janúar s.l., telur, að starfsmenn SAVAKs séu um 20 000 auk 180 000 launaðra uppljóstrara eða njósn- ara. Pyntingaraðferðir eru þar enn viðbjóðslegri en þær, sem drepið hef- ur verið á hér að framan, t.d. varð- andi endaþarma og kynfæri, auk þess sem þar er meðal annars notaður hjálmur, sem settur er yfir höfuð fórnarlambsins, svo að kvalaópin margfaldast í þess eigin eyrum. Ýmsar aðferðir í ágúst s.l. notaði blaðamaður frá Time, Christopher Ogden, sem var í för með Kissinger I íran, tækifærið til að spyrja keisarann, hvort eitthvað væri hæft í þeim orðrómi, að pynting- ar ættu sér stað í ríki hans. „Við þurfum ekki að beita fólk pyntingum lengur," sagði keisarinn. „Við beitum sömu aðferðum og háþróaðar þjóðir víða um heim, sálfræðilegum aðferð- um. Við leggjum fyrir fangana játn- ingar, og þegar þeir standa andspæn- is játningum félaga sinna, segja þeir okkur auðvitað allt." Keisarinn vísaði á bug staðhæfingum um fjölda póli- tiskra fanga og sagði þá vera nálægt 3.400 eða 3.500. „En þetta eru ekki eiginlegir pólitískir fangar," bætti hann við. „Þetta eru marxistar, hryðjuverkamenn, morðingjar eða bara fólk, sem sýnir landinu enga hollustu." En staðreynd er það eigi að síður, að sá hóp.ur manna, sem SAVAK virðist hafa sérstakan áhuga á, sam- anstenduraf rithöfundum, listamönn- um og menntamönnum. Ef til vill er það skelfilegast varð- andi pyntingarnar í Chile og íran, að þær eru orðnar þáttur í starfsemi nær sjálfstæðra, risastórra og víðfeðmra lögreglustofnana — sem eru sem sagt ríki i rikinu. Þegar einstaklingur er kominn inn í helli pyntinganna, er honum þaðan engrar löglegrar und- ankomu auðið, hann er réttlaus, hann hefur engin tök á að áfrýja máli sínu til neins aðila. Svipuðu máli gegnir um ýmis önn- ur lönd, þótt þar sé einhver stigmun- ur á. Þrjár handtökubylgjur hafa riðið yfir Paraguay slðan 1 974, en þar ríkir einræðisherrann Alfredo Stroessner. Einn þeirra, sem borið hafa vitni um meðferð fanga þar í landi, er hinn heimskunni mannfræðingur, M.C. Sardi, sem slapp úr fangelsi þaðan i júní s.l. eftir 7 mánaða varðhald. Hann segir, að sér hafi verið gefin eiturlyf, hann hafi verið barinn og honum dýft i kalt vatn hvað eftir annað. í Úrúguay, sem áður fyrr var kallað Sviss Suður-Ameríku, hafa málin skipazt svo, að talið er að einn af hverjum 50 borgurum landsins hafi verið yfirheyrður, handtekinn eða fangelsaður siðan 1972. „Helmingur fanganna hefur verið pyntaður," segir Ferreira Aldunate, fyrrv. þingmaður, „en með því er átt við, að þeir hafi fengið raflost eða verið dýft í vatn, þangað til þeir misstu meðvitund." Önnur algeng aðferð er „planton", sem er i því fólgin, að fanginn er neyddur til að halda á þungum hlut- um með útréttum örmum og standa mjög gleitt. Fullyrt er, að pyntingar á pólitísk- um föngum hafi stöðugt aukizt í Indlandi, síðan Indira Ghandi lýsti yfir neyðarástandi fyrir 15 mánuðum. Mannréttindasamtök í New York (International League for Human Rights) staðhæfðu í júní s.l., að I indverskum fangelsum væri beitt „pynting'um, hrottaskap, svelti og öðrum misþyrmingum." Marcos, forseti Filippseyja, hefur lýst þvi yfir, að „ekki nokkur einasti maður hafi verið pyntaður." Á allt öðru máli eru kirkjunnar menn þar í landi sem og Amnesty International, sem telur pyntingarnar þar hroðaleg- ar. Pyntingar virðast halda áfram á Spáni, sérstaklega gagnvart Böskum, þrátt fyrir að þvi er virðist einlægan vilja Juan Carlos, konungs, til að breyta þjóðfélaginu í frjálsræðisátt. Það byggist að nokkru leyti á því, að hin illræmda Guardia Civil er í raun- inni ríki i ríkinu og ræður lögum og lofum í hinum fjóru Baska-héruðum. Algeng aðferð hjá Guardia er „bastinado" — stöðug barsmið með gúmmikylfum á iljarmanna. í mörgum einræðisrikjum hinnar svörtu Afríku lifa mjög fáir pynting- arnar af til að segja frá þeim. í, sumum þeirra eru hroðalegri pynting- ar en orð fá lýst daglegir viðburðir. Hinn ógnvekjandi tilgangur Tilgangurinn með pyntingum er yfirleitt hvarvetna hinn sami: Að afla upplýsinga um undirróðursmenn, hryðjuverkamenn og andstöðuhópa og að hræða hugsanlega andófs- menn. Sýning á hrottaskap og grimmd getur verið hræðilega áhrifa- mikil aðgerð til að halda fólki í skefj- um. En í mörgum kommúnistarlkjum er þetta ekki nauðsynlegt. Pyntinga- klefinn, segja andstæðingar komm- únista, nær yfirallt landið. Almáttugt eða að minnsta kosti einrátt og slvök- ult flokkskerfi, stutt geysiöflugri leyni- lögreglu, gerir alla andstöðu nær óhugsanlega. Þannig verða pyntingar I stórum stíl óþarfar. Kommúnistaríki eins og Kína, Norður-Kórea, Kúba og fleiri hafa eigi að slður fjölda „vinnubúða" til „end- urhæfingar" andófsmanna. Hið stranga og hrjúfa líf I þessum búðum, þar sem matarskammtur er naumur, hvíldartími I lágmarki og vinnudagur- inn langur, getur valdið kyölum, sem jaðra við pyntingar. Meðal þeirra kommúnistarikja, sem beita pyntingum eru Sovétríkin senni- lega sekust um mestar misgjörðir. Algeng aðferð við meðhöndlun and- ófsmanna er að lýsa þá geðveika og loka þá árum saman inni á geðveikra- hælum eins og til dæmis hinni ill- ræmdu Sersky stofnun I Moskvu. Matarskammtar, snauðir af hitaein- ingum, og lyfjagjafir valda þar kvöl- um og sársauka, jafn hræðilegum og ýmsar þær pyntingar, sem annars staðar tlðkast og áður hefur verið minnzt á. Eitt af vitnunum um þessar aðferðir er stærðfræðingurinn Leonid Plyushch, sem var iokaður inni I sérstöku geðsjúkra úsi I Dnjepropetrovsk I 30 mánuði. (Frá- sögn hans birtist I Morgunblaðinu 20. júní s.l.). Hvernig réttlæta þjóðir pyntingar? Algengasta röksemdin er, að beiting þeirra sé ill en óhjákvæmileg nauðsyn til að kveða niður ólögleg öfl, sem ógni öryggi ríkisins, sérstaklega öfga- menn, sem ástundi hryðjuverk. Rök- semdafærslan fær nokkra stoð af hin- um hrottalegu aðferðum hryðjuverka- manna á undanförnum árum og af hinni miklu ógn, sem af kommúnist- um stafar — að minnsta kosti eins og á hana er litið I mörgum löndum. Argentínskur liðsforingi segir: „Eng- inn vill vera kallaður kvalari. Það er heigulsóþefur af þvl orði. En enginn hefur nokkru sinni gefið mikilvægar upplýsingar, af því að kurteis maður hafi komið til hans og sagt: Vilduð þér ekki vera svo góður að segja mér, það sem þér vitið." Þær röksemdir, sem réttlæta pynt- ingar sem illa nauðsyn, eru hættuleg- ar og haldlitlar. Staðreyndin er sú, að tilgangurinn með pyntingum er oftast nær hrein og bein kúgun allrar and- stöðu. Og þegar pynting hefur verið Framhald á bls. 16. MeSal nútlma pyntingaraSferSa eru þessar. Talið að ofan: „Hestamaður- inn" er þessi pynting kölluð, Næstefst: Þjarmað að innyflum. Að neðan: Hjálm- ur, sem magnar óp og neðst: Pynting með plastpoka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.