Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 8
,Hin blessaða jómfrú tyftar Jesúbarnið frammi fyrir þrem vottum“ V.B., P.E. og listamanninum (Max Ernst). Olía á léreft, 195 x 130 cm. ■náluð 1926. Max Ernst var einn af stofnendum Dadahreyfingarinnar ásamt því að vera höfundur margra nýrra tæknibragða innan mynd- listarinnar. Fuglatákn f ýmsum myndum og tilbrigðum fylgdu myndveröld Max Ernst alla tíð, í Ifki óvætta, drauga og illfylgja ásamt fmynd margvís- Iegra draumatákna. Hér er fuglinn f lfki vofu f Ku-Kux-KIan-kirtli og er máluð 1957. Málverkið nefnist „Hinir myrku guðir“, — olfa á léreft. Bragi Asgeirsson skrifar um 'V súrrealistann MAX ERNST Hvert er hið rétta eðli „súrrealismans“? Er það lýsing á draumheimum, daglátum hins vakandi manns, hinu óræða I mannssálinni, óendanleikanum, verum og hlutum „að handan“, — eða eru hér eanungis galdrameist- arar myndflatarins að leika sér með myndrænum sjónhverfing- um að ófullkomleika hins mann- lega auga? Ég held, að með góðri samvizku megi fyllyrða aö eitt er súrrealist- unum sameiginlegt, og það er hið ótakmarkaða og rfka hugarflug, sem á köflum er svo lausbeizlað, að liggur við brjálsemi, — nokkr- ir þeirra er leituðu fanga á vit draumsins og hins óræða hafa og endað á geðveikrahælum eða ver- ið á mörkun sturlunar. Ekki er það nein ný speki, að snillingar séu iðulega á slfkum mörkum. Þeir geta verið geðklof- ar, sérhyggja þeirra svo alger, að hún sprengi af sér öll takmörk, tillitsleysi og framagirni á þvf stigi að minnir á forna herkon- unga. Sem sagt sálrænir öfgar f háu veldi málaðir með sterkum litum á spjöld sögunnar. Einn af stórmeisturum aldar- innar á þessu sviði, og sá sem hér verður sagt frá, var Max Ernst, — fullkomlega heilbrigður maður, stórgáfaður, andrfkur og að útliti fmynd róseminnar, — dularfullr- ar innhverfrar rósemi, þannig að nær sérhver ljósmynd, er af hon- um var tekin, afhjúpaði hluta af hans óræðu mögnuðu persónu, og lfkjast sumar hverjar ekki svo lftið hans eigin myndum og til- hneigingu til „handmálunar ljós- myndar draumsins". — Max Ernst hefur ritað: „Nekt Konunnar er meiri vfsdóm- ur en kenningar heimspeking- „Brúðurin fegurðar c skoðandan Euklid, 1945. Olía á léreft 65 x 57.5. varpast f s

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.