Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 10
■ éi&HakJ lx Ernst f rissi hins fræga súrrelistfska teiknara Hans Bellmer. trokufuglinn" Frottage-tækni. amhald af bls. 9 agrfma gekk framhjá þar sem jin var við leik, en þeir voru á ð til helgistaðarins Kevelaer og gdi drengurinn þeim eftir dá- inn spöl. Faðir hans, er hafði gst með atburðinum, málaðí at- ið daginn eftir og var Max litli Iki hins unga Krists. Drengur- i var heiilaður af myndinni og :ir það gekk hann með þá hug- nd að hann væri f heiminn rinn til að verða málari. Þrátt ir að allt væri gert til að koma isari hugmynd úr kolli .drengs- t tókst það ekki, sem betur fór, t annars hefði heimurinn glat- miklum myndlistarsniilingi. — Max átti það til f æsku að a á flakk með systur sinni ímy út f hinn fmyndaða stóra im f leit að ævintýrum og féll ð f hlut nágrannanna eða lög- 'lunnar að koma börnunum im. Ævintýrið, ásamt heimum auma og dulvitundar náðu ótt tökum á hinu hrifnæma gmenni sem leit gjarnan eðli- ja atburði sem forlög og yfir- ílvitleg fyrirbæri. Á fimmtánda j setti hann þannig dauða Kaka- ans sfns f samband við fæðingu gstu systur sinnar um sama 'ti, fannst að hún ætti sök á þvf, Iffsneisti þessa elskaða gælu- rs hans slokknaði. — Kakadúi er sérkennileg tegund af stofni páfagauka og það er vafalftið eng- in tilviljun að táknmynd fugls f margs konar afbrigðum fylgdi sfðar myndveröld hans alla tfð sem eins konar ógntákn, rúms og hraða. Max Ernst stundaði aldrei nám við listaháskóla, en gerðist þó há- menntaður á myndlistir, fáir skákuðu honum á tæknisviðinu og átti hann þar að þakka óseðjandi fróðleiksfýsn, þrot- lausu sjálfsnámi ásamt félags- skap margra helstu myndlistar- manna tfmanna. Hann lauk stúdentsprófi og nam sálarfræði við háskólann f Bonn, gerðist mikill könnuður heimssepki og fagurbókmennta, var um skeið listgagnrýnandi og vakti mikla gremju og óskipta athygli með þvf að fyilyrða, að besta myndin á safni nokkru værí útsýnið út um gluggann ... Hafi það verið æskugrillur, að hann væri f heiminn borinn til að verða málari þá ýttu kynni hans af list sálsjúkra endanlega undir þann ásetning hans, að leggja fyr- ir sig myndlist. Hann málar fyrst f anda Expressjónistanna, seinna lætur hann hrffast af Dadahreif- ingunni en að lokum byggir hann markvisst upp hinn Súrrealist- fska stfl sinn og má þar kenna áhrif frá hinum fyrri stefnum, sem hann sameinar og hagnýtir til hags fyrir persónulega mynd- veröld. Þegar Dadahreyfingin var f mestum uppgangi, á árunum kringum 1920, rofnuðu tengsli hans við fjölskylduna fyrir fullt og allt og urðu mjög laus eftir það. Max átti föður sfnum margt gott upp að inna þar sem hann vakti fyrstur áhuga hans á mynd- list, fór með honum á söfn og sýndi honum meistara fyrri alda, — þá gleymdi Max aldrei skógar- ferðunum f fylgd föður sfns. Þjóð- verjar hafa jafnan tengt skóg- lendi einhverjum dularmögnum og yfirskilvitlegum töfrum, og Max virðist óspart hafa bergt af slfkum brunni og áhrif þess fylgt honum alla hans tfð. — Max féll ekki hið trúarlega andrúm heima fyrir og f skólun- um, né hið stranga uppeldi sem hann var alla tfð mjög andsnúinn. Þrátt fyrir hið rólega yfirbragð, er jafnan einkenndi hann, var hann eirðarlaus að gerð, sem kemur m.a. frm f þvf að hann flakkaði vfða um og gaftist fjórum sinnum auk þess sem hann lifði f nokkur ár f óvfgðri sambúð með hinni fimmtu. Fyrsta kona hans var skólafélagi hans og listfræð- ingur Louise Strauss að nafni, er hann giftist, þá nýkominn frá vfg- stöðvunum og hrolli heim- styrjaldarinnar. — Hann skildi við hana er hann hélt til Parfsar árið 1922. önnur kona hans var Marie— Berthe Aurenche, sem hann giftist 1927 en yfirgefur 1936, tekur saman við Leónóru Carrington árið eftir en sfðari heimstyrjöldin batt endi á það samband. Hann var mörgum sinn- um tekinn til fanga á árunum 1939—10 en heppnaðist ýmist að flýja eða fékk sig lausan. Slapp loks naumlega frá Frakklandi til Spánar og þaðan tókst honum að komast tal Bandarfkjanna árið 1941. Max kynnist þar og gíftist sama ár hinni vellauðugu Peggy Guggenheim, velunnara lista- manna og safnara listaverka, og þarf þá ekki lengur að hafa fjár- hagsáhyggjur. Hann er ýmist bú- settur f New York eða Kalifornfu, honum er vel tekið af ungum listamönnum, hann sýnir vfða myndir sfnar, en með litlum ár- angri. Hann verður leiður á sam- kvæmislffinu og snobbi f kring- um hina vfðfrægu Peggy Guggen- heim og er hann hittir málarann Dorotheu Tanning árið 1943 tak- ast með þeim ástir og hún verður seinna Iffsförunautur hans til æviloka, en hann giftist henni þó ekki fyrr en 1946 eða 1947, þau flytjast til Sedona (Arizona) þar sem hann reisir sér hús og snýr sér m.a. að gerð vegg- og högg- mynda. En frægðin lætur enn bfða eftir sér, þrátt fyrir sýningar hans f nafntoguðum sýningarsölum, austan hafs og vestan. Það er ekki fyrr en Max flytst aftur til Evrópu árið 1953 og sezt að f Parfs, (fékk franskt rfkisfang árið 1958) að hann fer að njóta verðskuldaðrar viðurkenningar sem einn af frumherjum Surr- ealismans. Ári seinna vænkast hagur hans til mikilla muna er hann hlýtur heiðursverðlaunin fyrir málverk á Bienalinum f Feneyjum. Hér eftir stfgur frægð Max Ernst með ári hverju, sem má marka af þvf, að eldri myndir eftir hann seldust fyrir meir en 100 milljónir á uppboðum sfðustu árin fyrir fráfall hans. Blóma- skeið listar Max Ernst er talið að hafi staðið millistrfðsárin, svo að lengi hefur þessi listamaður mátt bfða eftir verðskuldaðri viður- Framhald á bls. 16. Þa8 var fyrri hluta dags, ar ég sat við skrifborðið, niðursokkinn f vinnu mfna, að hurðinni var hrundið upp og konan mfn kom æðandi inn, klædd baðslopp og með hárrúllurnar f höfðinu og brjálæði f svipnum. —O, þetta er hræðilegt, sagði hún grátklökkri röddu. Kanarffuglinn hefur flogið útum gluggann og situr úti f garði. Ég get ekki hlaupið út f þessari múnderingu svo að þú verður að reyna að ná honum. — Hvernig f ósköpunum, hóf ég máls, en gafst ekki tækifæri til að segja meira, þvf að konan mfn fleygði f mig handklæði og tilkynnti mér, að ég skyldi bara kasta því yfir fuglinn þá næði ég honum á stundinni. Ég hætti við að mótmæla, tók handklæðið og fór með uppgjafarandvarpi út f garðinn, þar sem ég eftir nokkra leit kom auga á fuglinn, öruggan f runna einum. Ég læddist varlega að honum og þegar ég hélt, að ég væri kominn nægilega nálægt honum, keyrði ég hand- klæðið yfir hann. En auðvitað varð ég of seinn; um leið og handklæðið huldi greinina, sat fuglinn f öðrum runna og kfkti lafhræddur á mig. Ég reyndi aftur, en með sama árangri. Smám saman fór ég að æsast upp, ég æddi sem óður maður milli runnanna og fleygði handklæðinu, auðvitað án þess að mér tækist að ná þessum bannsetta fugli. Þegar ég tók mér smáhvfld til að draga andann, komst ég að raun um, að nokkrir verkamenn, sem sfðustu daga höfðu unnið hervirki á nálægum götum, voru komnir upp að girðingunni og fylgdust af áhuga með veiðiaðferð minni. Ég glápti á þá með heipt f svipnum. —Var það eitthvað, sem þið vilduð vita? spurði ég háðslega. —O, nei, svaraði einn þeirra, Við erum bara að f urða okkur á, hvað þér eruð eiginlega að gera. — Ég erað reyna að ná kanarífugli, sagði óg önugur. —Nú, þannig, sagði maðurinn og gaf félaga sfnum olnbogaskot. Hve mörgum kanarffuglum getið þér svona u.þ.b. náðá dag? Ég kærði mig ekki um að eyða orðum að svona spurningu, heldur hélt áfram uppteknum hætti þvf miður án árangurs. Allt f einu rak ég í tærnar og datt kylliflatur. —Passið yður að kremja ekki nokkra kanarffugla til bana, sagði einn mannanna í aðvörunartón. Ég lét sem ég heyrði það ekki og hélt áfram. Því miður var fuglinn svo skepnulegur, að setjast alltaf þeim meginn f runnana, sem mennirnir sáu ekki til. Annað hvort mun ég hafa með tfð og tfma fengið meiri æfingu eða fuglinn farinn að þreytast, get ég ekki sagt um, nema einmitt er ég var alveg að gefast upp, heppnaðist mér á einhvern hátt að koma handklæðinu yfir hann. í snarhasti vöðlaði ég þvf saman svo að hann slyppi ekki út, og fegnari en frá megi segja hólt ég í átt að húsinu með feng minn. —Jæja, náðuð þér nú einum? spurði verkamaðurinn. —Já, svaraði ég. —Má e£ sjá hann? —IMei, svaraði ég, þá sleppur hann bara út. —Nú, já, sagði maðurinn, auðvitað sleppur hann út, og gaf félaga sfnum aftur olnbogaskot. Konan mfn var mér mjög þakkiát þegar ég kom með kvikindið. í launaskyni skyldi ég sleppa við uppvaskið, ef ég aðeins vildi skreppa út og hengja þetta lak til þerris. Mennirnir höfðu tekið til við starf sitt að nýju, en þegar þeir komu auga á mig kom einn þeirra strax að girðingunni aftur, og er ég breiddi úr lakinu, góndi hann fyrst á mig og sneri sér svo aðfélögum sfnum: — Flýtið ykkur, hrópaði hann, nú ætlar hann að fara að handsama páfagauka. Halldór Stefansson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.