Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 12
Séra Ólafur Einarsson skáld f Kirkjubæ og synir hans þrfr. Gísli Brynjólfsson 6AMAU PREST- SETUR RÍS OR ROSTUM Gamla húsið f Kirkjubæ, sem nú er horfið Eitt af þvf, sem hinar öru og róttæku breytingar í þjóðlffinu hafa haft í för með sér, er þaó, að sveitaprestssetrin eru óðum að týna tölunni. Þau voru áður fyrr mörg í öllum héruðum landsins og settu þar sinn ríka svip bæði á ásjónu sveitarinnar og andlegt lif fólksins. Mörg af þeim voru bæði menningarstöðvar og héraðs- prýði. En þótt prestssetrin væru yfirleitt beztu jarðir sveitarinnar, fór hagur þeirra og reisn mest eftir því hverjum mannkostum þeir voru búnir, sem sátu þau hverju sinni. Þar kom bæði presturinn og ekki siður prests- konan mjög við sögu. En þetta er að m.estu liðinn tími og kemur ekki aftur. Nýir búskaparhættir, og þó sérstaklega fólksfækkunin f sveitunum, hafa séð fyrir þvf. Eins og aðrir embættismenn eru langflestir prestarnir nú fluttir í þéttbýlið, en gömlu prestssetrin eru bændabýli þar sem víða er rekinn myndar- búskapur eins og á svo mörgum jörðum á þessum framfaratímum í landbúnaðinum. En þetta hefur ekki allsstaðar gerst án sársauka og saknaðar. Margur horfir til baka og minnist gamalla daga þegar kirkjan og prestssetrið setti sinn sterka svip á mannlífið f sveitinni. Ekki á þaö sfzt við um það prestssetur sem hér segir frá, f nokkrum orðum og fáeinum myndum, í nútið og frá liðnum dögum. Á þessum stað gerðu prestshjónin sai um þvert hús sitt á efri hæð á prestssetrinu. Þar fóru fram allir fundir og hverskonar mannfagnaður sveitarinnar um margra ára skeið. Eitt af þessum gömlu prests- setrum, sem orðið hafa hinum miklu breytingum að bráð, er kirkjubær í Hróarstungu, sveit- inni inn af Héraðsflóa milli Jökulsár og Lagarfljóts. Þar var prestssetur frá önd- verðri kristni og fram yfir miðja þessa öld. Það var eitt af tekju- mestu brauðum Múlaþings, enda átti kirkjan í Kirkjubæ víða ítök og hlunnindi, sem þá voru mikils metin. Margir merkir klerkar sátu í Kirkjubæ. Kunnastur þeirra mun vera sr. Ólafur Einarsson, Sig- urðssonar f Eydölum. Hann þótti eitt bezta sálmaskáld sinnar tíðar og heldur enn velli í sálma- bókinni. Hann var talinn með lærðustu mönnum og sagt er, að Brynjólfur biskup hafi virt hann allra presta mest í Skálholts- biskupsdæmi. — Meðal sona hans voru sr. Stefán skáld í Vallanesi og sr. Eirfkur eftirmaður föður sins i Kirkjubæ, „ekki talinn gáfaður, en stilltur vel“, segir f Æviskrám. Þessir feðgar sátu Kirkjubæ tæpa öld, 1609—1690, en kapilána héldu þeir báðir er á leið embættisár þeirra. Sr. Ólafur var blindur siðustu árin en prests- og prófastsstörfum hélt hann til æviloka. Eftirmaður þeirra feðga var sr. Ólafur Asmundsson. í stuttu ævi- ágripi nokkurra Kirkjubæjar- presta framan við eina ministerialbókina i Kirkjubæ, segir frá langri hrakningsför sr. Ólafs er hann sigldi til náms við Hafnarháskóla. Hann lagði út frá Spákonufellshöfða á skipi með Sveini kaupmanni Hanssyni þ. 25. sept. 1679. Fengu þeir strax of- viðri og hröktust norðvestur fyrir landið, misstu tvö möstur og rak alla leið undir Grænland. Stillti þá til svo að þeir gátu með köðlum bundið saman annað mastrið og gátu með þvf móti komist til Skot- landseyja. Fengu þar tvo leið- sögumenn til Hjaltlands hvar bátur kom móti þeim og lést ætla að vísa þeim á höfn, en lét þá steita á skeri. Var svo skipið með áhöfninni álitið fyrir strandað góz og selt fyrir lítilræði. Ólafur fékk að halda sínu og því, sem með honum var sent af biskupi Gísla Þorlákssyni. 1 Skotlandseyjum voru þeir frá Allra-heilmessu 2. nóvember til 11. marz og fóru þá þaöan til Hjaltlands. Þaðan lögðu þeir,9 talsins, þ. 15. júnf en komu til Bergen f Noregi þ. 18. s.m. Þar voru þeir í 8 daga en fóru á skipi þaðan til Hróarskeldu og þaðan á vagni til Kaupmannahafnar hvar þeir komu þ. 7 júlf. Höfðu þeir þá verið 9l/i mánuð á leiðinni. Þessi mikla sjóferð var látin nægja úr sögu þessa Kirkjubæjar- klerks, enda ekki mikið annað af honum f frásögur færandi. Freistandi væri að nefna hér fleiri merka presta þeirra Tungu- manna, sem settu sinn sterka svip á þessa Mesópótamfu Austur- lands, t.d. Árna Þorsteinsson (1754—1829) sem þótti hinn merkasti maður. Sonur hans, sr. Sigfús og sonarsonur Halldór, drukknuðu báðir í Lagarfljóti. Þótt ekki verði þeim feðgum fylgt á þeirra feigðarför má geta þess að báðir voru þeir á leið í Kirkju- bæ. En þótt ekki verði hér nefndir fleiri prestar, sem sátu I Kirkju- bæ, er ekki úr vegi að segja frá einni prestkosningu, sem þar fór fram, og varð mjög fræg á sinni tíð, enda landskunnur maður, sem þar kom mikið við sögu, Páll skáld Óiafsson. Við andlát sr. Sveins Skúla- sonar vorið 1888 var brauðinu slegið upp eins og lög gera ráð fyrir. Þegar það hafði „verið aug- lýst lögskipaðan tíma“ eins og segir f biskupsbréfi til lands- höfðingja 17. janúar 1889 „höfðu aðeins 2 umsækjendur gefið sig fram, sr. Halldór Bjarnason á Presthólum. og fylgdu umsókn hans meðmæli sóknarnefndar og kandidat Eggert Pálsson“. Hann varð seinna prófastur á Breiða- bólstað í Fljótshlið og þingmaður Rangæinga. Umsóknir þessar sendi biskup til prófasts, sr. Sigurðar Gunnars- sonar á Valþjófsstað 6. septem- ber. Hefur prófastur siðan látið þau boð ganga til safnaðarins hverjir yrðu f kjöri. Þar sem aðeins var um tvo að ræða, skiptist fólkið eðlilga f tvo hópa. Páll skáld Ólafsson á Hallfreðarstöðum gekk hart fram fyrir Halldór mág sinn og varð vissulega vel ágegnt, þvf að mikil var gestrisnin og glaðværðin við kveðskapinn og kútana á Hallfreðarstöðum. En svo fór að kútarnir (flaskan vfnið) urðu tvfeggjað sverð f kosningabar- áttunni. Múlsýslungar höfðu ýmsa reynzlu, og hana ærið misjafna, af umgengni klerka sinna við Bakkus. Og enda þótt sr. Halldór á Presthólum væri reglumaður mun hann hafa goldið vopna- búnaðar mágs sfns í kosninga- slagnum f Hróarstungu. Og nú kom nýr maður fram á sjónarsviðið. Nokkru fyrir kosningar bættist þriðji umsækjandinn við. — Segir biskup í bréfi til prófasts, að seint f september hafi sér borizt um- sókn um Kirkjubæ frá sr. Einari á Miklabæ, og að fengnu leyfi landshöfðingja sendi hann hana austur á eftir hinum tveim f þeirri von, að hún kæmi f tæka tíð, sem hún og gerði. Hins vegar barst hún svo seint, að kjósendur voru búnir að skipta sér milli sr. Halldórs og Eggerts kandidats. Þeim fylkingum varð ekki riðlað. Það sýndu úrslit kosning- anna, sem fram fóru 31. október. Þau voru á þessa leið: Sr. Halldór 26 atkvæði, Eggert 22 atkvæði, sr. Einar 3 atkvæði. Alls voru 78 menn á kjörskrá. Nú skyldi maður ætla að allt væri klappað og klárt. 1 þágildandi lögum um hluttöku safnaða í veitingu brauða stóð skýrum stöfum: (9. gr.) „Ef að minnsta kosti helmningur safnaðarmeðlima þeirra í prestakallinu er kosningárrétt hafa, hafa tekið þátt í kosningunni, og einver af umsækjendum hefur hlotið a.m.k. helming atkvæða þeirra, er greidd hafa verið verður honum gefið veitingabréf af hlut- aðeigandi stjórnarvaldi". Samkvæmt þessu var sr. Halldór löglega kosinn. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Og enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ekki átti það fyrir Hallfreðarstaðaskáldinu að liggja að fá mág sinn fyrir sóknarprest og nágranna. Þegar prófastur sendi biskupi skýrslu sfna um kosningaúrslitin fylgdu henni kærur yfir kosningunni og undir- búningi hennar (kjörskrá.) I kjörstjórn ásamt prófasti voru þeir Björn Runólfsson f Húsey og Jón Jónsson á Sleðbrjóti. Höfðu þeir haldið fund með prófasti þann 16. nóvember til að fjalla um kærumálin. Fyrri kæran var um að tveir vinnumenn Páls á Hallfreðarstöðum, þeir Eyjólfur Eyjólfsson og Þórarinn Þorkels- son hefðu ekki tiundað f vor er leið. Auk þess hefði Eyjólfur Eyjólfsson ekki verið búinn að ná kosningaaldri á kosningadegi. Um þessi atriði segir f áliti kjör- stjórnar, að þó ekki hafi verið tíundað fyrr en á hausthreppa- móti (eins og sumir kjósendur hafi gert) geti það ekki hrint neinum frá kosningarétti við prestskosningu. Um að Eyjólfur Eyjólfsson væri orðinn 25 ára fékkst vottorð frá sóknarpresti. 1 annan stað var kært yfir þvf, að mönnum hafi verið bætt á kjör- skrána eftir að hún var lögð fram. Þetta telur kjörstjórnin rétt vera, og fullkomlega löglegt, „þar sem gjöra verður ráð fyrir því, að við- komandi kjósendur hafi heimtað sig setta þar, eða þeim verið gjörð tíund á hausthreppamóti". þ. 19. október eða 12 dögum fyrir kosningar og því átt rétt á að kjósa. — Þannig vfsar kjörstjórn- in kærum þessum á bug og telur þær ekki gefa ástæðu til að ógilda kosninguna. 1 þessu sambandi er rétt að geta þess að báðir kjör- stjórnarmennirnir, þeir Jón ,á Sleðbrjót og Björn f Húsey höfðu kosið sr. Halldór Bjarnason. En það er meira blóð f kúnni. Með bréfi sínu um kosninguna og áliti kjörstjórnar um kærurnar sendi prófastur yfirlýsingu 20 kjósenda um það’, að þeir myndu hafa greitt Eggert atkvæði ef þeir hefðu kosið, en á kjörstað segjast þeir ekki hafa treyst sér vegna ófærðar og óveðurs, enda sumir lftt ferðafærir fyrir elli sakir og lasleika. Um þetta innlegg í málið fer prófastur nokkrum orðum, en að lokum er svo hans persónulega álit „að vilji meiri og sjálfstæðari hluta kjósenda í Kirkjubæjar- prestakalli hafi ekki komið fram f kosningaúrslitum þeim, er urðu á kjörfundinum í Kirkjubæ 31. f.m., því sfður, sem atkvæöa- munurinn á fundinum, eins og hann var sóttur var svo lítill, sem minnst mátti vera". Þegar biskup hafði fengið þetta prófastsbréf, skrifar hann lands- höfðingja langt mál um kosninguna. Ræðir hann kæruna, sem aðallega snerti gerð kjör- skrárinnar, og telur lögmæti hennar næsta vafasamt, þar sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.