Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 2
AKUR- HÆNAN Smósaga eftir Martin A. Hansen Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir. © Þau hlustuðu á vegvilltan umrenninginn fyrir utan. Vindinn. Hann virtist ofur þreyttur og lagðist af og til niðurá akurinn, en alltaf neydd- ist hann til að rísa aftur á fætur. Stundum hóf snjórinn sig til flugs viðgluggann, hann hringsnérist, steig dans, hvarf. Hann er að gægjast inn, hugsuðu þau. Hann hlærað okkur, þótt hér sé ekkert að hlæja að. Það var hvasst og kvöldið leið. Vindinn lægði hægt og bítandi. Hann dróst áfram milli trjánna. Hann sil- aðist áfram. Hann minnti á þann, sem neyðist til að segja sannleikann, en kinokar sér við það. Ætli fullorðna fólkinu í stofunni hafi ekki heyrzt vindurinn segja þetta? Kvöldið leið og það snjóaði stöðugt. Fyrst voru snjókornin þung og höfug. Þau sigldu inn úr myrkrinu að glugganum og breyttust þar i stórar, Ijómandi anemónur. Seinna urðu snjókornin minni og þéttari og löngu, löngu siðar féllu þau skáhallt niðuraf himninum. Smám saman féllu þau hraðar og hraðar til jarðar og þá féllu þau lóðrétt, nema þegar snjókoman dokaði við, snéri sér í síðu, hvítu skikkjunni sinni og gægð- ist ínn um gluggann. — Sjáðu snjóinn! sagði yngsta telpan, en systir hennar þaggaði nið- ur i henni. Venjulega voru börnin hrifin af snjónum, en þeim fannst þau ekki mega hrífast núna. Það var fátt fleira sagt um kvöldið. Þetta gerðist á striðsárunum, á fyrstu heimstyrjaldar- árunum, á afskekktum stað, á fátæk- legu heimili, þar sem eitthvað amaði að. Faðirinn var að lesa dagblað. Hann las sifellt sömu greinina. Hann komst að henni miðri, hætti að lesa og byrjaði á henni aftur. Móðirin staglaði i sokka. Hún var handfljót. Nálin inn, nálin út, inn og út, slíta bandið, næsta gat, alltof hratt. Börnin sátu f hnipri við borðstofuborðið og skoðuðu gömul vikublöð. Þau voru mjög kyrrlát og þeim samdi vel. Stofan hefði verið viðkunnanleg i betra Ijósi. Hún var snyrtileg og í henni voru ýmsir skemmtilegir smá- hlutir, Ijósadúkar, myndir, styttur. En í loftinu hékk undarlega lífvana hlut- ur, sem olli því að allt annað virtist skorta líf. Það var ekki til neins, þótt oliulampinn væri fægður og skinandi látúnslampi. Hann var oltulaus. Hann hékk bara, þar sem hann var hengd- ur. Birtan kom frá karbíðluktinni á hill- unni. Faðirinn hafði reyntaðsetja hlíf fyrir Ijósið, eri það var samt alltof hörkulegt. Birtan var afskræmd, blá- leit og nístandi og það hvein í lampanum meðan orkan var nóg. Loginn blikaði og titraði til og frá, þegar hún rénaði líkt og þegar skjór- inn sveiflar stélinu. Luktin varð ekki mennsk fyrr en skömmu áður en slokknaði á henni. Hún stóð þarna á hillunni og vakti athygli manna á slitinu á húsgögnun- um og blettunum á veggfóðrinu. í bjarma hennar sást allt það greini- lega, sem miðurfór. Þá varauðvelt að lesa allar þær rúnir, sem ristar voru á smáfelld andlitin. Þessi miskunnarlausa birta olli því, aðallt virtist smærra, lika sálirnar, sem skorti olíu á lampann sinn. En það var glóð í ofninum. Stofan var ekki ísköld. Má vera, að ókunnur gestur hefði ekkert misjafnt séð. Þá hefðu foreldrarnir lika gert sitt ýtr- asta. Þau vildu leyna þessu i lengstu lög, svo stolt voru þau. Stundum komu kunningjar i heim- sókn. Þá grunaði ýmislegt og sumir voru jafnhvasseygir og karbiðluktin. Þeir litu í laumi i eyrun á börnunum. Jú, eyrun voru hrein, fötin bætt. Þeir gægðust undir tréskó fjölskyldunnar. Já, það var hugsað um þá. Þeir voru nýsólaðir. Þetta leit þá ekki sem verst út. Fjölskyldan var virðulega fátæk. Það sézt á sóðaskapnum, þegar menn hafa sokkið djúpt. í fyrstu vegnaði fjölskyldunni vel. Seinna varfaðirinn lengi í hernum. Á eftirfékk hann lélega vinnu, lág laun, verðlagið hækkaði og allt gekk miður. Næst komu veikindin. Slikt vita menn með vissu. Nú er röðin komin að okkur, segja veikindin, þegar mótlæt- ið hefur rofið múrinn. Frost og snjór komu i veg fyrir, að faðirinn gæti beitt skóflunni, sem aflaði þeim lífs- viðurværis. Því varð ekki lengur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.