Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Page 3
1 leynt. Það er ekki hægt að hanga eilíft á siðasta hálmstráinu. Faðirinn las í blaði, sifellt sömu greinina. Móðirin brá nálinni ótt og títt, út og inn, út og inn. Næsta sokk. Þræða nálina, inn og út, inn og út. Þetta gengurekki 'lengur. Aðeins ögn af bygggrauti. Dag eftir dag. Litið skammtað á disk- ana og skammturinn rýrnar stöðugt. Frost og snjór. Engu hægt að leyna lengur. Flvað tekur svo við? Fjölskyldan er ekki bjargarlaus. Þau geta beðið ein- hvern um hjálp. Á veggjunum hanga myndir af fólki, sem er vingjarnlegt á svipinn. Komið þið bara, segja myndirnar. Það er hægt að selja myndirnar, ef í harðbakkann slær. Þær fara allsstaðar vel og eru því mikils virði. Svo er það hengilamp- inn. Hann er einskisnýtur. Hann bara hangir og er óhugnanlegur. En móðir- in fágar hann, svo að það glampar á hann og hann hlýtur að vera þeim, sem á olíu, mikils virði. Og gamli kuðungurinn i dragkistunni! Hann er dýrmætur, því að það er f urðulegt að hlusta á hann. í hvert skipti, sem faðirinn tekur hann upp fer hann að segja frá því, sem hann hefur lesið um fjarlæg lönd eins og kuðungurinn sé sjálfur að segja það. Já, fjölskyld- an kemst af um stund, ef hún selur eitthvað af mununum, þvi að allir i stofunni vita, að þeir eru mikils virði. Faðirinn les blað, móðirin staglar í sokka, börnin fletta hljóðlega göml- um vikublöðum, sem eru orðin mjúk og velkt, af þvi að þeim hefur verið flett svo oft. Enginn segir orð og það líðurað náttmálum. Það hefur hvesst. Stormurinn er • orðinn voldugur. Hann likist ekki lengur umrenningi, heldur herfor- ingja, sem ferðast með miklu liði. Voldugar, freyðandi eru mínúturnar, þegar hersveitin æðir yfir og töglin á hestum snædrífunnar lemja rúðurnar. Þá taka við einkennilega dauðar stundir, meðan kyrrðin umlykur húsið og vindurinn hvin í limgerði stóru trjánna í kirkjugarðinum. Á einni svo hljóðlátri stundu heyra þau barið dauft á útidyrnar. Það er bæði eldhús og gangur milli stofunn- arog útidyranna. En þau heyrðu það samt. Eitt högg. Þau litu hrædd á móður sína og hún á þau. Hún var stóreyg og það urðu þau líka. Augun myrkvuðust af ótta. Svo litu þau öll, móðir og börn á föðurinn. Hann starði enn á blaðið, en hann hreyfði ekki augun, hann las ekki. Hann leit ekki á þau og þau vissu ekki, hvað hann hugsaði. Hann var maður og hugsaði öðruvísi en þau og á stund óttans vissu þau ekkert um hann, ef hann leit ekki á þau. En móðir og börn voru eitt. Þau voru hrædd, ef þau fundu hið óþekkta nálgast. Þau minntust of margs. Eina nóttina lágu þau og sváfu. Þá var barið að dyrum. Maður stóð fyrir utan gluggann. Leggðu af stað í nótt. Þetta er herkvaðning. Stríðið geisaði enn. Faðirinn leit upp og horfði á klukk- una, sem hékk á veggnum og sagði: Bí og tf, bí og tí. Það var undarlegt blik í augum hans, ef til vill skein þar svar manns- hugans, þegar hið ótamda og ókunna kallar. Já, ég kem. — Hvað var þetta? hvíslaði móðir- in. Hann leit um öxl og mætti augna- ráði þeirra og hans varð öflugra. Meðan fótatak hans fjarlægðist gegnum eldhús og gang, sátu þau og hlustuðu, svo kyrrlát og hreyfingar- laus, sem hefði hann tekið alla lifs- orku þeirra meðsér. Þau heyrðu hann opna dyrnar. Hurðin var stirð af frosti. Það kvein i vindinum, en þegar hann kyrrðist, heyrðu þau hann spyrja: — Hvererþar? Þeim fannst tíminn óendanlega lengi að líða. Þau titruðu, þó að þau heyrðu hvert skref, sem hann tók, og þau skulfu, þegar þau sáu hann í gættinni, alvarlegan og undrandi. Hann hélt á einhverju. Ein telpnanna veinaði, þegar hún sá það og þeim rann kalt vatn milli skinns og hörunds, svo viðbjóðslegt og voða- legt fannst þeim þetta. — Hvað er þetta? hvíslaði móðir- in. — Akurhæna, svaraði faðirinn. Þá breyttist augnaráð þeirra. Þá sáu þau, að þetta var lítil akurhæna. Faðirinn hélt á litla, þrýstna fuglin- um í lófunum og höfuðið hvildi á öðrum þumalfingrinum. — Hún lá á þrepinu, sagði hann. — Já, en hver . . . sagði móðirin. — Það voru engin spor i snjónum, svaraði faðirinn. — Hún hefur rekizt á. Móðirin tók fuglinn og kyssti á væng hans. — Hann er heitur, komið og finnið! sagði hún. Og börnin komu til þeirra og snertu fuglinn. Jú, hann var volgur undir fiðrinu. Það var óskiljan- legt, að dáinn fugl skyldi vera svona brennheitur undir máttlausum vængjunum. Framhald á bls. 13 Höfum opnað nýja tízkuverzlun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.