Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 5
Arið 1966 stóð menru ingarbyltingin hæst. Chiang Ching hvatti byltingarmenn til dáða. Hér er hún ásamt Chou En-lai á fundi með Rauðu varð- liðunum i Peking. svo, sem Kinverjar komast að orði. Maó nefndi Chiang upp; hún hét áður Ching Yun, þ.e. bláa ský, en Maó kallaði hana Chiang Ching, þ.e. bláa fljótið. Chiang Ching var komin af bláfátæku fólki í Shan- tungsveit. 19 ára gömul fékk hún vinnu í bóka- safninu I Tsing-taoháskóla. Þar kynntist hún Yu Chi- wei þeim, er varð fyrri maður hennar. Hann var kommúnisti og starfaði að boðun þeirrar hugsjónar. Fyrir áhrif hans varð Chiang marxisti, þjóðernis- sinni og kvenréttindakona allt í senn. Þau hjón gengu svo vel fram f pólitikinni, að þau voru fangelsuð og sátu inni í hálft ár. Úr þvl skildu leiðir þeirra. Chiang Ching hélt til Shanghai að leita frama í kvikmyndum. Hún breytti nafni sínu og nefndi sig Lan Ping, þ.e. bláa andargrasið. Hún skildi við Yu Chi-wei en giftist þekktum kvikmyndagagn- rýnanda, Tang Na að nafni. Hann entist þó ekki lengi; Chiang fór að leggja lag sitt við Chang nokkurn Min, sem varð formaður kvik- myndaakademíunnar I Peking. Þrátt fyrir þessi „góðu sambönd" komst Chiang aldrei til frama í kvikmyndum. Hún lék aðal- lega i annars flokks myndum; nöfnin eru nóg til dæmis um þær: „pipar- sveinninn", „frelsis- gyðjan" o.s.frv. Siðar meir lét Maó eyðileggja allar myndir hennar. En það er haft eftir fréttamanni frá Tókíó, sem sá hana eitt sinn i klúbbi i Shanghai, að ekki sé furða, að hún varð aldrei þekkt kvikmyndadis. „Hún dansaði afleitlega", sagði hann, „og ekki gerði hún annað betur. En þynþokka skorti hana alveg". Þegar Japanir nálguðust Shanghai flýði Chiang til Yenan og þar kynntust þau Richard Nixon kom til Kina hið fyrra sinn 1972. Þarna eru þau Chiang að horfa á balletlist í Alþýðu höll- inni í Peking. Maó. Ástir þeirra gengu ekki andskotalaust fyrir sig. Kona Maós hafði nefni- lega sitthvað við þær að athuga. Hún hét Ho Tzu- chen, og var framarlega í flokki kommúnista. Þeim Maó hafði orðið fimm barna auðið. Var ekki von, að Ho gæti látið það af- skiptalaust, er Maó ætlaði að hlaupa út undan sér. Og hún var ekki ein síns liðs. Þarna í herbúðunum í Yenan. var mikill og góður agi og talsverð siðavendni, enda full þörf á þessu öllu. Litu framámenn flokksins ástarævintýri Maós og Chiangs óhýru auga. En Maó ráfaði milli hella eins og ástsjúkur unglingur og talaði máli sínu; reyndi hann að fá samþykki forystumanna flokksins til að kvænast Chiang. Hún var þá ófrisk að frumburði þeirra, stúlku, sem nefnd var Lin Na. Flokksforystan féllst loks á þetta með þeim skilmála einum, að Chiang skipti sér ekki af stjórnmálum, léti a.m.k. ekki á sér bera. Hlýddi hún þessu í tvo ára- tugi og hafði sig ekki i frammi, en Maó, maður hennar, reisti Kína úr rústum á meðan. Það var ekki fyrr en upp úr 1960, að Chiang Ching fór að láta til sln taka. Hún fór að ráðska með menningarmál Maó og Chiang um það bil 1940. Þau tömdu sér óbrotna lifs- hætti á þessum árum, enda skiptu hug- sjónirnar öllu. Að minnsta kosti voru þau ekki sundurgerðarfólk i klæðaburði. . . og listir; t.d. kom hún því til leiðar, að engin verk voru sýnd i Pekingóperunni nema þau, sem voru til- hlýðilega holl Maó og lýstu einlægum átrúnaði á hug- sjónir hans. Svo varð menningarbyltingin mikla árið 1966. Þá lét Chiang mjög að sér kveða eggjaði hún Rauðu varðliðana til dáða en bakaði sér jafn- framt óvild margra gamalla framámanna íflokknum. Þegar Maó lá á lík börunum, svo að fólk mætti ganga hjá og votta honum virðingu sína, kom Chiang þar fram með öðru virðingarfólki. En henni var mjög brugðið. Og það var fyrirboði þess, er kom síðar, að menn sniðgengu hana í tignarmannaröðinni. Hún virtist ekki til stór- ræða; er enda heilsulítil, þjáist af háum blóðþrýst- ingi, magabólgum og á erfitt með svefn. Hvað, sem um það er, virðist samt, að hún hafi ætlað að berjast til yfirráða, en einhvers staðar í dæminu reiknaði hún skakkt. „Enginn hefur ævinlega á réttu að standa", sagði hún eitt sinn „Ég hefi sjálf ekki alltaf haft rétt fyrir mér. Mér hafa oft orðið á mis- tök, og ég hef marga galla". Ðeim, sem nú ráða Kína, þótti gallarnir og mis- tökin of mörg og stór. Chiang varð að víkja. Klein reiknar eins og tölva WILLEM Klein heitir hol- lenzkur stærðfræðingur, hálfsjötugur að aldri. Hann ólst upp í Amsterdam. Þeg- ar nasistar komu þangað varð hann að fara í felur því, að hann var af Gyðingaættum. Eftirstríðið fór hann að ferðast um Evrópu og leika listir sinar i söngleikahöllum og vann lengi fyrir sér þannig. En árið 1958 var hann ráðinn að Evrópsku kjarnorku- rannsóknastofnuninni í Genf og hefur starfað þar siðan. En hvaða listir eru nú það, sem bæði má leika á skemmtistöðum og I kjarnorkurannsóknastofn- un — og taka laun fyrir? Það eru reikningslistir. Klein er nefnilega duglegri I hugarreikningi en aðrir menn. Þegar hann ferðað- ist um og skemmti var Framhald á bls. 13 Klein á að draga i huganum 73. rót af 499 stafa tölu. Hann er búinn að reyna tvisvar og mistókst honum i bæði skiptin. Hér reynir hann þriðja sinni. Tölva gefur hon- um nýja 499 stafa tölu. Klein leggur saman lófa líkt og í bæn! Svo grúfir hann sig yfir blaðið með töl- unni. Hann einbeitir sér til hins itrasta, fær sér sígarettu svo sem til að skerpa hugsun- ina! Svo tekur hann um höfuð sér. . . svarið er að koma. . . „ég heldéghafi það. . .!" . Og það var rétt! Svar Kleins sést á töflunni: 6.789.235. Sú tala margfölduð 73 sinnum með sjálfri sér verður talan, sem Klein var gefin. Og hér er talan, sem Klein var gefin — a.m.k. er hér obbinn af henni. Menn væru víst jafnnær, þótt hún sæist öll. . . >**Í*vfoffctfi ''°^fc-^7 , r ' T'?M**fa ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.