Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Side 7
SIGURÐUR GUÐJÓNSSON rithöfundur lýsir hér þeirri öhugnanlegu reynslu aö veröa skyndilega geðveikur, missa samband við raunveruleikann, - aö upplifa ölýsanlega sœlu og sörustu kvöl og komast síðan til heilsu ö nýjan leik. 6E6NUM HIMM- RÍKI 06 HELVÍTI TIL EÐLILE6S LÍFS Sigurður Guðjónsson í' sumar lifði ég ein- stæðustu reynslu ævi minnar. Hun var svo furðu- leg og ólik öllu öðru sem ég hef orðið að ganga í gegnum að ég þekki engin orð, enga liti og enga tóna er megna að lýsa innihaldi hugsana minna né blæbrigðum þeirra til- finninga er látlaust spegluðust í vitund minni í þrjá langa og nærri óbæri- lega mánuði á Klepps- spítalanum í Reykjavík. Af þessum dögum var ég inni- lokaður i sjö vikur. Á stuttum tima breyttist ég úr fullorðnum manni í hreinan óvita. Su atburða- rás var svo flókin og sam- sett að ég get ekki rifjað upp fyrir mér hvernig þetta samanhrun átti sér stað en dagbók helt ég ekki þessa mánuði. Það er mjög ein- kennilegt að vera til- finningalega barn, en hafa flestar hvatir fullorðins manns. Ýmist leið mér skelfilega illa eða ákaflega vel. Þannig var ég nokkrar vikur. En dag einn ger- breyttist þetta ástand. Ég vaknaði við það einn morgun að ég var kominn til „himnarikis". Á fundi fannst mér setustofan lýsast af skinandi skær- gulu Ijósi og fólkið i kringum mig var umvafið einhvers konar geislahjúp eða straumahveli í alls konar litum. Ég var bók- staflega sannfærður um að ég væri „hjá guði" eða í paradis. Hugur minn var heiður og tær eins og kristall og altekinn svo djúpum friði, kyrrð og mjúkri og mildri þakklætis- kennd að ég get ekki jafn- að þvi við neitt er ég hef áður fundið né siðar lifað. Fólkið sem ég umgekkst daglega eða varð á vegi mínum var ekki eins og venjulegt fólk með kostum og göllum. Elska og bliða streymdi frá þessum persónum og hreyfingar þeirra og látbragð var svo fullkomið, látlaust og rikt af yndisþokka að ég hélt að þetta væru heilagir englar. Tímunum saman undi ég við það eitt að horfa á fólk. Ég man varla eftir að hafa talað eitt einasta orð en hugsanir þessara einstaklinga las ég sem opna bók og ég skipti við það á hugskeytum. Nú þegar ég íhuga þessi fyrir- bæri get ég ekki varizt þvi að álykta að á einhvern óþekktan hátt hafi ég komist í kynni við þroskaðasta andansþátt þessara sálna en lokað úti veraldlegri og lægri svið sálarlífsins. En mesta ævintýrið var að ganga úti sem ég fékk stundum i fylgd með öðrum. Land, himinn og haf var sem uppljómað i æðra veldi og frá steinum, grösum, blómum og dýrum streymdi likt og hlý gola einhver unaðslegur guð- legur blær og yndislegur ilmur fyllti andrúmsloftið. Og mannannaverk eins og bílarnir sem látlaust þjóta á ólöglegum hraða eftir Kleppsveginum þokuðust áfram aðeins fet fyrir fet. Það var eins og filma sem sýnd er á hægum hraða. Ég trúi þvi varla að ég hafi lifað i „jarðneskum" heimi. Nú þessa dagana er ég að lesa Martinus. Hann lýsir m.a. lifinu eftir dauðann og talar um vitundarstig sem hann nefnir paradis. Það virðist undarlea likt minni eigin skynjun þessa daga. En sjálfur hafði ég mjög sterkt hugboð um að ég væri í einhvers konar Eden eða Elysium sem mannkynið hafi lifað í löngu áður en sögur hófust og geymi um minningar I dulvitundinni og þær endurminningar hafi allt i einu komið upp i meðvitund mina. Ég þóttist meira að segja vita að land þetta hafi verið þar sem nú er Indlandshaf.Ég geri mér enga grein fyrir hve lengi ég lifði á þessum ódáinsakri. En með eftir- grennslan komst ég að þeirri niðurstöðu að það hafi einungis verið i örfáa daga en timaskyn mitt alls ekki neitt. Þvi miður stóð paradísin mín ekki lengur því áhrif umhverfisins með öllu sinu veraldlega brölti og ómerkilegheitum olli þvi að ég dróst smám saman úr þessu algleymi i gráan, kaldan og efnis- legan hversdagsleikann. En það gerðist sannarlega ekki átakalaust. Frá því ég vaknaði á morgnana og þar til ég lagðist til svefns á kvöldin og oft lengur „tefldi" ég upp á líf og dauða við hugsanir og alls konar strauma og bylgjur frá sjúklingum og starfs- fólki sem stundum var einsog æðisleg hringiða eða fellibyljir. Ég var auð- vitað brennidepillinn en vitund min þeyttist um hnöttinn þveran og endi- langan hring eftir hring til að afla mér mótstöðu gegn þessum hugsunum. í þessari skák breytust sveflurnar í geði mlnu og umhverfinu og ást og blíðu i hörku og kulda, jafnvel grimmd. Ég varð fljótlega að gefast upp á jarðar- kúlunni en lagði kapp á að verja landið mitt sem sál mín var á einhvern hátt algerlega samofin. Snæfellsjökull, Grímsey, Gerpir og Vík I Mýrdal voru þeir ásar sem ég studdist við ( upphafi en sjálfur var ég miðpunkturinn. Undir lokin þrengdist hringurinn enn og voru þá pólarnir Þingvellir og Bessastaðir. En allan timann skullu á mig eins og holskeflur eða hvirfilvindar hugsanir, tilfinningar og sinskonar orkusvið eða straumar frá fólkinu i kringum mig. Þetta var eins og æðisleg hraðskák eða óleysanleg krossgáta. En jafnframt lifði ég líf mitt afturábak allt til móðurkviðs, hugsanaleiftur og ýmsa at- burði forfeðra minna ár- þúsundir aftur i tímann löngu áður en landnám hófst. Jafnframt vissi ég upp á mina tiu fingur hvað gerast myndi á deildinni hvern dag og stóratburði úti i heimr i smáatriðum miklu rækilegra en þegar ég heyrði fréttirnar í út- varpinu daginn eftir. Jarðskjálfta, eldgos, slys, styrjaldir og ótal, ótal aðra atburði staðsetti ég og timaákvarðaði nákvæm- lega. Hraði hugsunarinnar var gifurlegur og hug- kvæmni i „taflinu" með ólíkindum. Ég var sem móttökustöð eða fjarriti og talva sem leysti mörg verk- efni á örskömmum tima. Ég hlýt að hafa sóað óhemju sálarorku i þessari baráttu. Og auðvitað tapaði ég því enginn má við mörgum. Ævintýra- landið mitt fagra hrundi i rjúkandi rústir. Þá tók við helviti i bókstflegri merkingu þessa hræðilega orðs. í stað alsælu lifði ég timalausa þjáningu sem ekki verður með orðum lýst. Ég missti málið næst- um alveg og gat á engan hatt gert öðrum skiljanlegt hvernig mér var innan- brjósts. Ég þekki heldur engin orð sem gætu lýst þeim dimma, þögla, kalda og harða einkaheimi sem ég kvaldist i frá morgni til kvölds. Næturnar voru minar heilögustu stundir ef mér tókst að sofna en það gat Framhald á bls. 14 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.