Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 8
kjj »"líá \ *U ■■ sh \ S % % >íú Kistufellíð er mjög giljum skorið og þar verða fallegir lækir og fossar, þegar betur er að gáð. Með þessum hlíðum eru skemmtilegar gönguleiðir. Til hægri: Bærinn Hrafnhólar í Mosfellshreppi stendur við brúna á Leirvogsá. Þaðan er um kortérs gangur upp að Tröllafossi. í Baksýn er Hátindur, vinstra megin við hann er Grafardalur og Þverárdalur til hægri. Síðdegissólin myndar langa skugga inn eftir Leirvogsárgljúfri, sem verður, þar sem Leirvogsá fellurfram úrdalnum. í baksýn er Mosfell. HAUSTDAGUR VIÐ LEIRVOGSA Þegar ekið er útaf Þingvallaveginum hjá Seljabrekku og sem leið liggur út að Hrafnhólum og Tröllafossi og síðan eftir dalnum niður með Leirvogsá, getur að líta umhverfi, sem er I senn í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið, en um leið er því líkast að vera kominn inn í óbyggðir. Þarna sést Esjan frá alveg nýju sjónarhorni, eða öllu heldur Kistufellið, Grafardalur, Hátindur og Þverárdalur. Dalurinn, sem þarna verður á bak við Mosfellsdalinn, er nafnlaus eftir því sem Guðmundur í Selja- brekku segir. Leirvogsáin rennur framúr dalnum í fallegu gljúfri. Þarna í dalnum er eyðibýlið Þverárkot, en aðrir bæir hafa ekki verið þar. Vegurinn niður eftir dalnum er að vísu engin hraðbraut og farið yfir nokkra óbrúaða læki, en leiðin telst fær hvaða bíl sem er. Á fögrum haustdegi — og ugglaust á öllum árstiðum — er þetta friðsæll og fallegur dalur og afburða gönguslóð fyrir þá sem nenna að hreyfa sig. Myndirnar tók enginn Ijósmyndari — Lesbókin tók þær sjálf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.