Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 9
LITRIKT LIF og rótgróin andúð á yfirvöldum HULDA VALTÝSDÓTTIR segir frá ýmsu, sem fyrir augu og eyru bar í Grikklandsferð. 1 < Grikkland — þar stóð vagga evrópskrar menningar — þarfæddist lýðraeðiS, hið vandmeðfarna óskabarn hins frjálsa heims. Þar er að finna eldri og merkari fornminjar en annars staðar í Evrópu. Þ^r blómgaðist stgild list og v ^ndi voru í hávegum höfð. Þa/var grundvöllur lagður að fögru mannlífi. Þetta ersann- leikur sem menn lesa um I bamaskóla og fræðimenn hafa skrifað margar bækur um það Grikkland, sem var. Hver sá sem heimsækir Aþenu í fyrsta sinn hlýtur að byrja á því að skoða söf n og fornar minjar og úr mörgu er að velja. Akropolis — háborgina — sem er eins og heimur út af fyrir sig, hvort sem hana ber við bláan himin eða hún er flóðlýst að kvöldi. Og forn- minjasafnið, þar sem lesa má yfirgripsmikla sögu grískrar fornmenningar— þarsem list- fræðingar, fagurkerar og heim- spekingar geta fundið sér óþrjótandi verkefni. Og þó að heimsókn til Delfi, þess forn- helga staðar, kosti heilan dag. þá er þeim degi vissulega vel varið. Söfnin eru mörg og fornminj- ar svo að segja við hvert fót- mál. Hér skal ekki farið út I upptalningar, enda lítið gagn að. Og jafnvel hinum áhuga- samasta túrista getur orðið það á eftir viðburðarríkar stundir í þessum horfna heimi að hugsa sem svo að kvöldi: Æ. ekki fleiri rústir. . . Mikið líf í tuskunum En hvað um Grikkland í dag? Vitanlega veit sá, sem hefur dvalist þar aðeins í tvær vikur, eiginlega ekkert um það. En vegna þess hve ævintýrið er ofarlega í huga, er freistandi að draga upp nokkrar svipmynd+r og þá sérstaklega af því sem kemur manneskju norðan af íslandi ókunnuglega fyrir sjón- ir. Grikkir hafa mikinn áhuga á stjórnmálum, sagði okkur Aþenubúi, þótt þeir hafi um leið rótgróna andúð á öllu sem heitir yfirvald. Fróðir menn telja að þá afstöðu þeirra megi rekja til fjögurra alda yfirráða Tyrkja í landinu á fyrri tíð. En stjórnmál eru skeggrædd af há- um sem lágum við hvert tæki- færi og oft slær i brýnu, Því sitt sýnist hverjum. Sagt er að séu þrir Grikkir saman komnir, séu um leið komnir málsvarar fyrir að minnsta kosti fjóra stjórn- málaflokka. En ekki þarf stjórnmálaum- ræður til þess að rómur sé hækkaður. í hliðargötunni við hótelið hefst iðandi mannlif upp úr klukkan sex á morgnana. Handan við götuna er lítill veit- ingastaður og fastagestir eru seztir við bolla eða glas um sjöleytið, líklega til þess að fá sér hressingu áður en tekist er á yið annir dagsins. Gatan er þröng tveir bílar geta með naumindum mætzt. Þarna ýta menn á undan sér þungum börum með varningi eða rusli og þeir virðast vera á ferðinni með þetta fram og aftur — ekkert liggurá. Þurfi bílstjóri að afferma í einhverja verzlunina er ekki verið að skeyta um, þótt umferð teppist á meðan, en tækifærið notað til að metast um, hvereigi réttinn, sá, sem er að afferma eða hinn, sem vill komast leiðar sinnar á akbraut- inni. Fyrr en varir eru vegfar- endur komnir i málið og taka afstöðu sitt á hvað. Gluggar opnast á efri hæðum húsa i kring. Ánægðandlit birtast. Kærkomið tækifæri til að mynda sér skoðun og láta hana í Ijós. Mikið handapat. Maður- inn með vörurnar fer sér að engu óðslega. Læturfalla nokkrar kjarnyrtar setningar um leið og hann ber vörurnar úr bílnum. Steytt er að honum hnefum. Hróp og köll. En allir virðast skemmta sér hið bezta og málið leysist þótt síðar sé. Barnagælur urðu pólitískar En Aþenubúar eru ekki alltaf á öndverðum meiði. I útileik- húsinu Herodes Attikus, sem byggt er í hálfhring utan í Akro- polishæðina sitja fimm þúsund mannsá marmaraþrepunum. Baksviðið er gömul bygging í rómverskum stíl, sem töluvert er farin að láta á sjá en þrepin (sætin) hafa hins vegar verið endurbyggð. Leikhúsið var byggtárið 160e. Kr. og það gerði ríkur Aþenubúi Herodes Attikus að nafni til minningar um látna eiginkonu sína. Þetta er fyrsta kvöldið sem flytja á konsert með einum vin- sælasta lagasmið og hljóm- sveitarstjóra Grikkja Yíannis Marcopoulos. Ljóðin eru eftir ýmis þekkt grísk Ijóðskáld, lífs og liðin. Einsöngvarar eru sjö, hljóðfærin af ýmsum stærðum og gerðum og koma ýmist kunnuglega eða ókunnuglega fyrir sjónir. 14 manna kór stendur á baksviðinu. Ljós eru tendruð og listafólkið gengur inn við dynjandi lófatak. Theo- dorakis hef ur haldið konserta hér í sumar við miklar vinsældir en okkur er sagt að þetta fólk sé ekki síður vinsælt meðal almennings í Grikklandi i dag. Það æfði mótmælasöngva og flutti með leynd á dögum „junt- unnar". Allt eru þetta frábærir listamenn. Reyndar var okkur sagt að AS ofan: Svipmyndir frá Delfi, Akropolishæð i Apenu og é myndinni hér aS neSan er Aþena, eins og hún litur út núna: Nýjar byggingar og efst á AkropolishæS gnæfir hofiS Parþenon.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.