Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Side 10
LITRÍKT LÍF ekki hafi þurft sérstaka mót- mælasöngva til að angra ..junt- una", heldur hafi gömlum bráðsaklausum barnagælum verið snúið upp í pólitik án þess aðstafkróki væri breytt. Með listrænum flutningi hafi samt allir skilið við hvað var átt. Þetta var ekki með nokkru móti hægt að banna og barnagæl- urnar urðu þannig verkfæri í höndum andspyrnuhreyfingar- innar. Músíkin og söngurinn fylla loftið í Herodes Attikus alveg upp að efstu þrepum og þaðan af sjálfsagt hærra. Hljómfallið er ekki allt í hinum hefðbundna gríska stíl þótt hann sé ríkjandi. Hvert sæti í leikhúsinu er skip- að og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna eftir þriggja klukkustunda flutning. Þetta fólk á greinilega hug og hjarta Aþenubúa, ef til vill ekki aðeins vegna söngsins, heldurlíka vegna hetjuljóma sem af því stafar. Þarna ríkti einhugur. Þarna var enginn á öndverðum meiði. Hjálpsemin er rikjandi Gríska skáldið Nikos Kasant- zakis sagði að útlendingur í Grikklandi þyrfti ekki að kunna nema þrjár setningar á grísku, nefnilega: Ég er þyrstur — ég er svangur — og, ég elska þig. Þá mundi hann komast af. Á bak við þessa fullyrðingu felst áreiðanlega töluverður sannleikur. Grikkir eru sagðir með af- brigðum hjálpfúsir og gestrisn- ir. Það kemur sér vel fyrir ókunnuga Norðurálfubúa, sem kunna ekki grísku og geta ekki einu sinni lesið á götuskilti í borgum sökum hins framandi leturs. Þeir þurfa því oft að spurja til vegar og aldrei stend- ur á því að hjálpin sé veitt, hvort sem er með handabend- ingum, augnaráði eða menn eru leiddir til einhvers ensku eða þýzkumælandi. Gríska mun vera erfitt tungu- mál, einkum er málfræðin flók- in, og orðmyndanir allar ólíkar því sem við þekkjum. Það get- ur verið allt að því heillandi að hlusta á bunandi orðaflauminn og skilja ekki eitt einasta orð. (Maður kemst þó fljótlega að því að já á grísku er ne!) Sú gríska sem töluð er i dag er allt önnur en forngríska svo það skólafag kemur að litlu haldi ef menn vilja gera sig skiljanlega á götunni. Álíka fráleitt eins og ætla að slá sér upp á latínu við leigubílstjóra I Róm, segir í bæklingi sem hérliggur. Hæruskotið höfuð í hverju húsi Fjölskyldubönd eru sterk í Grikklandi. Máltækið segir, að I hverju húsi skuli vera hæru- skotið höfuð og er þar átt við að börnin skuli eiga náið sam- band við afa og ömmu svo uppeldinu verði borgið. Til skamms tima var skylt að stúlkur flyttu með sér (helzt drjúgan) heimanmund I hjóna- bandið og væru foreldrar ekki færir um að búa þannig i hag- inn fyrir dæturnar voru bræður skuldbundnir til að sjá um þetta atriði. Lögin um heiman- mundinn voru þó afnumin ekki alls fyrir löngu og er þeirri nýlundu sjálfsagt mismunandi vel tekið eins og oft vill vera þegar breytingar eru gerðar á grónum lögum. Staða konunnar í Grikklandi mun vera afar ólík þvi sem við eigum að venjast og i okkar augum virðist hún erfið. En þá ber þess að geta að þjóðfélags- hættir eru öðruvísi og hugsun- arháttur annar. „Konur njóta virðingar hér og þótt þær virð- ist áhrifa og réttlitlar á ytra borði, þá ráða þær miklu", sagði ung íslenzk kona sem búsett er í Grikklandi. Eilífur samanburður við aðrar þjóðir er til lítils — hafi menn ákveðið að kynnast Grikkjum og þeirra lífsviðhorfum, verða menn að setjast niður og reyna að skilja, en ekki endilega breyta. Við frá samkeppnjsþjóðfélög- unum fyrir norðan köstum ekki strax af okkur hversdagsklæð- unum þðtt við flytjum okkur um set suður á bógínn. Á hótel- inu eru Skandinavar í meiri- hluta og við máltíðir á kvöldin fer mikill tími í að bera saman bækursinar. Umræðurnar snú- ast um það hver hefur séð og skoðað hvað — og sá sem hefur viðar farið eða séð það sem merkara er, er sigurvegari dagsins. Hinir bita á jaxlinn og hugsa: En á morgun skal ég. . . Guð hjálpi þeim sem bara hef- ur flatmagað á baðströnd allan daginn. Hann ætti að setja upp hauspoka! Hinn almenni Grikki á sjált- sagt erfitt með að skilja þennan hugsanagang. Mest ber þó á þessu fyrstu dagana á meðan asinn er að renna af fólki. Svo fer að færast ró yfir liðið — taugaspennan er í rénum — menn fara að hreyfa sig hægara að samsam- ast lífinu í kring. Loks kemur að því að gestirnir nenna varla að stugga frá sér flugu. Þrjú hundruð komu ekki heim aftur Það eru margar íbúðir á lausu i Aþenu, sagði leiðsögu- maðurinn í bílnum. Nóg af þeim. Þetta hljómar undarlega i okkar eyrum. Hvað kom til? Jú, herforingjastjórnin hafði látið byggja svo mikið fyrir fólk — lika fyrir fólk sem hafði litil auraráð. Við sem vitum varla hvað herforingjastjórn er, bara eitthvað fjarlægt og vont, hugsum snöggvast sem svo: Nú, jæja, sei, sei. Nokkrum dögum síðar. Við sitjum á tali við Lenu, sænska stúlku, sem talar grísku, ætlar í háskólann í Aþenu til frekara grískunáms í haust, er trúlofuð grískum pilti — og talið berst að þessum lausu íbúðum, sem byggðar hafi verið á tímum „juntunnar". Á jafnvel hún skilið einhver góð eftirmæli? Lenu verður svo mikið um að hún skiptir litum. „Það má sjálfsagt tína eitthvað jákvætt til um alla. Líka Hitler", segir hún. „Og Papadoupoulos hefur ef til vill látið eitthvað gott af sér leiða gagnvart „litla fólk- inu" i þjóðfélaginu. Honum og stjórn hans stóð ekki stuggur af ómenntuðum lítilmögnum. Hins vegar var hann andvígur menntafólki og stúdentum því þeir gátu orðið honum skeinu- hættir. Hann vildi ekki að fólk menntaðist nema að litlu og takmörkuðu marki. Eitt örlitið dæmi: Þrjú þúsund stúdentar ganga til prófs á venjulegum degi. Þegar í háskólann er komið, ryðjast þar allt í einu inn vopnaðir hermenn og öllum út- göngudyrum er læst. Þrjú hundruð af þessum stúdentum komu ekki aftur heim. Að- standendur fengu enga vitn- eskju um, hvaðaf þeim varð — hvort þeir voru lífs eða liðnir. Og þaðsem meira var: ekki birtist stafkrókur um at- burðinn í nokkru grisku blaði. Segir þetta ekki nóg?". Allt er merkilegt sem upp er grafið Var allt fallegt sem búið var hér til fyrr á öldum hvort sem voru miklar byggingareða lítil hálsmen? Hérervarla grafinn upp sá hlutur úr jörð að hann hafi ekki eitthvert gildi. Þessi spurning kemur í hug- ann eftir skoðunarferðir um söfn og rústir. Ef svarið er jákvætt getur þá ástæðan verið sú að þá hafi maðurinn staðið nær upphafi sínu verið í nánari tengslum við náttúruna? Okkur verður hugsað um allt skranið sem framleitt er i dag. Verður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.