Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 11
það nokkurn tíma „merkur fundur" í augum framtíðar- mannsins? Þessu hljóta list og mannfræðingar að hafa velt fyrir sér og svarið er ef til vill að finna í einhverjum góðum bók- um, svarið um hvað er list. Við erum að ræða þetta við prófessor frá arkitektaskólan- um I Kaupamnnahöfn og horf- um yfir húsaþökin I Aþenu, en hvorki gengureða rekur. Lát- um því kyrrt liggja. Prófessor- inn er þarna kominn til að halda fyrirlesturá ráðstefnu um veðrun steins og varðveizlu. (Hann hefur reyndar staðið fyrir uppmælingum á gömlum torf- bæjum á íslandi í 5 sumur á vegum arkitektaskólans í Kaup- mannahöfn). Hann er nýkom- inn úr stuttri ferð til eyjarinnar Mykonos, þarsem hann dvald- ist fyrir 20 árum. „Þar er allt mikið breytt", segir hann svolít- ið dapur. „Já, ætli ekki", segj- um við, „ferðamannastraum- urinn og allt sem honum fylg- ir. . ." „Ferðamennirnir eru í sjálfu sérekki vandamálið", segir hann. „Það sem á vantar er að breyta afstöðu íbúanna til ferðamannanna, efla sjálfsvit- und þeirra og virðingu fyrir sínu einfalda og góða lífi. Hér þarf að koma til breytt verð- mætamat”. Orð að sönnu og eiga víðar við en á Mykonos. Grikklandsfræðingar, sem gjörþekkja gríska fornmenn- ingu og þjóðlíf þar í landi í dag, segja að jafnvel eftir stutta heimsókn geri menn sér ekki aðeins Ijósari grein fyrir lifinu i fortíð og nútið, heldur hvetji hún einnig til sjálfsrýni og því komi enginn þaðan aftur samur maður. Og meðallri virðingu fyrir fornri menningu og listum er ekki úr vegi að Ijúka þessu sundurlausa hrafli með því að vitna i John nokkurn Wilcock, sem hefur skrifað bók til leið- beiningar fyrir ferðafólk í Grikk- landi. Hann segir: Grikkland kom mérá óvart, vegna þess að þar býr þjóð sem lifir ekki í fortíðinni. Sá ferðamaður sem sekkur sér svo í sögu landsins að hann veiti því ekki athygli, fer mikils á mis". Að morgni hins þriðja dags gerði hann sér ljóst \ð hlutirn- ir voru ekki eins og þeir áttu að vera. Sú tilfinning að hann væri að gera alla hluti ná- kvæmlega eins og undanfarna tvo morgna ollu honum þrúg- andi tilfinningu, honum fannst hann vera að kafna. Þegar hann hafði rakað sig og klætt gekk hann fram að dyrum og tók upp blaðið, þriðjudagur 11. júlí. A leið- inni til eldhússins skotraði hann augum að blaðagrindinni þar sem hann hafði skilið eftir blað gærdagsins, þriðjudags- ins 11. júli. Það var horfið. Hann lagði blaðið á borðið á meðan hann setti eggið I pott- inn og mataði kaffivélina, leit sfðan f blaðið. Á forsfðu blöstu við fréttir gærdagsins og dags- ins þaráður. Hann fleygði blaðinu frá sér, tók fransk- brauðið, skar tvær sneiðar og setti f brauðristina. Þá tók hann eftir þvf að plásturinn sem hann hafði sett yfir skein- una kvöldið áður — eða var það kvöldið þaráður — var horfinn. Eftir morgunverðinn gekk hann út að strætóstoppi. Peysufatakonan frá morgnin- um áður — eða þaráður — vék sér að honum og spurði hvort 36 færi ekki að koma. Litli maðurinn með derhúfuna rak upp hrossahlátur og vélrit- unarlegu stelpurnar jöpluðu tyggjóið og sögðu að Júdas kæmi þeim ekkert alltaf f stuð. Kunnugleiki þessa alls olli honum svima. Var hann orðinn eitthvað skrýtinn, eða hvað? Á skrifstofunni var honum sagt að maður biði hans. Hann leit á úrið. Nfu fimmtán. Hann spurði hver það væri þótt hann vissi að ekki gat verið um neinn annan að ræða en Snjólf Eyjólfsson. „Hann sagðist heita Snjólfur eitthvað" sagði aðspurður. llm leið og hann opnaði her- bergi sitt og gekk inn reis Snjólfur á fætur, „sæll og blessaður, Kári, langt sfðan við höfum sést, hvernig hef- uruða?“ og Kári reyndi að koma til móts við hjartanleik- ann þó að flökurleikinn færi vaxandi. Erindislok Snjólfs urðu einsog hann vissi fyrir. Þegar hann var farinn sat Kári stund kyrr, tók sfðan sfmaskrá og fletti uppá geðlækni. Hann þurfti að beita sjálfan sig hörku til að hringja ekki f 25000 og biðja um sjávarút- vegsráðuneytið einsog hann, hafði gert daginn áður — og þaráður. Hann heyrði sóninn f sfmanum, sfðan var tóli lyft: „Stjórnarráð, góðan dag“. Það setti að honum ákafan hroll. Einsog f fjarska heyrði hann sjálfan sig reka gamal- kunnugt erindi við fulltrúann hinumegin við línuna. Sfðan reyndi hann aftur og nú gekk það. 1 krafti sinnar þekktu persónu náði hann strax sam- bandi við lækninn og sagði honum að hann yrði að finna hann sem fyrst. Læknirinn ákvað tfma klukkan sex um kvöldið. Dagurinn leið einsog þoku- kennd martröð. Menn komu og fóru, hann undirritaði bréf, talaði f sfma og hafði allan tfmann á tilfinningunni að hann væri persóna f þriðja- flokks leikriti sem verið væri að flytjaf þriðjasinn. Geðlæknirinn tók sjálfur á móti honum. Þegar þeir höfðu skifst á kveðjum bauð læknir- inn honum sæti f djúpum stól, settist sjálfur bakvið skrifborð og tók fram eyðublað. „Nafn og heimili". „Kári Arinbjörnsson, Ódáða- hrauni 13.“ Hann svaraði formlegum spurningum læknisins stuttaralega, en að þvf búnu bað læknirinn hann að segja sér nákvæmiega hvað að væri. Kári rakti sögu sfna, lýsti þess- ari undariegu tilfinningu að hann lifði sama daginn aftur og aftur án minnstu breytinga. Læknirinn hlustaði með athygli án þess að grfpa fram f, sat sfðan stundarkorn hugsi. Sfðan sagði hann að þetta yrði hann að taka til nánari athug- unar og umhugsunar, á morg- un klukkan sex gæti hann hitt hann aftur. Kári tók leigubfl heim þar sem hann settist með kornflex á diski fyrir framan sjón- varpið. Fréttirnar frá tveim undanförnum kvöldum kunni hann næstum utanað. Þegar kornflexið var búið fór hann fram með diskinn og setti hann f vaskinn, tók sfðan ban- ana og brá á hnffi en gætti sfn ekki og blóðgaði sig á fingri. Hann setti plástur á sárið, sett- ist sfðan með bananann við sjónvarpið og lét gamalkunna dagskrána lfða framhjá sljó- um augum sfnum. Svo fór hann að sofa. Daginn eftir var allt eins. Blaðið var þriðjudagsins 11. júlf, plásturinn og skeinan horfin, Snjólfur beið hans á skrifstofunni, sömu erindi, sömu gestir, bréf og sfmtöl. Hann hélt sér í gegnum allt þetta dauðahaldi f hugsunina um viðtalstfmann hjá læknin- um einsog skipreika maður sem eygir björgun. Loksins var dagurinn liðinn. Hann þreif frakkann og æddi út, greip næsta leigubfl og hélt rakleiðis til læknisins. Geðlæknirinn tók sjálfur á móti honum. Þegar þeir höfðu skifst á kveðjum bauð læknir- inn honum sæti f djúpum stól, settist sjálfur bakvið skrifborð og tók fram eyðublað. „Nafn og heimili....

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.