Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 12
* <í SvenoBcrou ¦ ^fe/and Ásmundur Sveinsson myndhöggvari Forsiða Íslandsbókar þeirra Sven O. Bergkvist og Berts Olls. Fisktrönur, bátur og handvagn við Reykjavlk. Tveir sænskir' heiðursmenn hafa gist Island eða Sagaöen eins og þarlendir menn segja stundum f skálaræðum — og árangurinn er bók, sem heitir „Pá vulkanens brant — Strövtog pá Island." Höfundarnir eru Sven O. Berg- kvist, rithöfundur og Bert Olls teiknari og hafa þeir áður komið saman hliðstæðri bðk um Grænland og Færeyjar ef ég man rétt. Grænlandsbðkin vakti athygli og deiiur f Dan- mörku, þvf Danir kæra sig ekkert um að Svfar séu að út- breiða og auglýsa ðþægilegan sannleik um útrýmingu grænlenzkrar menningar. En þar að auki hefur Sven O. Bergkvist skrifað skáldverk; meðal annars smásögu sem nýlega birtist hér f Lesbðkinni. Og hann telst einn af fáum andans mönnuih f Svfarfki, sem sýnt hafa fslandi áhuga meiri en f orði. Á sjötta áratugnum gisti hann Island og fór f fót- spor Albert Engström sem hafði samansett Islandsbðk með nafninu „Át HáklefjáH". Islandsbók Sven O. Bergkvist er ætlað að vera einskonar framhald og heitir f samræmi við það: „Til Heklu — löngu seinna". En Bergkvist hefur ekki veið búinn að skrifa sig frá sögu- eyjunni sem Svíum er gjarnt að nefna með nokkurri vorkunn- semi. Bergkvist syngur ekki með f þeim kðr. 011 eru skrif hans einkar "vinsamleg og byggð á kunnugleika. Hann hefur ekki getað afhjúpað neitt hneyksli eins og eskimða- menninguna gagnvart dönsk- um yfirráðum. Honum er hvorki f mun að gagnrýna ls- lendinga né skamma þá og fyrir okkur er bðkin að tals- verðu leyti upptalhing á sjálf- sögðum hlutum, sem hvert mannsbarn veit. En ugglaust er það allt frétt- næmt fyrir Svfa, sem vita eftir þvf sem frððir menn telja álfka mikið um „Sagaöen" og við vitum um Svalbarða. Höfundurinn tekur eðlilega mið af sænskum lesendum, enda bókinni ætlað að koma út í Svfþjóð. Pá vulkanens brant — Á gíg- barminum — er afskaplega heiðarleg bðk og Bergkvist kemst öneitanlega nærri þvf sanna um okkur. Hann er glöggur sjaandi og afgreiðir bðkmenntaarfinn vel: ts- lendingasögur, Halldðr Laxness og hin skáldin. Honum yfirsést heldur ekki um það, að áslenzk listmenning er ekki bara f bðkum. Það sem hann tilfærir um fslenzka leiklist, myndlist og myndlistarmenn, er rétt svo langt sem það nær. Bergkvist notar þessa nafn- gift — Á gfgbarminum — til að undirstrika að við eruin ein- mitt þar — á gfgbarmi — i tvennskonar skilningi. i fyrsta lagi f návfgi við eldf jöllin og f öðru lagi í efnahagsmálum þjððarinnar. Vtarlega er sagt frá Vestmannaeyjagosinu og snjóflóðinu á Neskaupstað og einn kaflinn heitir „Meðal heiðingja á Islandi". Þar hefur höfundurinn komizt f tæri við Sveinbjörn skáld frá Draghálsi og Ásatrúarsöfnuð hans. Það verður honum að tilefni til nokkurra umþenkinga um fslenzk trúmál almennt, sem koma honum merkilega fyrir sjónir. Samt þykir honum trúarafstaða Islendinga hrffandi með samblandi af náttúrutrú og spfritisma. Hún heitir Heiða, á heima f Laxnési og er hér með hestinn sinn. Er eitt- hvað hérna handa Svíum? Hér segir af íslandsbök þeirra Sven 0. Bergkvist og Bert Olls. Bergkvist segir f upphafi bðkar sinnar að á margan hátt sé Island „öðruvfsi" og það er einmitt slagorð sem mikið er notað f samkeppninnium ferða- menn. Þar getur að Ifta, að Marokkð sé „öðruvfsi" að ekki sé nú talað um fjarlægari mið eins og Thailand og Japan. Sem sagt: tsland telst f þess- um flokki landa, sem eru „öðruvfsi" og þar af leiðandi forvitnileg. En Bergkvist bendir á, að dálftill undir- búningur sé nauðsynlegur eigi maður að njðta Islandsferðar. Hann undirstrikar lfka, að það sé afskaplega Iftið af Islandi á stað eins og Hðtel Loftleiðum, þar sem áningar- farþegar frá Bandarfkjunum bfða eftir lyklum að herbergjum, sem eru vel búin og glæsileg — og allt þetta venjulega er innan seilingar: veitingahús, danssalir, sund- laug, minjagripabúðir og jafn- vel sjónvarpsherbergi. Allt er þetta gott og blessað og bráðnauðsynlegt fyrir túrismann, en til þess að kynnast Islandi er betra að koma sér út úr dyrunum — og til dæmis að taka strætó niður f bæ, eða eins og Svfar segja: „den lilla storstaden pá Island." Þvf miður komst Bergkvist að raun um, að einnig þar eru gamalkunnug fyrirbæri úr öðrum borgum: Hnútar f um- ferðinni, bflamergð, þröng f búðunum, á pðstinum og f bönkunum. Túristinn skiptir peningunum sfnum og fær þvflfka glás af fslenzkum seðlum, að hann heldur sig vel efnum búinn — en sér seinna að þúsundkallarnir hafa ein- hvernveginn smogið honum úr greipum. Dagens Island — et annorlunda turistland Hér verður aðeins gripið niður f einn kafla bðkarinnar, sem ber yfirskriftina hér að ofan; Island dagsins f dag — frábrugðið ferðamannaland: „Margt er sérkennilegt við Reykjavfk. Til dæmis þarf maður ekki að fara til Kana- rfeyja að vetrarlagi til þess að synda undir berum himni. Hægt er að fara I Sund- laugarnar f Laugardal eða einhverja aðra opna sundlaug ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.