Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 15
Jölagleði eða jölastress? JÓLAMÁNUÐURINN er genginn í garð og ein hvers konar árviss glímuskjálfti hefur gripið um sig meðal fjölda manna. Nú þarf eiginlega aS gera allt l einu, þrífa húsið frá gólflistum og upp i loft eða mála ibúðina í hólf og gólf þó svo að varla sjáist til við það vegna skammdegis. Nauðsynlegt er — jafnvel á þessum jafnréttis- ráðstimum — að baka fimm tegundir af smá- kökum ef samvizkan áað vera í lagi, sauma jólafötin á börnin — sem vilja þó helzt vera í gallabuxum á hátiðinni, kaupa jólagjafir, langt um efni fram eins og þetta sé eina tækifærið sem yfirleitt gefist til að gleðja vini og vanda- menn og svo mætti lengi telja. Það er einkennileg árátta okkar margra að vinna okkur þennan Ijúfa jólamánuð eins erfið- an og mögulegt er og það svo að á aðfanga- dagskvöld eru taugar fjölskyldumeðlima þandar til hins ýtrasta og ekkert má út af bera til að ekki fari allt I háaloft af taugaæsingi. Og hvar er þá jólagleðin? Friðurinn sem á að fylla sálina? Mörg glöðu Ijómandi barnsaugun sem eiga að horfa á jólaljósin eru glansandi af eigin stressi og foreldra, frekju og tilætlunarsemi, og ekki sízt vonbrigðum yfir þvi að hafa ekki fengið að taka neinn þátt f að undirbúa jólahá- tíðina. Engu er líkara en jólatilstandið sé ein- hvers konar einkamál margra húsmæðra i stað þess að reyna að fylkja fjölskyldunni saman við undirbúning. Börn geta bæði tekið til og að- stoðað við bakstur, jólatrésskreytingar og jóla- gjafainnkaup og ótal margt fleira ef foreldrarnir leggja sig niður við að leiðbeina þeim, svo ekki sé nú minnst á að reyna að sýna þeim töluverða þolinmæði. En með slikri samvinnu verður jólahátíðin líka fjölskuldunnar allrar og er ekki bara á ábyrgð yfirstressaðrar húsfreyju — eða húsbónda — þegar hún gengur í garð. Þeir eru grátlega margir sem gefa yfirlýsingar um að þeir kviði fyrir jólunum frá því síðla hausts. Samt gera þessir aðilar fjarska litið til að undirbúa hátiðina með jákvæðara hugarfari og ég tala nú ekki um örlitinn húmor i bland. Það er ekkert sáluhjálparatriði að setja sig á hausinn i gjafainnkaupum — hvað svo sem öllum nágrannametnaði líður — né heldur verður jólahátiðin gleðilegri ef smákökumagnið dugir fram að páskum. HvaS þá heldur að stórhreingerning i svörtu skammdegi skipti sköpum. , Það er fallegt og gott að halda gleðileg jól, gefa sinum nánustu gjafir og gera sér dagamun i mat. En hitt er jafn fáránlegt að gera jólahald- ið að þvilikri martröð að ekki sé önnur leið út úr öngþveitinu en flyja af landi brott í eitthvert gervijólahald tilbúið af öðrum. Jólahald sem bakar fjölskyldunni aukið stress, meiri fjárhags- áhyggjur, magasár af metnaði við jóiagjafainn- kaup og bakstur er ekki eftirsóknarvert né i anda jólanna. Það er vissulega kominn timi til að fólk þusi ekki aðeins um það ár eftir ár hversu óbærilegur þessi jólaannríkistimi sé, heldur geri eitthvað jákvætt til að draga úr þvi annríki með þvi að sýna hófsemi og ögn meiri hugarró. Jóhanna Kristjónsdóttir. 1 ysz Hir/Ji V tíELLR ^ M ¦ NflFf ÓHREWB 1#« L^ HiM- fa^ CevcA in^/fí 1 * UCi | (fl^ E> jtff/í • idflTP VoTtI L'fi TMAR KM- TuRT ¦é $? JWM-HB/M' tf) ¦*""; ¦ EíZá. \/ tlMH' VMDRI WfUH i • flR SKft-IFflR LEIKT-ffeKI V/ m 0 a | -«e pp-U (1 lh*l\> e m d- píZ' ^m $\> IF V 5 KffC & Bók-in $* YARÍ>-ANDI FUCL n mii-MARKI fLJÓTí M TtíwM D-^eio (SeRlR KU6IM-iR ífluwfl - SýÐUK Bet-n ^ VíRÍ L-UN UNC9AI?« MRRRI . \ v» fosrt OHL-ÍÖÐ «-» 1 UK RflUí) EMDlfii. >UEB-rrife ífllc-AfÆi-l Kermh e^-riR. Kv/EN-©ý" K 'teip PÝR áuÐ PUEwn l£>U L£iT ri l |e.vcvci poZ' I rJíi. iFltftM-BpKCIS Ifitla ' • Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu y>§> Vtiei- V£H~ eiMtc- EfNl ^ ¦ 1 oTf", JUIU ¦¦? «w 'abgæjff* ,>* 5 T F\ U T A R irinw 'A 5 A N A i>:ft< K C* T u ^ PiKh'm 'O F R b £> A 1? >«¦"* HfVf?fl A k A fe T 1 R i pn L U M 9 K A LL A UR R DK-ÍK* X F . R nrT- A ArJHÍ CIFT 1 N N B L A 5 r U R „ .>.IL> KÍEMÍT A N D A R N A A L PtoO HT o N L^ N 4 Tuí.lj A F K>"5 3) 1 L K iUCM V A T T NflfM Æ KlíK-í A F L A wí © A ¦v-.1 "^ V A ^ T A N trti»- 'A R N 1 R A ríflwn 5 AO 1 T A A T A R N I f> i> 1* N A K í N N PflK-fl KÆri R J A T L A H L -MEiM «^ U ^ A T» A hc;l^! N A <k LflNP A L Siu-I. A R a A R 6oS R A K A L E K eins S &>*» ^f> E F / ¦ ** S T 'A —* R E V k M E R K TJII IHfcu S T A5 L P A í> SfiSLft ViD A ^ L * 'RTT n»Ia|n ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.