Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Side 16
GEGNUM HIMNARÍKI OG HELVÍTI Framhuld af bls. 14 óæSri veru. Það var eftir- tektarvert hve karlmenn voru skeytingarlausari en konur. Hjúkrunarkonur reyndust mér aftur á móti mjög vel og einstaka afburða yndislega. Ein var lík Ijósum engli enda kallaði einn meðsjúklingur minn hana Florence Night- ingale. Það átti vel við þó hún væri aðeins um það bil hálfnuð með nám sitt. Við- brögð sumra sjúklinga voru mjög neikvæð. Einn sagði t.d. orðrétt á meðan ég var að „tefla": „Þetta er hálfviti sem verður dauður innan tveggja mánaða". Ekki var það beint uppörvandi. Aðrir líktu mér við Hitler og Idi Amin. Það læddi inn hjá mér þeirri ranghugmynd, meðfram vegna þess að ég skynjaði flest það sem af- laga fór I útlöndum, að ég bæri ábyrgð á hörmungum mannlegs llfs. Má nærri geta hvort það hafi létt á huga minum ofan á allt hitt. Ég fylltist sektarkennd sem var svo sterk, að ég losnaði ekki við hana fyrr en þrem vikum eftir að ég út- skrifaðist. Þau tímamót voru upphaf bata og bæri- legs lífs. Það er erfitt að gera öðrum skiljanlega þá angist og hugarkvöl er fylgir því að ímynda sér að hafa „eyðilagt heiminn". Ég lifði i fullkomnu helvii allan júlímánuð og eitthvað framftir ágúst en þá fór aðeins að létta yfir mér. Hvernig það gerðist er svolítið undarlegt. Ég var að horfa á filmu i sjón- varpinu þegar ég fór að upplifa ævi mína, sjálfan mig og samskipti við aðra i gegnum leik persónanna. Þetta var ( rauninni það sem loksins kom mér „niður á jörðina" og ég lærði mikið á þessari óvenjulegu „„terapiu". Seint i ágúst var mér ioks leyft að fara ferða minna um borgina. Mér þótti ákaflega gaman að horfa á bió. Þar helt ég áfram að iifa upp ævi mina og oft komu þar við sögu ótrú- legustu sögupersónur. En stundum átti sér stað þau undur að skyndilega kubbaðist söguþráður myndarinnar i sundur og ég fór að horfa á einhverja atburði sem mér fannst gerast einhvern tima á for- söulegu skeíði mannkyns- ins. Það var ægilega gaman eins og heillandi ævintýri úr þúsund og einni nótt. Tónlist risti líka miklu dýpra í mig en áður. Að öðru leyti var ég i svip- uðu ástandi og enga með- ferð fékk ég á Kleppi eftir að ég fór alvarlega úr „sambandi" aðra en lyfja- gjafir. En um miðjan september var ég þó settur i eins konar grúppumeð- ferð sem orkaði á mig eins og miskunnarlaus heila- þvottur. Þá þótti mér tími til kominn að fá útskrift. Ég kom á' Kleppsspítalann vegna þunglyndis og „taugaveiklunar". Annars var ég sæmilega á mig kominn. Þegar ég Close- Nú fást tvær tegundir af Close- Up, Rautt Close-Up, og nýtt Grænt Close-Up. Græna tann- kremið Close-Up er ekki bara nýr litur—heldur líka nýtt bragð. Heilnæmt og hressandi pipar- mintubragð. í hvorutveggja—rauðu og grænu—er Close-Up efnið sem tryggir yður mjallhvítar tennur— og ferskan andardrátt. Þess vegna getið þér verið alveg örugg i návist annarra. Og þar að auki getið þér valið bragðið eftir smekk: Nýtt Grænt Close-Up skrifaðist út var ég sundur- tættur og niðurbrotinn andlega. Ég var illa læs, næstum ótalandi, kunni varla einföldustu samlagningu, fullkomlega óskrifandi og kvalinn djúpri sektarkennd yfir því að ég væri sá sökudólgur er ábyrgð bæri á synd heimsins auk þess sem „andarnir" létu af sér vita annað slagið. Lyf fékk ég með mér heim af sjúkra- húsinu en stóð að öðru leyti á eigin fótum. Þegar ég fór að líta i kringum mig varð mér sem betur fer Ijóst að heimurinn var sá sami og í vor og það olli mestu um það, hygg ég, að mér fór að skána. Þó á ég enn erfitt með að fylgjast með samræðum sem eitt- hvað fara út fyrir daginn og veginn og skil illa þungar bækur. Auk þess finn ég ýmsar minniháttar tilfinningatruflanir. Tónlist skirskotar hins vegar meira til min en áður og er mér mikil hjálp svo og vinir minir og kunningjar ágætir. Nú sem stendur get ég sagt að ég lifi bæri- legu lifi. En mér er hulin ráðgáta hvað gerðist i raun og veru og hvernig það mátti vera að ég yrði algjör skynskiptingur á stofnun sem á að fást við geðræna kvilla. En þekking okkar á mannssálinni er liklega erfn svo takmörkuð að jafnvel lærðustu sér- fræðingar standa ráðalaus- ir ef atburðirnir taka óvænta og ótrúlega stefnu. Eitt og annað hef ég lifað síðustu ár en þetta sumar gerir allar aðrar endurminningar að engu. Ég hef stundum hugsað með hryllingi til þeirra nafnlausu bandingja er fyrr á öldum voru barðir, sveltir og hlekkjaðir á geðveikra- hælum. Menn mótast af tíðarandanum og ég geri ráð fyrir að liðan þessara vesalinga hafi verið þvi hörmulegri sem timarnir voru ómennskari og djöful- legri. En mér er lika orðið Ijóst að ytra æði geðsjúkra segir enga sögu af andlegu ástandi þeirra. En fyrst og fremst veit ég af eigin reynslu að mannssálin, þetta furðulega völundar- hús, býr yfir feiknalegri orku og mér liggur við að segja óskiljanlegu þoli og þreki til að berjast gegn og sigrast á andlegum eld- raunum sem standa hand- an við allt venjulegt imyndunarafl. En enginn er eyland og það er þessu fólki jafnvel enn nauðsyn- legra en matur og drykkur að finna þó ekki sé nema örlitla hlýju og mennska góðvild. Lyf geta gert kraftaverk og lækningatil- raunir ýmiss konar geta verið gagnlegar — en einnig mjög vafasamar fyrir suma einstaklinga er ekki hafa mikið andlegt þanþol. En Ijósið sem streymir frá dýpstu og göfugustu þátt- um mannlegra kennda er i áhrifamesta iækningatæki sem til er og nokkru sinni verður til i baráttunni gegn andlegri vanheilsu. Sigurður Guðjónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.