Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 2
„Væri þeirra skáld betur komið / 1 torfgrafir” Nokkur föng Halldórs Laxness / í Tslands- klukkuna Eiríkur Jónsson tók saman Ellefti, tólfti og þrett- ándi kafli tslandsklukk- unnar eru að mestu leyti hrein skáldsögusmfð. Jón Hreggviðsson veruleikans var ekki „veiddur uppúr holunni á Bessastöðum, settur uppá hest og fluttur til Öxarárþfngs“ og sfðan leystur þar úr haldi af „álfakroppinum mjóa“, heldur „tilféll svo,'að téð- ur Jón Hreggviðsson strauk og burt brauzt leynilega úr fangelsinu á Bessastöðum“, segir í Al- þingisbókum tslands 1684. Annað, sem vitað er um flótta Jóns og ferðalag hans um Holland, er að finna f bréfi, sem hann rit- aði Árna Magnússyni á Þingvöllum við Öxará 31. júlf 1708. Bréf þetta er prentað, í danskri þýðingu, f Arne Magnussons private brevveksling, bls. 211—217. Það mun vera eina sagnfræðilega heimildin um Jón, sem stuðst er við f þessum köfl- um tslandsklukkunnar. Hinsvegar hefur Halldór Laxness leitað fanga í ýms- ar aðrar bækur, þegar hann samdi þessa kafla. Hér á eftir verða rakin nokkur dæmi um slfk föng. I. Þegar Jón Hreggviðsson íslandsklukkunnar kom að Húsa- felli sat Húsafellsprestur í bað- stofu og „orti Illugarímur Gríðar- fóstra á skarsúðina", en „Prestur lagði frá sér krítina" þegar hon- um var sögð gestkoman. Þessi frásögn minnir að nokkru á atvik í ævi Bólu-Hjálmars. t grein dr. Sigurðar Nordals „Viljinn og verkið“, sem birtist fyrst í tlma- ritinu Vöku III. árgangi 1929, seg- ir hann svo m.a. „Bólu-Hjálmar kemur heim I kot sitt úr veizlu að kvöldlagi. Hann er hreyfur af víni og kvæðaskap. Hann verður að yrkja, en er pappírslaus. Þá tekur hann til bragðs að skrifa með krít á þiljurnar í baðstofunni... Hann léttir ekki fyrr en öll baðstofan er útkrítuð, og hefur þá ort heila rímu f skorpunni... Sagan segir, að hann hafi þá ort 18. rlmuna I GönguHrólfs rímum og er það mjög sennilegt". Húsafellsprestur íslandsklukk- unnar hefur og þegið drætti frá séra Snorra Björnssyni þjóðsög- unnar, en hann var prestur á Húsafelli 1757—1796. Séra Snorri var skáld og orti m.a. rímur. Þó ekki Illuga rfmur Gríðarfóstra eins og Húsafellsprestur íslands- klukkunnar, heldur m.a. Hálfdán- ar rímur Brönufóstra. (Isl. æviskr.) II „Pontus rýmur effter begering sendast eirnen a alþ., eff þær þongad til skrifadar verda, ei veit eg hvad Monfr. vill med soddan svyvirding, og være þad skálld betur komed I torfgrafer“. (A.M. private brevveksling, bls. 614. tJr bréfi Björns Þorleifssonar biskups til Árna Magnússonar). „Hvorki er stemman skagfirsk né bragurinn og kann ég ekki betur heyra en þetta sé mansaungsstef úr Pontusrfmum eldri og væri þeirra skáld betur komíð I torfgrafir". (tslands- klukkan, bls. 136). III. Árið 1943 ritaði Halldór Laxness grein er hann nefndi Héraðabækur og ts- landsbók. Grein þessi var endurprentuð í ritgerðar- safni hans: Sjálfsagðir hlutir 1946. t þessari grein segir Halldór Laxness m.a. „t sögu Borgarfjarðar rekst ég á tvítekna frásögn af kvfahellunni á Húsafelli og hve þúng hún sé“. Rit- verk það, er Halldór Lax- ness kallar sögu Borgar- fjarðar heitir fullu nafni Héraðssaga Borgarfjarðar. í Héraðssögu Borgarfjarð- ar I., eru tvær greinar eftir Kristleif Þorsteinsson fræðimann á Stóra Kroppi, þar sem sagt er frá kvía- hellunni á Húsafelli. Greinar þessar heita: Kvíarnar á Húsafelli og aflraunasteinn séra Snorra (bls. 141—147) og Frá Húsafelli og Húsafells- prestum (bls. 379—397). Hin „tvftekna frásögn af kvfahellunni“ f Héraðs- sögu Borgarfjarðar stafar af því, að báðar greinarnar höfðu verið prentaðar áð- ur. Sú fyrrnefnda í tímarit- inu Eimreiðin 1923, en sú sfðarnefnda í Prestafélags- ritinu 1931. Lýsing Halldórs Laxness á Húsafellsréttinni virðist að nokkru sótt í fyrrnefnda grein Kristleifs Þorsteins- sonar: Kvfarnar á Húsa- felli og aflraunasteinn séra Snorra. Þessi tilgáta verður nú studd dæmum. „Byggöi hann þá kvíar fyrir austan og ofan túnið... úr hinu mesta stórgrýti ... Veggur geng- ur í gegnum kvíarnar miðjar sem skiptir þeim f tvær jafnstórar krær. Þær eru tvídyraðar. ... Langstærsti steinninn er um miðjan noröurútvegg. I kömpun- um við dyrnar eru líka ... stórir steinar, ... Eftir að séra Snorri hafði byggt kvfar þær, sem hér er lýst og enn standa ... færði hann þangað stein, er hann lét menn reyna afl sitt á. Er það blágrýtis- steinn, hellumyndaður. Steinn þessi hefur þar á Húsafelli alltaf verið kallaður Kvfahella. ... Þrjár voru þær þrautir, er menn skyldu inna af hendi við þessa hellu til þess að þeirra yrði að nokkru getið. Fyrst að láta hana upp á norður- kamp hinna syðri kvíadyra.... Þriðja og þyngsta þrautin var að taka helluna upp á brjóst sér án þess að neyta stuðnangs af kvfaveggnum, og bera hana um- hverfis kvíarnar. Sagt hefur verið að séra Snorri hafi leikið sér að þvf“. (Héraðssaga Borgarfjarðar I., bls. 141—144). „Á velli austanvið túnið stóðu kvfar úr grjóti, f laginu einsog hjarta, tvfhólfaðar með dyr f norður og suður, ... Réttin var bygð útfrá steini þeim hinum mikla og vallgróna sem var norðurkampur f suðurdyrum, ... Afturámóti lá grjótblökk ein á vellinum framan við kvfadyrnar. Hnöllúng þenna nefndi klerkur hellu og bað gest sinn leggja hana uppá kampsteininn ... Þetta var sæbarið blágrýti... Móðir góð, sagði presturinn þá. Viltu haida á molanum f kringum réttina ... Hún gekk að takinu og laut niður, beygði sig lftilsháttar f knjánum og færði steininn fyrst uppá lær, sfðan á brfngu sér, og lagði á stað með hann f fánginu kringum rétt- ina og brá sér hvergi, utan hvað hún varð enn stöðugri f spori en áður. Hún Iagði bjargið rólega frá sér undir kampinn". (Islands- klukkan, bls. 137—138). IV. t Jökuls þætti Búasonar er sagt frá viðureign hans og tröllkonunnar Gnípu. Vera má, að lýsingin á þeim átökum hafi orðið kveikjan að lýsingu Halldórs Laxness á viðureign Jóns Hreggviðs- sonar og skessunnar i tólfta kafla tslandsklukk- unnar. Hér á eftir verður því sýndur samanburður á þessum tveimur lýsingum. „I því kom Gnípa að og réð á Jökul; tókst þar hin harðasta glima; varð flestalt, sem fyrir var upp að ganga. Gnipa gekk allfast fram, svo Jökull varð orkuvana fyrir henni og allt hans hold blátt og blóðrisa; sá Jökull, að ei mátti svo lengi fram fara, og sló til sniðglímu við Gnfpu, en er hana varði minnst, brá hann henni lausamjöðm, og kom fyrst niður höfuðið og sfðan búkurinn; varð þetta fall allmikið. Gnfpa mælti: „Njóttu nú falls- ins, Karlmaóur.“ (Islenzkar fornsögur. Islend- ingasögur sjöunda bindi, Akra- nesi 1972, bls. 349.) „Skiptí nú aungvum togum nema hann rennur þegar undir skessuna og tókust með þeim sviptfngar. Var sá atgángur bæöi harður og lángur og dró hvorugt af sér, fann hann á öllu að hún hafði afl meira en hann, en hvorki jafn mjúk f liðum né fljót í viðbrögðum; rakst hann undan henni vfða um heiðina og gekk upp jörðin undan fótum þeirra. Hélt þessu fram leingi nætur með hörðum hnykkjum og stórum kinnskotum, klóri og klfpum, uns Jóni Hreggviðssyní tókst að koma magabragði á Drillu. Féll hún þá uppfloft niðrf heiðina með stór- um dýnk og hann á hana ofan. Framhald á bls. 16. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.