Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 3
Rudiger Boschmann, þýzkur hjönabandsröö- gjafi rœðir um kynferðislegan arf konunnar, öskir hennar og þarfir ö því sviði. Æ fleiri konur kvarta yfir þvi að eiginmenn þeirra séu aumir elskhugar. Maðurinn á að eiga alla sök á þvi, að konan öðlist ekki þann ástalifsunað, sem hún telur sig eiga heimtingu á. Hjónabandsráðunauturinn Rúdiger Bosch- mann er annarrar skoðunar. Hvílíkir timar hafa það verið, þegar menn og konur vöfðu hvort annað örmum i rúminu til að eign- ast barn í sameiningu! Nú á dögum er útlitið svart fyrir samkenndina. Við höfum séð það, hvernig hundruð kvenna hafa fylkt liði með spjöldum, sem á var letrað: „Kvið minn á ég sjálf." Ég ætla ekki að bæta hér neinu við umræðurnarar um fóstur- eyðingarlögin. Mér er annað i hug. Einkunnarorðin: „Kvið minn á ég sjálf", merkja víst: Karlmennirnir eiga hann alls ekki — eða þeim kemur hann ekki við. Að baki lá auk þess óskin um óhindraða fullnægingu kvenlegrar kynhvatar. Allir vissu það, en enginn talaði um það. Á undanförnum tuttugu árum hávaðasamra upplýsinga og skýrslna — frá Kinsey til Masters — hafa konur komizt að þvi, að þær geti fengið fullnægingu. Nákvæmlega eins og karl- mennirnir, nema bara enn betur. í viðbót kom svo það, að pillan lofaði unun án iðrunar. Það er einnig staðreynd, að lausn frá ótta við óæskilegt barn kveikti i mörg- um konum ástarfýsn, sem þær höfðu aldrei fundið fyrir áður. En þeim tilfellum fjölgaði einnig. að konur lögðu fram svo að segja skjalfesta kröfu um „sina fullnæg- ingu" og töldu mann sinn hafa brugðist hörmulega, þegar hún fékkst ekki. Sem hjónabandsráðu- nautur tala ég af reynslu. „Ég finn ekki fyrir neinu hjá manninum mínum. Hann er alltaf svo fljótur", segir frúin kjökrandi. Eða: „Hann leikur ekki nógu lengi við mann á undan. Honum er alveg sama, hvort ég njóti þess, sem mér ber." Oft á tíðum tala þær eins og fagmanneskjur: „Maðurinn minn getur ekki haft samræði nógu lengi." Og allar, allar saman varpa þær sökinni á manninn, ef illa gengur. Mér finnst, að tími sé sannarlega til þess kominn að segja nokkur vel valin orð þar að lútandi, enda þótt margar konur vildu helzt grýta mig fyrir: Kvenleg ástarfýsn er möguleg, en hún er ekki nauðsynleg. Af náttúrunnar hálfu er að minnsta kosti ekki gert ráð fyrir henni. Hér er grundvallarmunur á manni og konu: Fullnæging mannsins er óhjá- kvæmilegt skilyrði fyrir vexti mann- kynsins. Án fullnægingar ekkert sáðfall — án sáðfalls enginn getn- aður. Kona þarf aftur á móti ekki að finna til nokkurrar ánægju eða fróunar við getnaðinn, hún þarf alls ekki að hafa neinn kynferðislegan áhuga á leiknauti sínum — hún getur orðið barnshafandi þrátt fyrir það. Jafnvel þegar henni er nauðg- að og hún ver sig og hatar þann mann, sem beitir hana valdi, af öllu hjarta, þá getur hún orðið þunguð af hans völdum. Þessi örlög konunnar geta verið óréttlát — en náttúran hefur ekki fundið neina betri lausn. Ég biðst afsökunar á því, ef ég er dálltið „dýrafræðilegur" núna. En ég held, að til skýringar á kenningu minni ættum við að llta á nána frændur vora úr riki spendýranna, sem samkvæmt kenningu Darwins eru forfeður mannanna. Amerísku vísindamennirnir prófessor Clellan S. Ford og Frank A. Beach hafa með Itarlegum rann- sóknum borið saman kynhegðun manna og dýra. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, „að hjá engri dýrategund nema manninum sé hægt að finna neitt, sem bendi til þess, að um fullnægingu (kyn- ferðislegt hámark) hjá kvendýrinu geti verið að ræða". Meðal spendýra verða kvendýrin „lóða, yxna, breima," með vissu millibili. Það er að segja: Hormónar hafa þau áhrif að þau finna til ómótstæðilegrar hvatar til að leita til karldýrsins. Þau gefa til kynna með ilmi, að þau séu reiðubúin að eðla sig. Tökum til dæmis apahjörð. Apa- kvendýrið, sem I það og það skiptið er lóða, finnst öllum karldýrunum vera hið fegursta og girnilegasta allra kvendýra. Þeir standa I biðröð til þess að uppfylia æxlunaróskir hinnar þurfandi apadömu. Oft beiðir kvendýrið áfram, eftir að karldýrið er þegar algjörlega að þrotum komið. Þá er það rekið til gagns með barsmið. Illindi vegna afbrýðisemi milli kvendýra þekkjast ekki. Hver apa- dama verður lóða á vissum tímum og þar með verður hún fegurðar- drottningin og kynbomban mikla. Vel að merkja: Fullnægingu (orgasm) fá aliar þessar apadömur aldrei, þó að þær beiði óhóflega. Náttúran hefur gefið þeim til kynna með eðlishvötinni, „að nú viljum við eignast afkvæmi." Og þær haga sér samkvæmt því. Vlsindamaðurinn Dr. Oskar F. Schauer I Vln hefur bent á vissar leifar sllkrar kynhegðunar hjá mönnum I ritgerð, er hann nefnir „eðlunartlmi". H : nn vekur athygli á því, að á vormánuðunum, sér- staklega I mal, séu sérlega mörg börn getin. Hann heldur þv( fram, „að ekki sé um að ræða aukningu kynhvatar einungis og þar með svó miklum mun tlðari vorgetnaði, heldur þvert á móti samtima aukningu hinnar kvenlegu hæfni til getnaðar. Þegar svo skáldin lofsyngja mai sem mánuðástarog unaðar, þá túlka þau á skáldlegan hátt, það sem vlsindamaður gæti skýrt þannig: í maí er llkama konunnar það sérstaklega ætlað að vilja verða barnshafandi. Væru engar hindranir fyrir getnaði, hefðum við urmul af börnum nlu mánuðum síðar. En allt þetta er óviðkomandi hinni kvenlegu fullnægingu. Á það skal lögð áherzla, hversu leiðinlegt sem það er. Samstarfs(kven)maður hins fræga kynllfskönnuðar, prófessors Kinsey, Dr. Mary Jane Sherfey, er þeirrar skoðunar, að konum sé yfir- leitt ekki hægt að fullnægja virki- lega eins og karlmönnum. í raun- inni séu þær „óseðjandi" og I mesta lagi hægt að gera þær „upp- gefnar". Það sem þær telji hámark, sé I rauninni „ofæsing", „ofert- ing". Á hinn bóginn heldur frægasti kynlifsfræðingur Bandarlkjanna, prófessor Masters, þvi fram og byggir það á niðurstöðum fjöl- margra kannana, að hjá konum geti orðið svokallaður „Status orgasticus" („fullnægingar- ástand"), hápúnktur, sem vari lengur og sé magnaðri en nokkuð sem karlmaðurinn geti upplifað. Hvort þeirra hefur á réttu að standa, Mary Jane Sherfey eða Masters? Fyrir könnun okkar skipt- ir það alls engu meginmáli. Fyrir samband karls og konu er það mikilvægast, hvort þau séu bæði kynferðislega ánægð. Það er spurningin. Og þá kemst ég sem hjónabands- ráðgjafi að þeirri niðurstöðu af langri reynslu, að flestir eigin- mennirnir séu eiginlega harla ánægðir, en að alltof margar konur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.