Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 4
Örlygur Sigurðsson ^ Perlan viö Park Avenue GLÆSIKONAN Mrs. Zorrilla eða Sonja Benjamfns- son er dóttir Ólafs heitins Benjamfnssonar, fram- kvæmdastjóra, í Reykjavík og fyrr f Kaupmanna- höfn. Hann þótti umsvifamikiil framkvæmdamaður bæði hérlendis og erlendis. Hann var umboðsmaður Thore-skipaféiagsins og trúnaðarmaður Handefs- banken og átti sæti í Verzlunarráði tslands. Á fyrri strfðsárum var hann f stjórnskipaðri nefnd, sem annaðist 'sölu fslenzkra útflutningsafurða. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Eimskipafélags tslands um 1930, en missti heilsuna rétt áður en hann skyldi setjast f forstjórastólinn. Hann andaðist nokkrum árum sfðar eftir þrálát veikindi, maður á hátindi starfsferils. Kona hans og móðir Sonju var Marie Emelie, dóttir FriðriksWendel,kaupmanns á Þingeyri. Eiginmaður Sonju, Mr Alberto Zorrilla, varð ólympíumeistari í 400 metra skriðsundi, gullpeningshafi, og er nú ekki síður sigursæll í viðskipta- og fésýslukappsundinu mikla f heims- borginni, New York. Sonja reit lengi vel tfzkudálka erlendis og myndskreytti sjálf, sem birtust á síðum Morgunblaðsins og kvenþjóðin las og fylgdist vendi- lega með á sfnum tfma af áhuga og þakklátum hug. Ö.S. Allt haföi breytzt f henni Amerfku f öli þessi löngu ár nema Sonja Zorrilla. Ég var kom- inn f heimsókn til New York eftir þrjá áratugi. Þarna var gamla Empire State á sínum stað og vakti enga hrifni mfna lengur, þar sem hún vagaði veðruð og vegmóð f vorþeynum á miðjum Manhattan. Statue of Liberty var orðin eins og gömul og reitt rjúpa eftir allt volkið f Watergate. Cam- el-auglýsingin á Time-square var horfin en reyknum úr ristastórri filtersígarettu var f staðinn spúð yfir þetta iðandi mannlffstorg frá nautnalegum rauðum vörum. Roy Aldrich meðleikari Louis gamla Armstrong blés New Orleans- jazzinn f hornið sitt á næstu grös- um, hæruskotinn og grár. Margir kynliðir spörva og söngfugla f Central Park höfðu sungið sitt sfðasta lag f öll þessi ár. Gömlu vinkonurnar frá strfðsárunum voru vfst komnar á elliheimili, uppþornaðar, innfallnar og hormónalausar horgrindur eða svfnfeitar dyrgjur, allar nema Sonja Zorrilla. Á Broadway var allt breytt. Skuggalegt var þar um að litast og „veður öll válynd" f hliðargötum þegar tók að dimma og Ijósaskilti að kvikna og slokkna á vfxl. 1 allri þessari hringiðu breytileikans var aðeins ein, sem ennþá var söm, Sonja Zorrilla. Með ótrúlegri og sfungri, fegurð sinni, léttu og leikandi fasi og glóðinni f fullfögrum, björtum augum hreif hún mig ennþá með sjarma sfnum og seið- magni, mig rúmlega hálfsextugan karlfauskinn, eins og þegar ég var ungur f New York f gamla daga. Nú var þokkadfsin belg- fagra, Sonja Zorrilla, eitt af undr- um og náttúrufyrirbærum Ameríku f mínum augum. Tfma- klukkan á Time-square Iffsins hafði staðið f stað yfir henni. Ennþá var Sonja jafn seiðmögnuð og sjarmerandi, skemmtileg og falleg, gáfuð og glettin, svo að „jafnvel gamlir sfmastaurar syngja og verða grænir aftur“ eins og Tómas borgarskáld kvað. Þegar þessi elska hringdi f mig © Nýleg mynd af Sonju, þar sam hún situr hjá málverki slnu, „the great american nude" — hin mikla amerlska nekt — eftir einn frægasta popplistamann heimsins um þessar mundir, Tom Wesselmann. heim á Wellingtonhótel á Man- hattan og sagði með sinni hljóm- fögru ungpfurödd: „Halló, öggi, þekkir þú mig ekki?“ varð ég eins og fæðingarhálfviti f símanum og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðr- ið. Sfzt af öllu átti ég von á slfkri upphringingu og þaðan af sfður á fslenzku f cjálfri heímsborsinci. Og ég hugsaði með sjálfum mér: „Skyldi kynslóðabilið loksins vera brúað?“ Þegar blessunin sagðí til nafns tók hjartað f mér snöggan kipp og skauzt á einum tveimur sekúndum upp f tvö- hundruð kflómetra hraða. Ég greip óafvitandi til haldreipisins, konu minnar, með annari hendi ef ég skyldi fá hjartaslag meðan hin höndin skalf á sfmatólinu. Geðshræringin var ærin eftir öll þessi ár. Erindið var að heilsa upp á mig og bjóða okkur hjónum heim f swftuna sfna við Park Avenue ásamt syni mfnum og vin- konu hans sem dvalið höfðu við nám f New York um veturinn. Ég brá mér f bað og skipti um föt eins og skólastrákur á stefnumót og vatt mér ásamt mfnu fólki inn f Yellow cab taxa“ og brunaði beinustu leið á vit Sonju. Það var enginn ruslarabragur á úthaldinu f salarkynnum þessarar heillandi hringagná. Tveir kjólklæddir þjónar f anddyri með skjanna- hvfta hanzka veittu okkur virðu- lega móttöku, svo að ég hélt með sveitamannsviðhorfi mfnu, að við hefðum villzt inn á útfararstofn- un f flaustrinu og uppnáminu, sem ég var í vegna endurfunda við Sonju. En svo var ekki. Við vorum á 580 Park Avenue einni glæstustu götu veraldar og okkur var fylgt virðulega upp lyftuna til svftu sjálfrar gyðjunnar. Við blöstu dýrindis málverk á öllum veggjum allt frá Turner til Picassós og flestra módernista, sem máli skipta f listheimum f dag. Hvasslfnumálarinn og „hardcdgekúnstnerinn" sonur minn, áætlaði lauslega, að safn hennar mætti meta til hundraða milljón króna. Eftir að Sonja hafði skenkt okkur f glösin við heimilisbarinn, þar sem allt var f dumbrauðum lit, settist ég f stór- an nýtfzkulegan leðurstól, sem var eins og hálf eggjaskurn f lag- inu. Ég lá þar mjúkt og makinda- lega eins og fóstur f móðurkviði og sagði við Sonju: „Ef þig langar til að öðlast ódauðlegt nafn, Sonja mfn, f vitund þjóðar þinnar ættir þú að fara að eins og hún nafna þfn norska, Sonja Heine, og ánafna föðurlandinu málverka- safnið þitt þegar þú hrekkur upp af klakknum á næstu öld“. Þá gall hvatskeytlega f syni mfnum, sem sveif um sali f hrifnileiðslu af áhrifum listaverkanna og vfnsins: „Þið verðið þá að flýta ykkur að deyja“. Ég byrsti mig og svaraði með föðurlegri umvöndun: „Soh- ur sæll, þú hagar þér verr en hann pabbi þinn við vfn“. Þá skellihló Sonja og mælti: „Strák- ar mfnir, ég hefi bara gaman af glamrinu f ykkur“. Það er einmitt slfk jákvæð viðbrögð við lffinu og óvæntum uppákomum samfara húmor og hátfðleikaleysi,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.