Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 6
það, sem ég trúi á og hef helgi á er frá Gyðingum komið," segir hann. Svo sem til merkis hefur hann bæði gullkross og hebrezkan staf i festi um hálsinn; stafurinn er che og stendur fyrir chaim, sem þýðir líf. Á útidyrunum á húsi Boones getur og að lita kristilegt og gyðinglegt Boone á blaðamannafundi trúaðra útvarps- og sjón- varpsmanna í Washington. Undan farið hafa fjölmargir, þekktir Bandarikjamenn úr ýmsum starfsstéttum frelsazt og tekið trú. Boone i faðmi fjölskyldunn- ar. Hann og kona hans frelsuðust fyrir allmörgum árum. Dætranna hefur hann reynt að gæta eftir mætti, alið þær upp í guðs- ótta og góðum siðum og tekið þær umsvifalaust úr skólum, ef honum þótti eitthvað „vafasamt" í námsefninu. . . Það eru nú meira en tveir áratugir frá þvi, að Pat Boone fór að syngja opin- berlega. Hann varð fljótt frægur og átti vinsældum að fagna í nokkur ár, en þar kom, að frægðarsól hans seig og fór svo lengi litið fyrir honum. Aðir komu i staðinn, sem meir heyrðist í, má nefna Elvis Presley, Bitlana og alls kyns boð- bera fíknilyfja og frjálsræð- is í kynferðismálum. En Pat Boone hélt sínu striki; hann varð áfram „sami, góði drengurinn", eins og segir i kvæðinu. Tímarnir breyttust bara og „góðir drengir" áttu ekki lengur upp á pallborðið. Nú hefur Pat tvo um fertugt og er aftur farinn að láta að sér kveða, hann syngur nú Country & Westernlög og eitt lag hans, Texas Woman, náði miklum vinsældum ekki alls fyrir löngu. Hann er einnig orðinn mjög eftir- sóttur i sjónvarpsþætti. Tekst honum yfirleitt að koma mönnum á óvart ein- hvern veginn, — einkum i trúmálum. Hann var alinn upp i góðri kristni og hafði hann þá hugmynd lengi fram eftir, að engin önnur trúarbrögð kæmu til greina eða ættu rétt á sér. En nú á miðjum aldri er hann geng- inn í lið með Gyðingum, og kallar sig „tökugyðing" (gengi þeim fræga ættingja hans, Daniel Boone, líklega illa að skilja það, ef hann vissi). Boone heldur því fram, að kristnir menn hafi snúið sögu Gyðinga upp á sjálfa sig, ef svo má að orði kom- ast, rænt henni og eignað sér. „Maður var látinn lesa biblíuna þannig, að aldrei varð almennilega Ijóst, að Abraham, Móses og aðrir höfðingjar Gamla- testamentisins voru Gyð- ingar. Manni fannst, að þetta væru kristnir menn öllu heldur. Gyðingdómur- inn fór einhvern veginn fram hjá manni. En nú er mér að verða Ijóst, að flest trúartákn. Hann heldur þvl fram, að kristnir menn og Gyðingar þarfnist hvorir annarra, og gætu nú ef- laust margir fallizt á það. En hann lætur ekki sitja við orðin tóm. Hann sækir guðsþjónustur Gyðinga í samkunduhúsum. Kemur oft fyrir, er hann birtist þar, að hann er spurðu'r um erindi. Eru menn yfirleitt allhissa að sjá hann. En hann svarar ævinlega því sama til: „Ég er kominn af þvi, að ég held, að guð sé hérna". Ekki geðjast öllum þessi sinnaskipti Boones. Margir eru hálffeimnir við hann eftir, að hann varð trúaðar; félagar hans i sjónvarps- þáttum kvarta jafnvel um það, að þeir geti ekki sagt vafasama brandara, þegar hann sé nærstaddur! Og sumir Gyðingar tortryggja hann. Einn vék sér að hon- um fyrir skömmu og spurði með þjósti: „Hvað ætlastu eiginlega fyrir. Ertu að reyna að fá okkur af trúnni?" 4 Sú var tíðin, að Booone trúði ekki á guð. „Hjóna- band mitt var að rofna, vinnan var runnin út i sand- inn. Ég kom ekki lengur auga á neinn eftirsóknar- verðan tilgang i lifinu. Ég gaf upp vonina og týndi trúnni", segir hann nú. Kona hans tók þá upp á því „GÖÐIRDRENGIR" hœttu aðveraítízku- en nú gengur allt í haginn hjó Pat Boone

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.