Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 7
Þannig leit Boone út um það bil er hann hóf söngferil sinn. Snyrtilegur og góðlegur, ungur maður með drengilegan svip, eftirlæti allra mæðra. En svo urðu menn leiðir á góðum drengjum og hneigðust að síðhærðum delum, sem orguðu og brutu hljóðfæri. Þá hvarf Boone í skuggann. um langt skeið. að biðja guð hjálpar. Hálfu ári síðar „kynntist ég guði sjálfur", segir Boone. Eftir það velktist hann f vafa um fátt. Hann sneri sér strax að því að bjarga afganginum af fjölskyldunni; það eru fjórar stúlkur. Hann sendi þær I „góða, kristilega skóla" og reyndi sjálfur að ala þær upp í guðsótta og góðum siðum. Nu eru tvær giftar. önnur þeirra útgefanda, sem gefur út ýmislegt kristilegt lesefni. Tvær hin- ar yngri eru I föðurgarði, en við nám (sú yngri lauk prófi f sumar frá Kaþólskum menntaskóla. Hún átti fyrst að ganga I sama skóla og systir hennar, en sú hafði verið látin lesa bókina „Soul og lce" eftir Eldridge Cleaver og sjá myndina „A Clockwork Orange" f skólanum og þegar faðir hennar frétti það kom hon- um ekki til hugar að leggja yngsta barnið f aðra eins hættu). Boone hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og hefur tekið í þeim nokkurn þátt. Hann var til dæmis fulltrúi á seinasta flokks- þingi Repúblikana. Eitt sinn var hann beðinn að bjóða sig fram til þings, en færðist undan þvf, kvaðst „ekki hafa hæfileikana" sem þyrfti. Sfðan ber hann talsverða virðingu fyrir stjórnmálamönnum — þeim, sem eru sama sinnis og hann. Hinum hlffir hann ekki. T.d. sagði hann um Jimmy Carter, að hann væri „svona álfka kristinn og McGovern, væri fylgjandi frelsi að fóstur- eyðingum, kynvillu og marijuananeyzlu". Carter var greinilega ekki við bjargandi. . . Boone telur, að trúin sé allra meina bót og sé henn- ar ekki sfzt þörf í stjórnmál- um. Segist hann vel vita, hvernig standi á Water- gatemálinu og öðrum svikamyllum, sem upp komu út af þvf. „Við biðj- um ekki nógu vel fyrir leið- togum okkar", segir hann. í kirkju þeirri, sem hann sækir oftast, Kirkju vegar- ins f San Fernandódal, er ævinlega beðið fyrir öllum stjórnarstarfsmönnum og fjölskyldum þeirra á hverj- um miðvikudegi. Og ekki sakar að syngja dálftið og spila undir. „Ég held það sé meinlaust að boða trú sfna með skemmtun", segir Boone. „Auk þess er á það að Ifta. að hver verður að reyna að rækta þann garð, sem hann hefur verið settur niður f". Kvenleg er hún og kvenleg vill hún vera. Þegar hún var í heimavistarskóla gekkst hún fyrir mótmælaherferð gegn hokkíleik. Hokkíið var svo ókvenlegt . . . ER DAVINA DROTTNINGAREFNI? Fréttamenn hafa löngum fylgzt af miklum áhuga með kvennamálum Charles Bretaprins; hefur hann tæpast mátt taka f höndina á konu án þess hann væri orðaður við hana. Nú telja fróðustu menn um kvenna- mál prinsins, og jafnvel góðir kunningjar hans, að hann trúlofist á næsta ári, er hann hættir f sjóhernum. Þykjast þeir vera búnir að finna honum hæfilegt kvonfang. Það er Davina nokkur Sheffield, snotrasta stúlka. hálfþrftug °g þremur árum yngri en prinsinn. Davina er lagleg og kemur vel fyrir; ætti það ekki að saka — og mun reyndar ekki af veita þvf, að kvenpeningurinn f brezku konungsfjölskyldunni er rómaður fyrir annað en fegurð og þokka. En auk þess er líferni hennar og ætterni vfst óaðfinnanlegt; er búið að rannsaka þau mál tvisvar. Hún er líka búin að hitta tilvonandi tengdaforeldra sfna, Elfsa- betu og Filipus tvisvar og ekki bitu þau hana. Það má sem sé búast við þvf, að fjölskyldan leggi blessun sfna yfir ráðahaginn, ef af verður. Davina er komin af tignum ættum, sonardóttir MacGowans lávarðar. Þau prinsinn kynntust fyrir sex árum. Það var Anna, systir prinsins, sem kynnti þau. Upp frá þvf hefur Charles verið orðaður við sér eldri konu, Luciu Santa Cruz, bandarfska stúlku að nafni Laura Watkins og auk þess gamla kunningjakonu sfna, lafði Jane Wellesley. Það má heita kaldhæðnislegt, að þau Davina hittust aftur hjá lafði Jane fyrir tveimur árum. Mun lafðin ekki hafa yrt á Davinu sfðan. En stuttu eftir, að kynni tókust aftur með prinsinum og Davinu bauð hann henni heim til Balmoralkastala. Um það leyti var hún raunar hálftrúlofuð siglingakappa nokkrum, James Beard. Beard varð að láta hana lausa. Hann ber sig samt vel. „Ég var mjög hrifinn af henni", segir hann, „en svo fór sem fór. Og ég held hún verði frábær drottning — og stórkostleg eiginkona". Ætti prinsinn að geta reitt sig á þennan vitnisburð. Davina hfur lagt ýmislegt fyrir sig um dagana. Um skeið rak hún listmunabúð í London en gekk heldur illa kaupskapurinn. Eitt sinn vann hún um tfma í munaðarleysingjahæli í Saigon. Nú er hún sem sé f tygjum við prinsinn. Hún býr með systur sinni f London. Móðir þeirra bjó hjá þeim, en hún var myrt f marz I ár, tveir innbrots- þjófar rákust á hana og gerðu út af við hana. Þeir sitja báðir f lífstíðar- fangelsi. Ef Charles prins kvæntist Davinu mun hann að minnsta kosti ekki þurfa að kenna henni að bera sig vel og virðulega eins og kónga- fólki sæmir. í sumar var hún á baðströnd í Devon. Hún þurfti nú að skipta um föt og fór inn I búningsklefa — en rangan klefa, það var búningsklefi karlmanna. Lffvörður þar á ströndinni rakst inn í grandaleysi og kom að Davinu kviknak- inni. Hann hrökklaðist út aftur. En seinna meir, er hann var búinn að ná sér alveg, hafði hann þessi orð um: „Þetta var stórfengleg sjón — og hún deplaði ekki einu sinni auga!" Svona eiga drottningar að vera. . .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.