Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 10
Tízkusýningaferillinn er að baki og nýr áfangi hefur tekið við. Nú er Kristfn f senn hús- móðir og kaupmaður og sést hér með nýfæddan son sinn. Fyrirsætan býr í ferðatöskunni — og þrátt fyrir œvintýraljómann er starfíð bindandi og þreytardi til lengdar Kristfn Waage fékk fyrstu verð- laun og var kjörin „Fulltrúi ungu kynslóðarinnar" í samkeppni sem hér var haldin fyrir nokkrum ár- um. Þá var hún sextán ára, en þessi verðlaun voru veitt fyrir fagra og frjálsmannlega fram- komu. Ef til vill var það upphafið að því að sfðan hefur hún starfað f fjögur og hálft ár á erlendri grund sem ljósmyndafyrirsæta og tizkusýningarstúlka. Lengst af var hún í Frakklandi en sfðasta árið dvaldist hún í New York. Kristín er nú hætt fyrirsætu- starfinu og komin heim til ís- lands. Hún er gift Ásgeiri Bölla Kristinssyni og eiga þau nokkurra vikna gamlan son. Þau hjón hafa opnað tfzkuverzlunina „Sautján" við Laugaveg 46. Við hittum Kristfnu að máli og spurðum hana örlftið um feril hennar í þessari fyrri atvinnu- grein hennar, 'en löngum hefur nokkur ævintýraljómi stafað af slíku starfi. Kristín sagði okkur að eftir Verzlunarskólanám hefði hana fýst að fara til Frakklands til að leggja þar stund á frönsku, sem hún og hóf f París árið 1971. Þá hafi henni dottið í hug að drýgja peningana með fyrirsætustarfi og sneri sér því til fyrirtækis sem annast slfka fyrirgreiðslu þar f borg, Christa Modeling Agency. Þar var henni sagt að hún ætti fyrst að snúa sér til ljósmyndara, láta taka af sér myndir og setja þær f sérstaka bók. Sfðan gekk hún á milli fyrirtækja með bókina og árangurinn varð sá að atvinnu- tilboðin urðu svo mörg á Kristfn lagði frönskunámið 'é hilluna enda var tæpast hægt að sameina þetta tvennt. „Frönskuna lærði ég svo bara eftir eyranu, tala hana ágætlega, skil vel, en mig vantar málfræði- kunnáttu",. segir Kristín. „Mér vegnaði vel, hafði alltaf meira en nóg af verkefnum. Ég vann hjá ýmsum fyrirtækj- um I París og ferðaðist um, því þessu starfi fylgja mikil ferðalög, t.d. fór ég víða um Frakkland, Italíu og Afríku og um Bandarfk- in árið sem ég var þar. 1 Bandarfkjunum var ég ráðin hjá Eileen Ford, sem rekur eitt bezta fyrirtækið á þessu sviði bæði austan hafs og vestan. 1 New York þurfti ég enn að kynna bókina með myndunum af mér hjá ýmsum fyrirtækjum en hafði þá bætt við myndum, sem höfðu birzt f blöðum og tímaritum f Evrópu og það auðveldaði mér að fá verkefni. Mér féll vel starfið f Parfs en ennþá betur f New York. Hins vegar er ég nú fegin að vera kom- in heim. Þetta starf er bæði ævintýra- legt og spennandi f fyrstu en þreytandi til lengdar og bindandi. Þessu fylgja stöðug ferðalög og segja má að maður búi eiginlega f ferðatöskunni. Auk þess sem ég sat fyrir hjá ljósmyndurum, tók ég þátt í tfzkusýningum hjá ýms- um fyrirtækjum. Ég kynntist mörgu ágætu fólki f þessari grein og held sambandi við það. Vel má vera að ég hoppi inn í einstök verkefni, þegar ég fer í innkaupaferðir fyrir verzl- unina. Hvaða vörur eru helzt á bostól- um f verzluninni? Það er kvenfatnaður frá Lon- don Parfs og Kaupmannahöfn. Við leggjum áherzlu á að hafa sem mest úrval, bæði fyrir ung- linga og einnig fyrir konur. T.d. seljum við vörur frá frönsku fyr- irtæki, Daniel Hechter. Ég sýndi sjálf mikið þær vörur í Parfs og veit að þær eru vandaðar. Sömu- leiðis seljum við vörur frá öðru frönsku fyrirtæki, Michel Axel, svo nokkuð sé nefnt. Heldurðu nú ekki að þú munir sakna fyrirsætustarfsins úti-f hin- um stóra heimi? Nei, það held é ekki. Ég ætlaði aldrei að setjast að erlendis, kom alltaf heim fjórum sinnum á ári og dvaldist hér f hálfan mánuð eða meira. Og nú tfmi ég alls ekki að fara frá heimilinu", segir Kristín og rennir hýru auga til litla sonarins. Ingimar Erlendur Sigurðsson VERULEIKI DRAUMSINS Sló8 mín I dögginni, gagnsær vegur. Sporiaus óendanleikinn eltir mig. Ég geng niður að vatninu áður en sólin ris. Sólin mun þurrka út mig og óendanleikann. Ég fæ andlit. Ég fæ nafn. Ég fæ skónúmer. í dagbók hinna blindu. Óendanleikinn gengurá milli linanna. Himinn milli skýjakljúfa. Ást milli manna. Vatn milli bakka. Allt sefur og dreymir. Vatn stígur yfir þröskuldinn. þangað sem kona min sefur ástardraumi. Vatnið seytlar til baka, um opinn glugga. Það hefur draumblóm vökvað sem gefa því ilm að skáldalaunum. Hún sem sefur veit ekki að ég er vaknaður, veit ekki að draumar vöktu mig. Draumarnir sýna mér veröldina. Vökudraumarnir gefa mér veröldina. Hana sem sefur ósnerta. Horfin fingraförá silkihúð. Horfna kossa af brjóstum. Horfna drauma. Sæði mitt sem hvilir i henni dreymir óbornar kynslóðir, ný augu til að horfast i augu. Draumar sem spegla drauma. Draumar sem vekja drauma. Ég sezt á draumbakka vatnsins til að fiska vitranir. þolinmóður, fiskimaður drauma. Agn mitt er óendanleikinn. Það tekur langan tima að dreyma. Það tekur langan tima að fæðast. Það tekur langan tima að elska. Það tekur langan tima að rætast. Fyrr eða siðar munu vitranir stiga upp úr sofandi vatninu. Ég færi þær konu minni að morgungjöf, þegar ástin ris i augum hennar, blindar mig, svo ég sé veruleika draumsins. f botni augans. f botni vatnsins. Ég þrái að dýfa fótum i vatnið, en vil ekki styggja vitranir. Ég vil ekki vekja það sem sefur. Ég vil ekki svæfa það sem vakir. Vatnið sem ég ekki geng er heilagt. Heilagir draumar sem biða þess að rætast. Sjálfir i sjálfum sér. Drauma sem dreymir. Ég bið þess að botn vatnsins lyftist i fang mitt, þá ber ég hann heim á leið. Fjársjóð vatnsins, vitranir þess. sem sváfu á botninum. ber ég heim á leið. Ég rek slóð mína til baka, ég get ekki villzt. sólin er ekki risin, ég geng i dögginni, spor min fljóta á grasinu. Ég klofa yfir sársauka- þröskuldinn. Hér er hann svo hár. Hér er svo hátt til himins. Hér I þessu lágreista húsi. það brakar i gólffjöl. Ég geng að rúmstokknum. Hún rumskar, brosir til mín, áður en hún vaknar, brosir til min, þegar hún vaknar. Ég færi henni vitranir i sængurgjöf. Ástin min, við sveltum ekki i dag. ALSNJÓA Það snjóar inn i sjálfan hugann, og senn er allt hið liðna gleymt. Þó suðar ennþá sama flugan: æ, sjáið, hvað mig hefur dreymt. Á meðan fellur mjöllin yfir, svo minning þin á hvergi spor. Og bráðum ekkert blóm þar lifir, sem bar i hug mér liðið vor. Að lokum hyljast lika fjöllin, sem lyfti hugur minn i bæn. Og eftir verður aðeins mjöllin, sem aldrei verður sumargræn. Og liil fluga leggst þar niður, er lifðir þú sem minning Ijóðs. En eftir það er algjör friður. og aðeins mjöll og dropi blóðs. Úr nýrri Ijóðabók Veruleiki draumsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.