Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 12
Hvítu kollarnir frá í vor þarna er jafnréttið ríkjandi. Meðfylgjandi myndir eru úr Morgunblaðinu og Tímanum frá síðastliðnu sumri. Þar eru sendinefndir, ráðstefnur og stjórnir - og ekki ein einasta kona Eftir Þuríði J. / Amadóttur Þeir eiga sæti í hinni nýju stjórn SUF. t fremri röð frá vinstri: Sigurður Haraldsson, Reykjavik, Magnús ólafsson, Sveinsstö&um, forma&ur, Jónas Gestsson, Heilissandi, Halldór Asgrimsson, Höfn I Hornafir&i. Aftari röft f.v.: Jón Sigur&sson, Kópavogi, Eirfkur Sigur&sson, tsafir&i, Friörik Georgsson, Keflavík, Gu&ni Agústsson, Selfossi, Sveinn Jóns- son, Reykjavlk. ERU KONUR ÓHÆFAR / I , STJORNIR? Með hinu alþjóðlega „kvenna- ári“ Sameinuðu þjóðanna upphófst ný sóknarlota f jafn- réttisbaráttu kvenna. tslensk kvenþjóð lagði þar sitt af mörkum svo rækilega, að ekki aðeins undirtók í þeirra eigin um- hverfi, heldur vfða um heims- byggðina. Eins og landsfólki máljóst vera, er hér átt við hið eftirminnilega stefnumót fslenskra kvenna á Lækjartorgi og nágrenni hinn 24. oktober 1975. Efni þessa þáttar má rekja til hugleiðinga á eins árs afmælisdegi þessa afreks, sem ætla má að verði konum varanleg hvatning til samstöðu og samtaka á langri leið að settu marki. I tilefni þessa merkisdags tók ég að svipast um eftir fróðleik um jafnréttismál einkum því er telja mætti til framfara á umliðnu ári. Handbærra heimilda er helst að leita f dagblöðum, er komið hafa út frá þessum tímamótum, ásamt öðrum ritsmíðum er lúta að þessu efni. Ekki er laust við að nokkurrar gamansemi hafi gætt hjá fjölmiðl- um og einstaklingum, er fjallað hafa um atburði er óhjákvæmi- lega hlutu að birtast f sviðsljósi á „kvennaári" og í kjölfari þess. Við það er ekkert að athuga, þar sem fullyrt er að flestu gamni fylgi nokkur alvara. Má vera að hér verði að einhverju leyti sami háttur hafður á, þótt málefnið sé f rauninni meira alvörumál en fólk af báðum kynjum virðist hafa gert sér ljóst. Framlag kvenna jafnt sem karla í dagblöðum, virðist þó einkennast öðru fremur af óráðinni stefnumótun og gætir þar stundum mótsagna, sem nálgast að vera skemmtileg öfug- mæli. Af ýmsu efna er að taka og ekki nema brot ein, er hér verða tekin í máli og myndum bæði f gamni og alvöru. Til þess að benda á athyglis- verðar staðreyndir hugkvæmdist mér að leita í skýrslu Námsbraut- ar f þjóðfélagsfræðum við Háskóla Islands, er út kom f bókarformi árið 1975 undir heit- inu „Jafnrétti kynjanna". Hingað til hafði ég ekki kynnt mér efni hennar nema af fréttaflutningi er birtist í fjölmiðlum. Það þótti mér ánægjuleg vitneskja, að þessa Bók var ekki að fá til útláns á bóka- söfnum, þar sem hún er næstum aldrei inni, að sögn bókavarða. Ástæðan til þess að ég tek þetta fram er sú, að ég tel að hvetja þurfi konur til að kynna sér þær staðreyndir, er þarna er að finna um raunverulega stöðu þeirra I þjóðfélaginu. Mest veltur á af- stöðu kvenna sjálfra hvort breyt- inga er að vænta frá þeim stað- reyndum er þar koma fram, þótt að vísu hafi þróunin þokast í já- kvæða átt sfðan fyrrgreind rann- sóknarskýrsla var gerð. En betur má ef duga skal. Sanngjarnt er að leiða hugann að viðleitni stjórnvalda til aukins jafnréttis kvenna og karla f land- inu. Arið 1971 eða með allrúmum fyrirvara til væntanlegs „kvenna- árs“, samþykkti Alþingi tillögu um rannsókn á jafnrétti þegn- anna í íslensku þjóðfélagi og skyldi rannsóknin beinast að raunverulegu jafnrétti karla og kvenna að þvf er varðar menntun., störf, launakjör og hverskyns þátttöku í félagslegum verkefnum. Tillagan fól einnig f sér að kanna ætti hverjar breyt- ingar á gerð þjóðfélagsins gætu stuðlað að þvá að auka jafnrétti manna. Sem kunnugt er fór þessi rann- sókn fram eins og áður var að vikið. Rannsóknin náði þó aðeins til fyrri liðar tillögu Alþingis, þ.e. könnunar á jafnrétti karla og kvenna á þeim sviðum, sem fyrr getur eins og þau mál stóðu í höfuðatriðum einkum á árunum 1970 til 1973. Hins vegar hefur rannsókn ekki enn farið fram, á sfðari lið ályktunar Alþingis, þ.e. — Hvaða breytingar á gerð þjóðfélagsins gætu stuðlað að auknu jafnrétti. Misrétti er rfkjandi Niðurstöður þeirra rannsókna er fram fóru á jafnrétti karla og kvenna leiða í ljós, — að þrátt fyrir lagaleg réttindi til menntun- ar, atvinnu, launa og stjórnmála- legrar þátttöku, ríkir enn veru- legt misrétti milli karla og kvenna á öllum þessum sviðum. Ennfremur segir f fyrrnefndri skýrslu: — Mjög mikill mismunur er á þvf hvernig konur og karlar hafa hagnýtt sér hin lagalegu réttindi. Konur hafa almennt minni menntun en karlar. Þær sækja færri skóla og temja sér einhæfara námsval. Karlar og konur velja sér einnig mjög ólíka starfsmenntun. Atvinnulíf landsins greinist I ákveðin karla og kvennastörf. Karlar eru rfkjandi við aðalat- vinnuvegi þjóðarinnar, tækni- störf og stjórnun. Konur sinna heimilisverkum, barnagæslu og þjónustustörfum. Kvennastörf eru í lægri launaflokkum en karlastörf, tekjumunur karla og kvenna verulegur á flestum sviðum. Rótgróin þjóðfélagsöfl hafa mótað þennan mismun kynjanna og halda honum við. „An nýrra aðgerða og breyttra viðhorfa verða ekki f næstu framtfð um- fangsmiklar breytingar", sam- kvæmt niöurstöðum rannsókna. Mikill fengur væri að vitneskju um hvaða aðgerðir gætu leitt til gagngerðra breytinga í þessum efnum. Rfkjandi stefna f náms- og starfsvali A siðastliðnu vori lögfesti Alþingi jafnan rétt kvenna og karla um möguleika til atvinnu og menntunar og greiðslu á jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf. 1 sömu lagasetningu var kveðið á um jafnréttisráð til að annast framkvæmd jafnréttislaga. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.