Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 8
frá Allar litmyn voru á s; Viktors Sp Norræna i Viktor Sparre ásamt Solsjenitsyn f Oslo 1974. Lifandi vera f hverj' herbergi cn allir einangraðir. Einmanaleikinn er eitt af þvf sem Sparre fjallar um f myndum sínum. Að neðan: Nauðungarferð Bukovskis. Málverk frá 1974. VIKTOR SPARRE norski málarinn og mannvinurinn, sem leyfir sér að setjafram skoðanirí list sinni Myndirnar hans héngu f Nor- ræna húsinu, stórar, einfaldar og litsterkar, þegar svartasta skammdegismyrkrið var f þann veginn að færast yfir og jóla- annrfkið f nánd. Viktor Sparre; ekki hljómaði nafnið kunnug- lega þá. Þetta var vfst einhver Norðmaður sögðu menn. Aðrir sögðu, að hann væri vfst með trúargrillur. Ég fór samt sfðasta daginn, sem myndirnar hans héngu uppi og fannst þegar við fyrsta augnakast, að hér væri eitthvað óvenjulegt á ferðinni og vert allrar athygli. 1 fyrsta lagi var augljós þráður, sem tengdi þessi verk við Edvard Munch, eitthvað þjáningarfullt og umfram allt norrænt. f öðru lagi var hér á ferðinni brot af naivista, en svo eru þeir nefnd- ir, sem halda hinum uppruna- lega myndsköpunarhæfileika barnsins óbrengluðum framá fullorðinsár. Mér virtist samt, að Viktor Sparre hefði búið sinn naivisma til sem stflbragð, fremur en að hann væri upp- runalegur. f þriðja lagi var auðsætt, að maðurinn var að segja okkur eitthvað með þessum myndum. Þeim var ekki aðeins ætlað að segja sögu, hcldur miklu frem- ur að hrópa á okkúr f hinum skuldum vöfðu vellystingum. Ifrópa á okkur og heimta af- stöðu til þeirrar kúgunar og ofbeldis, sem svo víða á sér stað. Viktor Sparre hefur stundað hefðbundið listnám og unnið undir handleiðslu Axels Revoids eins og Jón Engilberts, Þorvaldur Skúlason og Snorri Arinbjarnar. Hann lætur ævin- lega myndræn gildi sitja f fyr- irrúmi; myndir hans eru sterk- ar og einfaldar f byggingu og lit. En Sparre brýtur mjög kröftuglega þá rétttrúnaðar- kreddu, sem varð allsráðandi með abstraktlistinni, að mynd ætti helzt ekki að segja sögu, hvað þá að predika. Að vfsu voru alltaf einhverjir nægilega sjálfstæðir og sterkir til að hafa erkibiskups boðskap að engu. Sú mynd, sem kannski telst frægasta listaverk aldar- innar, Guernica eftir Picasso, er vissulega heiftúðug prédik- un. Þar er sett fram skoðun, sem ekki fer milli mála. A því timabili þegar abstrakt útfærsla varð ráðandi tfzka f myndlist, var reynt með öllu hugsanlegu móti að niður- lægja þá myndlist, sem sagði sögu og setti fram skoðun. En með popplistinni og einkum þeirri grein, sem nefnd hefur verið pólitfsk list, hefur hinn þröngsýni krcdduskilningur þokað. Hér á landi höfum við helzt kynnzt pólitískri list áfor- sfðum Þjóðviljans. Þar virðist aftur á móti snobbað fyrir getu- leysinu og ættu þessar trúboðs- forsfður að geta verið skóla- dæmi um, hversu hrapalega

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.