Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 2
Smdsaga eftir Theodore L. Thomas Robert Proctor var góður ekill, þó að hartn væri ungur að árum. Braut- in lá breið fyrir framan hann og hann naut akstursins á hlýjum maímorgni. Hann var rólegur og við öllu búinn. Tveggja klukkustunda akstur hafði ekki enn vaidið þreytu- verkjunum, sem hófust aftan í hnakkanum. Sólin skein, en sólskinið var ekki óþægilegt og það var vorilmur í lofti. Hann dró andann djúpt og andaði frá sér. Þetta var góður ökudagur. Hann leit út undan sér á grann- vöxnu, gráhærðu konuna, sem sat við hlið hans í framsætinu. Hún brosti vð honum um leið og hún leit á trén og akrana, sem þutu fram við bílrúðuna. Robert Proctor leit strax aftur á veginn. „Finnst þér gaman, mamma?" spurði hann. „Já Robert." Morgunyndið var einnig í rödd hennar. „Það er ánægjulegt að sitja hérna við hlið þér. Ég var einmitt að hugsa um allar þær stundir, sem ég ók um með þig lítinn. Ætli þú hafir notið þess jafnmikið og ég nú?" Hann fór hjá sér, en brosti þó. „Auðvitað mamma." Hún klappaði honum mjúklega á handlegginn og leit aftur út um gluggann. Hann hlýddi á vélarhljóðið. Fram- undan var stór vörubíll, sem ryk- mekkirnir stigu upp eftir og að baki vörubílsins var langur, blár einka- bíll. Robert Proctor veitti þessu at- hygli og skrásetti það í minni sér. Hann ætlaði að aka fram úr þeim, en það tæki eina eða tvær mínútur. Hann hlustaði á vélarhljóðið og naut þess. H:nn hafði yfirfarið vélina sjálfur og hann naut malsins í henni. Bifvélavirki hefði ekki gert það betur. Vélin malaði áfram núna, en ekki tæki hún síður við sér á meiri hraða. Aðeins kunnáttumenn fara rétt með vélar og Robert Proctor vissi, að hann var kunnáttu- maður. Hann fann það um leið og hann stýrði bílnum, að þau voru eitt — vélin og hann. Brautin lá breið frammi fyrir honum og Robert Proctor var of góður ekill til að njóta ekki akstursins. Hann komst að hlið langa, bláa bilsins og fór fram úr honum. Hann ók eilítið yfir leyfi- legan ökuhraða, en hafði fullt vald á bílnum. Langi blái bíllinn beygði skyndilega fyrir aftan vörubílinn. Beygði aðvörunarlaust og lenti utan í hans bíl, svo að hann fór inn á vinstri akrein. . Robert Proctor var góður ekill, hann hemlaði ekki strax. Hann notaði stýrið til að halda bílnum á réttri braut. Vinstra megin sukku hjólin í aur og leðju, en hann beygði til vinstri, þvi að hann varð að forðast umferðina andspænis. Fyrst gekk allt vel, en svo lenti hjól- barðinn á steini og hann heyrði loftið gusast út, þegar hann sprakk. Vinstra dekk farið! Bifreiðin hægði á sér og þá veinaði móðir hans. Bíllinn hringsnerist og komst inn á hinar akreinarnar. Robert Proctor barðist við stýrið. Hann ætlaði að halda bilnum á brautinni, en sprungni hjólbarðinn reyndist of erfiður. Veinið endurómaði i eyrum hans um leið og einhver hluti heila hans velti því fyrir sér, hvernig væri unnt að veina svona lengi án þess að anda. Önnur bifreið rakst utan í hlið hans og umsvifalaust var hann kominn aftur á vinstri akrein hraðbrautarinnar. Hann hentist í kjöltu móður sinnar, en hún rakst á hægri dyr bílsins. Hurðin opnaðist ekki. Með vinstri hönd teygði hann sig til stýrisins og rétti úr sér. Hann beygði aftur til vinstri og reyndi að verjast umferðinni á móti. Móðir hans gat ekki rétt úr sér; hún lá við hægri bilhurðina og stundi með snúningi bílsins. Loksins tókst Robert Proctor að ná stjórn á bílnum og stýra honum yfir á rétta akrein, en þá kom annar bill, sem ætlaði að ná sinu sæti í röðinni. Maðurinn undir stýrinu sat óhreyfanlegur, með galopin ótta- slegin augu. Við hlið mannsins var sofandi stúlka með mjúka lokka sem umkringdu andlit hennar. Bif- reiðarnar nálguðust óðum og Robert Proctor sá, að árekstur var óum- flýjanlegur. Hann sat stjarfur og horfði á hreyfingarlausa stúlkuna en vein móður hans endurómuðu enn i eyrunum. Hann fann elokert til þegar bifreiðarnar tvær rákust á hvora aðra. Hann fann aðeins eitthvað þrýstast að kvið sér og allt varð myrkt. Skömmu áður en hann missti meðvitund heyrði hann veinin hætta og langvarandi stunu, sem virtist endalaus. Þá tók myrkrið við. Robert Proctor fannst hann hafa sokkið í botnlausan hyl. Hann greindi glimt í fjarska og fannst hann heyra orðaskil. Hann reyndi að nálgast Ijósið, en það var honum um megn. Hann lá grafkyrr, reyndi aftur og Ijósið varð skærara og raddirnar skírari. Hann reyndi aftur og nálgaðist æ meira. Loks lauk hann upp augunum og horfði á manninn andspænis sér. „Er allt í lagi, vinurinn?" spurði maðurinn i bláa einkennis- buningnum. Andlitið kom Robert Proctor kunnuglega fyrir sjónir. Hann hreyfði sig varlega og sá, að hann sat i stýrissæti bifreiðar, en sætið var eins og stóll og hann var óslasaður. Hann gat hreyft bæði hendur og fætur. Hann leit um- hverfis sig og mundi allt. Einkennisbúni maðurinn sá vax- andi skilningsglampa í augum hans, og sagði. „Þetta er allt í lagi, vinur- inn. Þú varst aðtaka ökuprófið." Robert Proctor leit á manninn. Hann sá hann vel, en þó skyggði mynd sofandi stúlkunnará allt. Einkennisklæddi maðurinn hélt áfram máli sínu: „Við létum þig ienda i slysi með dáleiðslu — það er alltaf gert nú orðið, áður en menn fá ökuskírteinin sín. Þeir aka betur og eru bara varkárari siðar. Manstu eftir öllu? Stundum kemur það smámsaman." Robert Proctor kinkaði kolli og hugsaði um sofandi stúlkuna. Hún hafði aldrei vaknað, draumur hennar aðeins sá, sem enginn vaknar frá — dauðinn. Ekkert þar á milli. Það var að vísu slæmt með móður hans, en hún var jú gömul. Sofandi stelpan blátt áfram eyðsla. Framhald á bls. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.