Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 4
Jtms Mqi/ VHDI/ Þau eru 9®mu* °9 hrum og ekkert er auðveldara en hrinda þeim f I’tVV T UKI\ götuna og hirða það, sem þau hafa meðferðis. Af þessum ástæðum þorir aldrað fólk varla fyrir sitt litla líf út úr íbúðum sínum og það verður meiri háttar martröð að hætta sé út til að kaupa í matinn. Að neðan: Anna Liebermann býr hátt uppi og samband hennar við umheiminn er fólgið í útsýninu. En hún hættir sér ekki út. ÞAÐ HEFUR farið þannig vfða f borgum f Bandarfkjunum, að hverfi dröbbuðust niður með tfm- anum, fólk flutti þaðan um leið og það varð einhvers megandi, en eftir urðu þeir, sem hvergi kom- ust fyrir fátæktar sakir ellegar viidu ekki fara af einhverjum ástæðum. Aldrað ,fólk er mjög margt f þeim hópi. Það dagar uppi f háifniðurnfddum hjöllum f fátækrahverfunum — innan um hvers kyns misyndislýð, sem jafn- an er fjölmennur f slfkum hverf- um. Glæpalýðurinn leggst á gamla fólkið, það er auðveld bráð og getur ekki varið hendur sfnar. Hefur árásum á gamalmenni fjölgað geigvænlega á nokkrum undan förnum árum. Nú eru gamalmcnnin f fátækra- hverfunum fæst nokkrum efnum búin, og lítið af þeim að hafa. Þess vegna eru það helzt ungir og upprennandi glæpamenn, strákar innan við tvftugt, sem leggjast á þau; þeir fullorðnu telja það ekki ómaksins virði. Oft láta þessir drengir sér nægja að hirða það fémætt, sem þeir finna. En stund- um misþyrma þeir gamla fólkinu og drepa það jafnvel. Þetta verður til þess, að margir aldraðir þora að hætta sér út úr húsi nema rétt út f búð, vfggirða fbúðir sfnar og sitja þar umsetnir og bfða þess, sem verða vill. 1 greininni hér á eftir gefst nokkur hug- mynd, um ævina, sem gamalt fólk á f fátækrahverfum þriggja bandarfskra borga — New York, Chicago og Oakland. Börn ræna gamalmenni Fyrir skömmu var blaðamaður staddur ásamt Donald Gaffney rannsóknarlögreglumanni í Bronxhverfinu í New York. Við komum auga á öldruð hjón á stétt- inni handan götunnar. Þau staul- uðust áfram. Þau fóru yfir Fordham Road og voru greinilega á leið eitthvert inn í Bronx. Þau leiddust og studdu hvort annað og okkur sýndist, að hvorugt mætti sleppa því að þá dytti hitt. Þegar þau stigu upp á gangstéttarbrún riðaði konan til falls en tókst með erfiðismunum að ná jafnvæginu. Svo stauluðust gömlu hjónin áfram leiðar sinnar. Gaffney dæsti, er hann horfði á eftir þeim og sagði: „Þarna fer auðveld bráð“. Þúsundir annarra gamalmenna í niðurníddum hverfum hér og hvar í New Yorkborg eru glæpa- mönnum álíka auðveld bráð. Þeim er mest hætta búin af hálf- stálpuðum strákum, upprennandi bófum, sem eru að læra listirnar. Þessir piltar eru furðu kaldrifj- aðir sumir. Þeir hafa jafnvel mis- þyrmt 103 ára gamalli konu. Ekk- ert fémætt höfðu þeir upp úr því nema dálitlar matvörur, sem gamla konan hafði verið að kaupa, tveggja eða þriggja dollara virði. t hverfinu þar, sem Donald Gaffney starfar, eru 97% afbrota- mannanna blökkumenn, 95% fórnarlambanna eru hvítar konur, flestar Gyðingar, sem hafa ekki viljað flytjast burt þótt hverfin í kring grotnuðu niður. Gamla fólkið er oft afar þrjózkt i þessu efni og situr sem fastast hvað, sem i skerst. Er það til marks, sem Gaffney sagði, að „Fagin (sá frægi Gyðingur úr Oliver Twist eftir Dickens) mundi ekki endast hérna i Bronx stundinni lengur. Hann mundi hringja á lögregluna eins og skot“! Það er ekki af kynþátta- ástæðum, að blökkumenn herja á hvít gamalmenni. Ástæðan er sú fyrst og fremst, að þeir þykjast vissir um, að gamlingjarnir liggi á peningum, eigi falda sjóði í gömlum skókössum, eða i rúm- dýnum. Ránsmennirnir fara jafn- an nokkrir saman, þrir eða fjórir og jafnvel tíu i hópi. Það er algengt, að þeir komi saman að morgunlagi, ráði ráðum sinum og skipuleggi „störf“ dagsins. Svo fara þeir á stúfana. Yngsti og sakleysislegasti strákurinn er sendur inn i banka t.d og á hann að finna þar fórnarlamb. Þessir njósnarar eru oft ekki nema 11 eða 12 ára gamlir svo, að enginri grunar þá um græsku. Strákur kemur nú auga á gamla konu, sem er að taka peninga út úr banka- bók, eða innleysa ellilífeyris- tékka. Hann lætur félaga sína þá vita. Þegar konan kemur út úr bankanum fer einn piltanna i humátt á eftir henni en hinir halda sig lengra burtu til þess, að konuna fari ekki að gruna neitt misjafnt. En þegar hún hverfur inn um dyr á fjölbýlishúsi taka þeir til fótanna og þegar hún fer inn í lyftu fara þrir eða fjörir inn um leið. Þeir fara svo úr lyftunni einni hæð neðar en konan og læð- ast upp stigann. Þegar hún opnar dyrnar að ibúð sinni þjóta þeir til hrinda henni inn og loka á eftir sér. Eiga þeir svo alls kostar við hana. Fyrst beita þeir væntanlega hótunum, en ef þær hrífa ekki tekur einhver þeirra sig til og ber konuna. Til þess er oft valinn piltur yngri en 16 ára — hann er ekki sakhæfur. Og hagsmuna barna er svo vel gætt, að það kemur varla fyrir, að þau sitji inni fyrir afbrot nema skamma hrfð. 75% glæpamanna yngri en 16 ára, sem teknir eru í Bronx, hafa verið handteknir og kærðir áður en þeim sleppt fljótlega aft- ur. Margir hafa jafnvel verið fangelsaðir mörgum sinnum en DDDMY Gatart eins og á öskuhaugunum, húsin DKUINa niðurnídd. En strákarnir sem alast upp við þessi ósköp eru harðir í horn að taka og þótt þér séu ekki stórir, eiga þeir allskostar við gamlar konur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.