Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 13
algerri andstööu við slíkan barna- skap. Og þó að hann elskaði börn- in og „taldi þau hæf til guðsríkis,“ hafði hann þó sjálfur í fyllsta mæli lagt niður barnaskapinn. Hefði hann snúið við, og orðið eins og barn, hefði hann aldrei orðið það, sem hann varð, einn af mestu leiðtogum heimsins. Að snúa við og verða eins og barn, er texti úreltrar predikunar. Og þessi stöðugi söngur um barnseðl- ið, sem það eina rétta eðli, er veiti aðgang að ríki himnanna, er einn af þeim söngvum, sem skynborið fólk er fyrir löngu hætt að hlusta á. Sem vonlegt er, eru menn með óbrengluðu viti teknir að lita óhýru auga hverja þá skoðun, er stríðir mót heilbrigðri skynsemi. Þar undir heyrir að sjálfsögðu sú skoðun, að mönnunum beri að snúa við og verða eins og börn. En eftir þeirri skoðun á þroskinn að laga sig eftir vanþroskanum, og sjá allir, hvílík fjarstæða slíkt er. Eðlilegast væri þá að spyrja: Til hvers eru skólar heimsins? Hvort eru þeir stofnaðir til að viðhalda barnaskapnum eða til þess að leggja hann niður? Svarið er aug- ljóst og þarf engrar skýringar við. Vaxtarlögmál heimsins er þá lika I algerðri mótsetningu við allan barnaskap, sem mark til að keppa að. Þroskinn er það, sem koma skal. Þróunarsaga barns og blóms eru algerðar hliðstæður. Blóm er ekki fullþroskað fyrr en það hef- ur náð að springa út i tilheyrandi fegurðarskrúða. Svo er og um barn. Það er ekki fyrr en í full- þroskanum, að það nær fyllingu að fegurð og tign. öll æska á vissulega sina fegurð út af fyrir sig. En fullkomnun hennar fæst ekki nema handan landamæra æsku og bernsku. Og nú skulum vér virða fyrir oss litið barn. Innra með því munu leynast fléstir þeir eðlis- þættir, sem síðar kunna að verða gildandi komandi dögum. Þannig verður lifið í þeim hverfum, þar sem fyrsta persónan er sett ofar öllu, en önnur og sú þriðja er ekki til. Gjalda skyldi þó varhuga við að skoða slíkt fólk sem siðferði- legar smæðir. öllu réttara er að lita á það sem menn, er þurfa lækningar við. Það þarf ekki að vera sök nokkurs manns, þótt líkamsvöxtur hans stöðvist á óeðlilegum tíma. Hið sama gildir um hinn innri vöxt. 1 báðum þess- um tilfellum getur verið um orSakir að ræða, sem oftar en hitt eru með öllu óviðráðanlegar, og sem einstaklingurinn um leið getur ekki talizt ábyrgur fyrir. Þegar þannig er farið, eru siða- predikanir fyrir fólk eigi aðeins óleyfilegar og tilgangslausar, heldur eru þær beinlínis skaðleg- ar. Hins vegar geta sálfræðilegar leiðbeiningar mátt sín mikils til úrbóta í slikum vanda. Eru til um það fjölmörg dæmi. Slíkar leið- beiningar hníga allar í eina höfuðátt. Þær miða að þvi marki að fá það fólk, sem ekkert sér nema sjálft sig, tal að unna ein- hverju öðru — mönnum — mál- efnum eða einhverju öðru í um- hverfinu. Mönnum þarf að lærast sú list að geta gengið upp í ein- hverju öðru en sjálfum sér. Með þessu er engan veginn höfðað að þvi að má út gildi fyrstu persón- unnar. öllum mönnum ber ský- laus skylda til að virða sinn eigin persónuleika. En til þess að hann fái notið sin sem fyllst, þarf hann að færast út fyrir sjálfið. Og til þ'ess, að hann geti skilað tilskyld- um vöxtum, þarf hann að leggjast inn í innlánsdeild hins mikla lífs fyrir utan. Sagan er full vitnisburða um menn, sem lagt hafa niður barna- skapinn, til að þjóna lífinu i stór- um stíl. Af lífssögu margra þeirra má læra þá mikilvægu lexíu, að þá fyrst hafi þeim fundizt lífið þess virði, að því væri lifað. Sum- ir slíkra manna minnast með hryggð dvalar sinnar innan múr- veggja sfngirninnar, þar sem hinn myrki svipur hennar grúfði sifellt yfir. En þar sem þeir nú hafa gengið þjónustunni á hönd, sjá þeir sól og vor um viða veröld. Það getur verið margt, sem er þess umkomið að leysa menn úr álögum barnaskapar sjálfselsk- unnar, þótt þjónusta við lifið sé ein höfuðleiðin. Ef til vill er bein- línis likamlegt erfiði eitthvert öfl- ugasta meðalið i þessum efnum. Hin lifeðlislegu tengsl við forfeð- ur vora segja, hvað þetta snertir, sterkt til sin. Þeir góðu feður urðu að reyna á sig nokkuð, til þess að halda lífi. Það var þeim holl glíma. Sú glima er jafn holl og sönn í dag. Til tiltölulega skamms tima var máttur handar og burðarþol likamans höfuð- vopnin í lífsbaráttu manna. A þeim tímum þótti gott að ganga þreyttur til hvíldar að loknu dags- verki. Og margir finna til þess enn, hversu mikinn læknisdóm likamlegt erfiði felur í sér. Systr- unum þreytu og hvild, er hollt að kynnast. I önnum og erfiði dags- ins, fær maðurinn litið svigrúm til að ganga upp i sjálfum sér. En i þvi er fólginn annar höfuð- læknisdómur vannunnar, þar sem hinn kom fram í þjónustunni við lifið, eins og áður er sagt. Með lyfi vinnunnar fellur barnaskapur sjálfselskunnar í gleymsku. En fyrir algleymi i starfi tekur per- sónuleikinn að vaxa yfir sjálfan sig fram til heilbrigðrar fyllingar. Ég kynntist fyrir nokkrum árum konu, sem var alin upp í sveit, en nú bjó hún með manni sínum.i borg, þar sem þau áttu snoturt lítið heimili. Kvaðst hún sakna sveitarinnar, og þó einkum þreyt- unnar þar að kveldi dags. Þar kvaðst hún hafa fagnað komu kvelda og nátta, vegna þess að þreytan færði henni væran svefn. En nú sagðist hún hafa svo lítið að gera, að hún gengi aldrei þreytt til svefns, og nyti þvi ekki nautnar hvíldarinnar. Fyrir þvi skyldist mér hún hálfvegis kvíða nú fyrir kveldum og náttum. Þeg- ar svo er komið, eiga hvers konar grillur greiðari aðgang að per- sónuleikanum en ella. Óheppileg- ar hugrenningr gera vart við sig, og geta valdið kvíða og hvers kon- ar myrkum sýnum. í staðinn fyrir að geta áður gengið upp í vinn- unni og notið læknandi máttar hennar, virtist mér þessi ágæta kona vera að hefja för inn i sjálfa sig, vegna vantandi starfs. Þessi kona er ekkert einsdæmi. Fjöldi fólks er nákvæmlega statt i sömu sporum. Auk þess eru til margir, sem nenna ekki að vinna, og aðrir sem þurfa ekki að starfa. Enn aðrir flýja vinnunni af þeirri „Allir heilbrigðir menn þrá að vinna ... Það er því þung raun fyrir þá, sem vilja vinna, þegar þeim býðst ekkert verkefni." hún I för með sér margvíslega fylgikvilla, svo sem geðveilur, sið- ræna veiklun og taugabilanir. Til að vinna bug á slíkum lúa mun ekkert ráð betra en það að stofna til nýrrar en þó gamallar þreytu, sem bezt mun fást með likamlegu erfiði eða þá iþróttum. Það er haft fyrir einhverjum frægasta myndhöggvara heimsins, að hann hafi eitt sinn látið sér þau orð um munn fara, að honum liði aldrei vel nema með meitil í höndunum. Svo gersamlega hafði hann geng- ið upp í starfi sinu, og fundið til hollustu þess. Hver sá, sem þann- ig vinnur með áreynslu jafnt á vöðva og vit, mun vegna vel, og una glaður við sitt. Hins vegar er vitað, að hver sá maður, sem gerir hina minnstu tilraun til að snið- ganga átök i lífinu, er um leið að skjóta sér undan því sem gerir manninn að manni, því að vinnan er brjóstvörn hvers einasta manns i brimróti erfiðra ára. Fyr- r því verður að telja atvinnuleysi einungis í baráttunni. Það skap- ast á vigvöllum lifsins, þar sem bardaginn er jafnvel harðastur. Stundum þarf jafnvel að týna líf- inu til að finna það. Eins og Páll frá Tarsus, lagði Kristur niður barnaskapinn. Það sýnir líf hans, kenning, og allt ævistarf. Það sem gerir Krist að leiðtoga, er hvorki bernska hans né síðasta augna- blikið, heldur þroskaferill hans alla leið þar á miili. Hans höfuð vegsemd felst í því, hversu hann útvíkkaði persónu sína í þjónust- unni við meðbræður sífra. Fyrir því gat hann sagt þessi fögru orð: „Svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það. „þegar menn eru staddir á þannig lögðuðum braut- um, að þvi er láfsháttsemi snertir, þá er lífinu lifað í samræmi við skapandi vaxtarlögmál heimsins. Stækkar þá allt, sem stækkað get- ur. Lífið, heimurinn, himininn, og himnanna himnar víkka út. ástæðu, að þeir halda að gæfunn- ar sé helzt að leita þar, sem minnst þurfi fyrir lífinu að hafa. En með slíkri háttsemi er þetta fólk að flýja undan þreytunni, sem konan, er ég sagði frá áðan, einmitt saknaði mest. En vinnu- leysi og vöntun á hæfilegri þreytu leiðir aldrei til farsældar. Það er sagt, að það þýði ekki að deila við dómarann. Mun það tnála sannast. Arfur starfsvilja feðranna er það djúpt greyptur i veru vora, að hann lætur ekki að sér hæða. Hver vöðvi heimtar sína næringu, sem fæst einungis fyrir áreynslu. Sé orðið við þeirri kröfu hvílist líkami og sál bezt. Lifið hefur fundizt með því að týna því fyrir algleymi í starfi. Nú á tim- um er þetta að verða athyglisvert mál. Á síðustu áratugum hefur sú breyting orðið á skipan félags- mála, að borgir hafa stækkað og nýjar risið upp. Við það hafa flutningar fólks þangað farið jafnt og þétt vaxandi. Af þessum sökum hafa ýmis vandamál skap- azt. Vegna tæknilegrar þróunar og ýmissa annarra ástæðna, vinn- ur þar nú fjöldi fólks meira með heila en höndum. Afleiðingin hef- ur orðið sú, að skapazt hefur ný þreyta andlegrar tegundar. Hefur eitt hið mesta böl mannfélaganna. Afleiðingar þess eru margvisleg- ar, og oft hinar hörmulegustu. Allir heilbrigðir menn þrá að vinna, og verða að liði í lifinu. Það er því þung raun fyrir þá, sem vilja vinna, þegar þeim býðst ekk- ert verkefni, og enginn hefur þörf fyrir vinnu þeirra. Jafnvel innan þess hóps manna, sem gengizt hefur svo sjálfselskunni á hönd, að ekkert er eygt nema sjálft lífið, mun leynast blundandi þrá til að verða einhverjum að liði i lífinu. Ymislegt getur orðið til að vekja hana. Eitt skal nefna, þetta: Það hefur orðið slys, Það er kallað á hjálp. Sumt af þessu síngjarna fólki hefur heyrt kallið, og brugð- izt við. Hin blundandi þrá er þá orðin að veruleika. Það hefur sannfærzt um, að það er þörf fyrir það á vettvangi líknarþjónustunn- . ar. Á slysstað hefur þessu fólki opnazt leið út fyrir sjálft sig. Og um leið hefur birt yfir lífi þeirra. Hefur sumt af slíku fólki orðið brautryðjendur á sviði mannúðar- mála, og skyldrar þjónustu. Að leggja niður barnaskapinn, eins og Páll trúboði orðaði það, er þvi ekkert hégómamál, heldur beinlinis brýn nauðsyn. Sigursælt persónulegt lif finnur sjálft sig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.