Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Side 5
III í RAUN OG VERU Þættir eftir Margaret Haikola KYNSLOÐABIL Öll höfum viö sjálfsagt veitt kynslóöa- bilinu athygli, þegar viö höfum hlustaö á samtöl ungra og gamalla. Aö baki áminningaroröum hinna eldri og snörp- um andmælum hinna yngri hafa okkur ekki dulizt tvær næsta ólíkar ásakanir. Önnur er þessi: æskan er reynslulaus. Hin: gamla fólkiö fylgist ekki meö tímanum. Báöar hafa sannleika í sér fólginn, en oröin ættu aö fela í sér þaö, sem augljóst er, í staöinn fyrir aö vera niðrandi. En þar sem þær nú samt sem áöur snerta viðkvæman blett hjá báöum aöilum, snúast þeiK fremur illa viö gagnrýninni, og oröáskiptin veröa stundum býsna hörö. Sá, sem ungur er, lætur sér um munn fara nokkur óvægin orö til þess aö sýna sjálfstæöi sitt, sem er svo nýtt af nátinni. Gamall ávítar og bætir viö: „Ööruvísi var þaö í mínu ungdæmi!" Þarna er einmitt komiö aö viökvæma blettinum. Það var öðruvísi áöur, og hvér maöur er barn síns tíma. Þaö sem maöurinn hefur einu sinni verið knúinn til aö berjast fyrir veröur honum áfram eftirsóknarvert markmið. Gamlir menn sjá langt aftur í tímann. Ungir geta séö lengra fram. Vandamálin veröa því önnur fyrir ungan en gamlan. Viö þurfum því á sýn beggja aö halda til þess aö kynnast vandamálunum og finna lausn á þeim. En ef tveir aöilar varpa rýrö hvor á annan, geta þeir ekki sett sig inn í sjónarmiö hvor annars. Ég held, aö viö sem eldri erum göngum fram hjá því, hve mjög umheim- urinn hefur sett mark sitt á lífsskoöun unga fólksins. Það hefur vaxið upp meö innsýn í heimsvandamálin, án þess aö nokkurt eftirlit hafi verndaö þaö fyrir ofurefli áhrifanna. Samt sem áöur gerum viö ráö fyrir, aö þaö finni til þess öryggis, sem manneskjan þarf á aö halda til þess aö vera samábyrg fjölskyldu og samfé- lagi. Viö heimtum, aö hinír ungu séu þakklátir fyrir, aö viö höfum rutt brautina fyrir þá, en hver maöur vill fá viöurkenn- ingu fyrir þvf, aö hann hafi veriö brautryöjandi. Ungt fólk verður aö fá tækifæri til aö leita nýrra leiöa. En margir hinna ungu kjósa heldur aö vinna aö nýstárlegum utanlandsvandamálum en margþvældum vandamálum heima fyrir. Þeim finnst fósturlandiö hafa einangraö sig skringilega frá heiminum í heild. Öll vandamál veröur aö skoöa frá sjónarmiði jarökringlunnar. Þetta er ekki auövelt aö samræma persónulegri umhugsun um manninn, sem er nær- staddur. Þegar viö, sem eldri erum, tölum um afstöðu hinna ungu, veröur tónninn stundum beiskur. Samt sem áöur veröum viö aö játa, aö sjónarmiö þeirra fela margt í sér af kristnum anda, sem mörg okkar hafa reynt aö innræta þeim. Engin manneskja megnar, nema þá aö litlu leyti, aö uppfylla kröfur kristins kærleika, en þegar viö veljum sitt hvora leiö, horfum viö vonsvikin hvert á annaö og myndum þannig gjá á milli okkar. Ef byggja á brú yfir biliö, veröur aö gera það frá báðum hliðum. Ég hef reynt aö rannsaka mig sjálfa af hálfu eldri kynslóöarinnar, en ég get ekki talaö máli hinna ungu. Ég vona þó, aö þeir vilji skilja, hvers vegna viö, sem erum af eldri kynslóöinni, tökum aöra afstööu til svo margs í lífinu en þeir. Viö veröum líka, bæöi eldri og yngri, aö gera okkur Ijóst, aö vinnuslys geta hæglega átt sér stað viö brúarsmíöina. f hvert skipti, sem orö okkar eru niðrandi eöa hæönisfull, erum viö aö brjóta niöur hluta af brúnni. Þá þarf á skilningi og fyrirgefningu aö halda til þess aö gera viö hana. Viö lærum varla aö skllja, og áreiöan- lega ekki aö fyrirgefa, viö þaö eitt aö lesa sálfræöilegar staöreyndabækur. Við veröum aö fyllast kristnum anda í afstööu okkar hver til annars. Sumir öölast þann anda meö því aö lesa í Nýja testamentinu, aörir meö því móti aö kynna sér líf þeirra manna. sem orö þess hafa haft djúptæk áhrif á. Sem brúarsmiöir megum viö vera viss um, aö viö eigum öruggan grundvöll aö byggja á. Lokaályktanir eldri kynslóöarinnar eru upphafsályktanir hinnar ungu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.