Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 2
KVENSTÚDENTAFÉLAGIÐ 50 ÁRA í íslenzku bændaþjóðfélagi 19,_ aldar ríkti heföbundin hlutverkaskipting kynj- anna. Þegar litiö er til menntunaraöstööu kvenna, áttu þær ekki margra kosta völ. Þær höfðu engan aðgang aö mennta- stofnun landsins, og hugsunarhátturinn var sá, aö fáurn heföi dottiö í hug, að þær kæmust þangað. Æíla má, að aðstaöa kvenna til aö afla sér undirstööufræöslu hafi veriö verri en karla viö hinn ríkjandi hugsunarhátt. Heita mátti.....aö allur þorri stúlkubarna læröi ekkert annaö bóklegt en þaö, sem minnst þurfti, til þess að komast gegnum kverið til fermingar- undirbúnings. Þótti meira aö segja ekki viö eiga, aö alþýöustúlkur væru að hnýsast í frekara nám.-i.) Lestur lærðu öll börn á heimilunum, en meö frekari fræöslu, svo sem skrift og reikning, sátu stúlkur á hakanum. Þó munu þær frekar hafa lært að skrifa, ef þær áttu bræður. Ennfremur höföu dréngir meiri tíma aflögu til lestrar, ef bækur voru til á heimilunum, stúlkum var ætlað aö sitja viö heimilisvinnu. í ævisögum og endurminningum blasir við okkur mynd af konunni, sem þráði að afla sér menntunar, en átti þess engan kost. Þar lagöist á eitt, viðhorf bænda- þjóöfélagsins og löggjöfin, sem miöaöi aö því aö þjóöfélagsstaöa kvenna héldist óbreytt. Enda þótt flest lagasetning, sem miöaöi að aukinni menntun kvenna sé bundin 20. öldinni, þokaöist þó í áttina á síðustu áratugum 19. aldar. Fróðlegt er að rifja upp í stuttu máli nokkra áfanga á leið til þeirra sjálfsögöu mannréttinda, aö jafn- rétti ríkti mjlli kynjanna í menntunarmál- um. Við þá sögu komu í fyrstu framsýnir karlar og síðan kvennahreyfingin, sem frá upphafi lagði á það megináherzlu og barðist fyrir, að menntun stæöi til boöa konum jafnt sem körlum. Kvennaskólar Upp úr miðri 19. öld ríkti í Danmörku mikill áhugi á aukinni menntun kvenna og gætti áhrifa þess hér á landi. Dætur Gríms Jónssonar, amtmanns, Ágústa og Þóra, ráku stúlknaskóla í Reykjavík á 6. áratugnum, þegar enginn barnaskóli var í bænum. í þessum skóla stunduöu nám 20—30 stúlkur á vetri, og Eiríkur Magnússon í Cambridge sagöi löngu síðar, að þær systur hafi fyrstar hafiö .....disiplineraöa skólafræðslu kvenna á íslandi. . .", og .....lagt þar gjörva hönd á gott verk.-2) Þessi skóli leysti raunar ekki.vanda, því að aðeins efnaöri menn höfðu ráö á aö senda dætur sínar þangað. Stofnun Kvennaskólans í Reykjavík áriö 1874 var merkilegt spor, sem flýtti fyrir stofnun þriggja kvennaskóla á Norður- landi. Þóra Grímsdóttir Melsteö geröist ásamt manni sínum, Páli Melsteð, braut- ryðjandi í menntunarmálum kvenna, og fékk til liös viö sig konur, sem vegna stööu sinnar gátu haft áhrif á valdamenn þjóðarinnar. Þaö er aö sjálfsögðu engin tilviljun, að fjórir kvennaskólar voru settir á stofn á þessum tíma. Þar var margt að verki. Sjálfstæðisbaráttan og baráttan fyrir aukinni menntun þjóðarinnar hélzt í hendur, og færði því hver skóli, sem hóf göngu sína, þjóðina nær marki og áfangarnir í sjálfstæðisbaráttunni efldu íslenzkt skólahald. í kvennaskólunum stunduðu nám hundruðir kvenna, sem komu þaöan með aukna þekkingu, bóklega og verklega. Úr þessum hópi komu margar þær konur, sem stóðu fremstar í kvennahreyfingunni, sem hófst á 9. áratug 19. aldar, og er þáttur þeirra þar býsna stór. Að þessu leyti er náið samband milli kvennaskólanna og rétt- inda þeirra, sem konur feogu næstu áratugina. Það má raunar geta þess hér, að Bríet Bjarnhéðinsdóttir var einn vetur NOKKUR ORDUM MENNTUN KVENNAA ÍSLANDI Eftir Sigriöi Th. Erlendsdöttur á kvennaskólanum á Laugalandi, lengri var hennar skólaganga ekki. En það er næstum ótrúlegt, hve vel mörgum nýttist jafnvel nokkurra mánaða skólaganga, ef áhugann og viljann skorti ekki. Áriö 1885: Fyrsta skrefiö Lengi gerðu konur sjálfar ekkert til að fá hlut sinn bættan með lagasetningum. Þaö sem áunnizt hafði fram undir síöasta áratug 19. aldar var verk frjálslyndra karla, sem tóku málefni kvenna upp á stefnuskrá -sína. Ber þar fyrst að nefna Sighvat Árnason, hreppstjóra og þing- mann Rangæinga, sem árið 1885 flutti á alþingi þingsályktunartillögu um rétt kvenna til skólagöngu. Hann komst svo aö orði, þegar hann talaði fyrir frumvarp- inu:.....það, sem lengi hefur legið ídvala, það vaknar seint."3.) í tillögunni var fariö fram á að veita konum rétt til að ganga á prestaskólann og læknaskólann. Magnús Stephensen sagöi, að konum heföi aldrei verið bannaö að ganga á þessa skóla, þær hefðu bara aldrei farið þess á leit. Ásgeir Einarsson, þingmaöur Strandamanna, lét þessi orð falla í umræöunum: „Reynslan og verald- arsagan hefur sýnt og sannaö, að'í þeim löndum, þar sem kvenfólkiö hefur fengiö aö njóta sín, fengið að framast og menntast, hefur þaö verið engu síður gáfað en karlmennirnir."4.) Málið fékk góðar undirtektir á þinginu, aðeins Jón Pétursson, 2. konungkjörinn, mælti á móti því: „Jeg get ekki sjeð,! til hvers þetta er. Kvennmenn, sem vilja taka slíkt próf, veröa að takast ferð á hendur til Reykjavíkur. Jeg get ekki sjeð, hvaö þeir hafa upp úr sl/kri ferð, nema kostnaðinn tóman."5.) Mótbárur þessa eina þingmanns nægöu ekki til aö fella tillöguna, og ári síöar gekk í gildi tilskipan, sem veitti konum rétt til aö taka 4. bekkjar próf viö lærða skólann. Raunar fengu þær hvorki styrki né rétt til þess aö sitja í skólanum, en piltar gáfu þá fengiö 100—200 kr. á ári, sem nægöi til þess aö greiöa kostnaöinn til skólaveruna. Það kann aö hafa haft einhver áhrif á afstööu þingmanna, aö um þetta leyti var íslenzk embættismannsdóttir viö nám í latínuskóla í Danmörku......og er undarlegt aö þurfa aö leita út úr landinu til þess háttar.-6.) Þá hefur barátta kvenna erlendis trúlega haft einhver áhrif á afstööu íslenzkra þingmanna. íslenzka embættismannsdóttirin, sem hér var getiö, var Camilla Stefánsdóttir Bjarnason, sem lauk stúdentsprófi í Kaupmannahöfn árið 1889, fyrst íslenzkra kvenna. Hún lauk cand. phil. prófi viö Háskólann í Kaupmannahöfn ári síöar, , lagöi stund á stæröfræöi þar og geröist kennari viö Frk. Langs Skole í Silkiborg á Jótlandi. Hún giftist Magnúsi Torfasyni, sýslumanni og var búsett hér á landi. Árið 1901 lauk Björg Þorláksdóttir Blöndal, sonardóttir séra Þorláks á Undirfelli, stúdentsprófi í Kaupmanna- höfn. Hún varði doktorsritgerð um lífefnafræöi viö Sorbonne-háskólann í París 1926. Áriö 1885: Páll Briem Árið 1885 kvaddi sér hljóðs Páll Briem, síðar amtmaður, sem mun fyrstur manna hafa hafið máls á því, að konum bæru full pólitísk réttindi. Hann hélt fyrirlestur í íslendingafélaginu í Kaupmannahöfn, sem hann nefndi: „Um frelsi og menntun kvenna". — Sögulegur fyrirlestur. í fyrirlestrinum rakti hann sögu kven- frelsisbaráttunnar um allan heim og segir í upphafi: „Þegar jeg nú tala um baráttuna fyrir frelsi kvenna, þá á jeg eigi viö baráttu til þess aö losa kvennfólk undan kúgun og þrældómi — mér viröist slíkt eigi sjer hvergi staö í menntuðum löndum — heldur tala jeg um baráttuna fyrir því, aö kvennmenn fái rjettindi, fái vald."7.) Þegar Páll Briem flutti fyrirlesturinn, höfðu danskar konur í einn áratug fengið að ganga í Háskólann í Kaupmannahöfn og höfðu ýmsar konur notfært sér þaö leyfi, einnig voru margar konur þar í landi að lesa til stúdentsprófs. Svíþjóð og Noregur höföu ennfremur veitt konum þennan rétt. Það er enginn vafi á því, að bók John Stuarts Mill um Kúgun konurin- ar, sem Georg Brandes þýddi á dönsku árið 1869, hefur haft umtalsverö áhrif á frjálslynda menn þessara tíma. Áriö 1887: Bríet Bjarnhéöinsdóttir Árið 1887 hélt Bríet Bjarnhéðinsdóttir fyrsta fyrirlestur, sem kona hefur haldið á íslandi, „Nokkur orö um frelsi og menntun kvenna. Fyrirlestur um hagi og réttindi kvenna." Hún flutti hann í Góðtemplara- húsinu 30. des. 1887 við húsfylli, og má segja aö þar meö hefjist brautryöjenda- starf hennar í kvenréttindamálum. Raunar hafði hún árið 1885 skrifað blaðagrein um sama efni í Fjallkonuna, undir dulnefninu ,,Æsa"8), sem vakti bæði umtal og áhuga. Það var fyrsta blaðagrein konu á íslandi. Valdimar Ásmundsson, ritstjóri og síöar eiginmaður Bríeter, skrifaði sama ár grein í Fjallkonuna um réttindamál kvenna. Sjálf segir BríetQ.) að það atriði, að enginn möguleiki var fyrir stúlkur aö afla sér menntunar, hafi orðiö til þess að hún fór aö hugsa alvarlega um mismuninn á aðstööu kvenna og karla. í fyrirlestrinum fjallar Bríet um stöðu konunnar í heiminum og vitnar í biblíuna máli sínu til ©;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.