Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Síða 3
stuönings, eins og þá var títt. Þá talar hún um íslenzkar konur allt frá landnámstíö og ræöir síöan einstök málefni kvenna, kosningarétt, fjárráö og atvinnumál. Þá leggur hún mikla áherzlu á nauðsyn menntunar og segir: „Enn sem komiö er, er menntun vor kvennanna hjer á landi svo skammt komin áleiðis, aö vjer höfum varla fengiö Ijósa hugmynd um, hvað menntun er.“io.)Niöurstaða Bríetar er, aö hugsunarhátturinn þurfi aö breytast, og hún leggur á þaö áherzlu, aö menntun sé konum nauösyn, því aö hún sé lykillinn aö öllum réttindum. Áriö 1891: Skúli Thoroddsen og Ólafur Ólafsson Allt frá stofnun Þjóöviljans áriö 1887 hélt Skúli Thoroddsen fram fullu jafnrétti karla og kvenna. Á fyrstu árum blaðsins birtust þar greinar um framfaramál kvenna, m.a. um menntun og kröfur um aö konur fengju námsstyrki til þess aö geta notfært sér réttinn, sem þær höfðu fengiö til aö ganga undir próf viö læröa skólann. Þá var Skúli á þingi óþreytandi viö aö minna á konur og bar fram mörg frumvörp um aukinn rétt þeirra. Enda þótt fæst þeirra næöu fram aö ganga þegar í staö, höföu þau þó mikil áhrif og uröu beint og óbeint til framgangs ýmissa réttindamála kvenna. Áriö 1891 fluttu Skúli og séra Ólafur Ólafsson 3 frumvörp um aukinn rétt kvenna, um kjörgengi í sveitastjórnarmálum, um rétt kvenna til aö njóta kennslu í menntastofnunum og um fjárráö giftra kvenna. Bríet skrifaöi um Skúla látinn: „Heföi kona sett slíkar kröfur fram á þeim tímum, í blööum eöa á mannfundum, mundi' þaö hafa þótt hin mesta fjarstæöa. Annaö, þegar þaö kom fram sem sjálfsögö krafa fyrir karla og konur, borin fram af merkum lögfræöingi og stjórnmálamanni.“ii.> Þaö er athyglisvert, aö þegar málefni kvenna voru komin til umræöu á alþingi, fengu þau yfirleitt góöar undirtektir. Ennfremur voru frjálslyndustu menn á þingi jafnan traustustu talsmenn réttinda- mála kvenna. Þáttur kvenna Segja má, aö þáttur kvenna sjálfra í því aö hrinda fram réttindamálum sínum hefjist meö „Hinu íslenzka kvenfélagi", sem stofnaö var í Reykjavík 26. jan. 1894. Til stofnfundarins boöuöu konur úr Reykjavík og mættu um 200 konur á fundinum, sem haldinn var í þeim tilgangi aö koma á samskotum til styrktar háskóla á íslandi. Tildrög þess máls voru þau, að áriö 1893 var samþykkt á alþingi frumvarp um stofnun háskóla, en lögin fengu ekki staöfestingu konungs. Forgöngumaður málsins var Benedikt Sveinsson, alþingis- forseti, og nokkrir aðrir þingmenn ásamt ýmsum Reykvíkingum. Einn aöalhvata- maður fundarins var Þorbjörg Sveinsdótt- ir, Ijósmóöir, systir Benedikts, sem ásamt Ólafíu Jóhannsdóttur, systurdóttur sinni, var aöaldriffjööurin í félaginu. aöaldriffjööurin í félaginu. Þær fengu í lið viö sig konur, sem voru tengdar helztu embættismönnum þjóö- arinnar, konur, sem nutu álits og höföu áhrif langt utan veggja heimila sinna. Hér geröist sama saga og víöast erlendis, áhugi á þjóðmálum vaknar fyrst meöal kvenna, sem betur mega sín, og þær stofna félög. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var einn af stofnendum félagsins. Félagið lagöi áherzlu á menntun, sem væri undirstaöa allra réttinda, og Ársritiö, sem þaö gaf út í 4 ár undir ritstjórn Ólafíu Jóhannsdóttur, birti greinar um jafnan aögang karla og kvenna að menntastofn- un landsins og hvatti konur til stuönings viö háskóla á íslandi.12.) Áriö 1885 geröust þeir merku atburöir á íslandi, aö 2 kvennablöð hófu göngu sína. Á Seyöisfiröi hófu mæögurnar Sigríöur Þorsteinsdóttir frá Hálsi, kona Skafta Jósefssonar, ritstjóra, og Ingibjörg Skaftadóttir, útgáfu Framsóknar, og kom fyrsta tölublað þess út 8. janúar 1895. í kjölfar þess kom út blað Bríetar Bjarnhéö- insdóttur, Kvennablaöiö, en fyrsta tölu- blaö þess kom út 18. febrúar 1895. Framsókn, kom út í 6 ár, sem var strax í upphafi pólitískt blað, og réttarbætur, sem konur fengu um aldamótin eru ef til vill ekki sízt að þakka áhrifum frá greinum blaösins. í gegnum Framsókn hafa margar konur á íslandi kynnzt jafnréttis- málum og búiö aö boðskap þess.13.) Síöustu 2 árin var blaöiö gefiö út í Reykjavík, og ritstýröu því þar Ólafía Jóhannsdóttir og Jarþrúöur Jónsdóttir, sem báöar voru í fyrstu stjórn Hins íslenzka kvenfélags. Bríet gaf blaö sitt út í 25 ár. í fyrstu var blaöiö einskonar heimilisblaö og flutti greinar, sem hún vissi, aö konur læsu og heföu áhuga á. Fyrir henni hefur vakaö að ná til íslenzkra kvenna og vekja þær til umhugsunar um stööu sína. Og þar sem hún vissi, aö konur voru ekki viöbúnar miklu kvenréttindatali, hugsaöi hún sér aö ná til þeirra meö húsmæðrablaði. Smátt og smátt kom hún aö greinum um réttindamál kvenna, og enginn efi er á því, hvaö hún hefur ætlazt fyrir meö blaði sínu frá upphafi. Þarna var kominn opinber málsvari kvenna, og þar sem blaöiö kom strax á fyrsta ári út í 2500 eintökum, en þaö var meiri útbreiösla en nokkurt annaö blaö á landinu, og náöi til kvenna um allt land, er enginn efi á því, aö áhrif þess á hugsunarhátt kvenna hafa veriö mikil. Ennfremur gátu íslenzkar konur gegnum blaö Bríetar fylgzt grannt meö réttinda- baráttu kvenna erlendis, en um þau mál öll þögöu önnur blöö, sem þá voru gefin út á íslandi, þunnu hljóöi.14.) Einn þátturinn í því, hve Bríeti varö ágengt, er án efa samband hennar viö allar helztu kvenréttindakonur, sem þá voru uppi, austan hafs og vestan. Áhrif þess sambands voru býsna mikil, og má draga í efa, aö svo mikið heföi áunnizt án þess sambands. Áriö 1911: Jafnrétti Eitt af því fyrsta, sem Bríet beitti sér fyrir meö aöstoö Kvenréttindafélags íslands, sem hún hafði stofnað 1907, var að fá Hannes Hafstein til að bera fram frumvarp um, að konur fengju aögang aö öllum menntastofnunum landsins, emb- ættum og öðrum opinberum stööum meö sömu skilyröum og karlar. Þingmenn höföu skiptar skoöanir á þessu máli, og fræg hafa oröiö ummæli Jóns Ólafssonár, 2. þingmanns S-Múlasýslu, sem komst svo að orði viö umræðurnar á aiþingi, þegar embætti kvenna voru til umræðu, aö þaö væri: „... óhagræöi, ef sýslumaö- ur lægi á sæng, þegar hans væri vitjað til aö rannsaka glæpamál eöa kveöa upp varöhaldsúrskurö, eöa tæki léttasóttina, þegar hún væri á manntals- þingaferö.. .“15.) Hann veitti frumvarp- inu raunar samþykki sitt þrátt fyrir þessi orö. Björn Sigfússon á Kornsá studdi málið, enda var hann jafnan traustur fylgismaöur framfaramála kvenna á þingi og utan þess. Jón Jónsson, 1. þm. N-Múlasýslu var á móti frumvarpinu og sagöi: „Konur eiga aö vera mæöur barna sinna og gæta húsmóðurstarfa á heimil- inu.“i6.) Þessi orö lýsa raunar vel viöhorfi bændaþjóöfélagsins. Einn harðasti and- stæðingur frumvarpsins var Jón Þorkels- son, 1. þm. Reykvíkinga og lét mörg orö falla. Frumvarpiö var samþykkt af alþingi 23. apríl 1911, meö 16 atkvæöum gegn 5 og fékk konungsstaðfestingu sama ár. Þar meö lauk rúmri aldarfjóröungs baráttu fyrir jafn sjálfsögöum mannréttindum. ísland varö fyrsta landið, sem veitti konum sama lagalega rétt til náms og embætta og körlum. Fyrstu konurnar Áriö 1890 geröist sá merki atburöur, aö fyrsta konan lauk 4. bekkjar prófi viö læröa skólann í Reykjavík. Þessi kona var Ólafía Jóhannsdóttir, fædd 22. okt. 1863 að Mosfelli í Mosfellssveit, þar sem faöir hennar, séra Jóhann Benediktsson, var prestur. Móöir hennar var Ragnheiöur Sveinsdóttir, systir Þorbjargar Ijósmóöur og Benedikts sýslumanns og alþingisfor- seta. Foreldrar Ólafíu fluttust frá Mosfelli áriö 1865 og var henni þá komið í fóstur til Ólafs Stephensen og Sigríöar í Viöey. Dvaldist Ólafía á Viðeyjarheimilinu þar til hún fluttist til móðursystur sinnar, Þorbjargar, aö Skólavöröustíg 11, þegar hún var á fimmta ári. Áhrif frænku hennar og heimilis hennar I Tamhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.