Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 5
Sigfús Blöndal og kona hans Björg höföu þá unniö geysilega mikiö starf viö aö safna oröum og orötaka bækur til oröabókarinnar. Þau voru skrifuö á seðla sem geymdir voru í vindlakössum uppi á háaloftinu í Landsbókasafninu. Kassarnir hafa áreiöanlega veriö 100 talsins eöa meira. Sigfús fékk frí frá störfum í Kaupmannahöfn í eitt ár. Hann tók þá á leigu 2. hæð í „Næpunni" viö Þingholtsstræti, sem allir kannast viö. Þar unnum viö veturinn 1917-18, en það var frostaveturinn mikli, og elds- neyti af skornum skammti vegna stríösins svo við uröum stundum aö vinna meö vettlinga vegna kulda. Veturinn 1918-19 vann ég svo aö þessu ásamt Jóni Ófeigssyni og Holger Wiehe í Landsbókasafninu en þá var Sigfús Blöndal farinn aftur til Kaupmannahafn- ar. Þetta var geysilega mikil vinna og mér finnst gaman aö hafa lagt þarna hönd á plóginn — og heiður aö því aö Sigfús Blöndal skuli geta þessa fram- lags míos meöal annarra í formála oröabókarinnar. En aöal-samverka- menn hans voru eins og kunnugt er Jón Ófeigsson og Holger Wiehe. Þennan þriðja námsvetur minn viö Háskólann var ég einhverju sinni úti á gangi meö Sigurði Nordal. Hann sagöi þá viö mig, aö gengi ég undir próf, þegar hann áliti aö ég væri tilbúin, þá væri allt í lagi en ef ég geröi þaö fyrr, gæti enginn hjálpaö mér. Reyndar haföi mig alltaf langaö til þess áö komast til náms erlendis og þaö var Sigfús Blöndal sem kom mér af staö. Hann skrifaði vinkonu sinni, Berthu Pillpotts, sem var skólastjóri viö Westfield-Coll- ege í Hampstead, en sá skóli er hluti af Lundúnaháskóla og heimavistarskóli. Hún bauö mér námsstyrk, sem létti mjög undir kostnaöarhliðinni. Faöir minn gekkst inn á aö þiggja þaö. Til Englands fór ég svo árið 1919 og var þar í þrjú ár. Fyrsta árið las ég auk ensku, latínu, frönsku og dönsku, en seinni árin tvö ensku meö íslenzku sem aukafag. Þetta var kvennaskóli og þaö setti auövitaö sinn svip á skólalífið. Þaö var dálítiö skrítiö aö umgangast varla annaö en kvenfólk svo mánuöum skipti, en þetta tíökaöist í Bretlandi í þá daga. Ég undi hag mínum vel“, segir Anna. „Viö höfðum marga ágæta kennara. Ég minnist t.d. prófessors Ker. Hann var mikill íslandsvinur og unnandi íslenzkra fornbókmennta. Hann hafði oft komiö til íslands og var nokkuð kunnugur hér. Viö sóttum fyrirlestra til hans sem hann hélt viö University College í London. Einu sinni kom hann til Westfield til aö halda fyrirlestur þar um ísland og ég beiö meö mikilli eftirvæntingu. Var viss um aö hann mundi hæla landinu á hvert reipi. En hann byrjaöi þá á því aö segja, aö þaö sem fyrst vekti athygli feröamanna sem til íslands kæmu væri, hve landiö væri gert úr lélegu efni — og átti þá auövitað viö okkar lausa jaröveg. Auk þess lýsti hann því yfir aö ísland væri „epik“ en Færeyjar „romance". Ég varö satt aö segja fyrir vonbrigöum og var dálítiö afbrýöissöm gagnvart Færeyingum. En viö sökktum okkur niöur í enskar bókmenntir og málssögu og lásum auövitaö Shakespeare sundur og sam- an“. Taliö berst aö enskum fornbók- menntum og Anna nefnir til Bjólfskviöu, sem var erfið viöureignar því handritiö var illa fariö og mörg vafaatriði og fer svo meö langa þulu utan bókar úr henni á algerlega óskiljanlegu máli — engil- saxnesku. „Haföiröu sérstakt dálæti á einhverju ensku skáldi?“ Á þessum tíma fór námsfólk ekki heim í fríum eins og nú tíðkast. Sumarfríiö var langt eöa 3 mánuðir og þá var nauösynlegt aö útvega sér vinnu, og þar átti ég hauk í horni þar sem var Miss Pillpotts. Hún útvegaði mér jafnan vinnu eöa dvöl hjá vinafólki sínu. Fyrstu jólin mín í Bretlandi fékk ég vinnu hjá rússneskri fjölskyldu viö aö kenna tveimur unglingum latínu. Og fyrsta sumariö var ég ráöin á heimili for- mannsins í félagi enskra togaraeigenda. Dóttir hans ætlaöi á Westfield-skólann og þegar til átti aö taka var ætlunin aö ég kenndi henni grísku, sem ég haföi reyndar ekki lært. En það blessaðist meö því aö ég gerði hana góöa í latínu í staöinn. Áriö 1920 tók ég svo próf sem kallast Intermediate of Arts í latínu, ensku, frönsku og dönsku en B.A. Honors í ensku 1922 meö íslenzku sem aukafag. Næsta ár sótti ég svo fyrirlestra í ensku, sænsku og dönsku við Háskól- ann í Kaupmannahöfn en hélt síðan heim“. „Og hvernig var svo aö koma heim?“ Þaö var nú heldur dapurlegt. Hugur- inn stóö til þess aö fá starf viö kennslu, en hér beiö mín engin staöa. Ég fékk þó starf sem stundakennari viö Menntaskólann — 10 stundir á viku í íslenzku. Eftir eitt ár var ég þó ráöin í fullt starf viö enskukennslu í neöri bekkjunum. Auk þess tók ég nemendur í einkatíma. Veturinn 1923-24 hélt ég röö af fyrirlestrum um Shakespeare viö Há- skólann. Þeir stóöu allan veturinn og voru vel sóttir. Áriö 1928 kenndi ég ensku í einkaút- varpi sem hér var rekið í Búnaöarskóla- húsinu viö Lækjargötu og eftir aö Ríkisútvarpiö komst á laggirnar kenndi ég ensku þar árin 1930-32 aö mig minnir þrisvar í viku. Um 1930 var ákveðiö aö takmarka aögang aö Menntaskólanum svo bekkj- ardeildum fækkaði stöðugt. Þar var þá ekki lengur fullt starf fyrir tvo kennara í ensku og þar sem ég var yngri ákvaö ég aö víkja. Næstu tvo vetur kenndi ég svo ensku og dönsku viö Flensborgar- skólann í Hafnarfirði. Þá haföi ég kynnzt eiginmanni mínum, Einari Guönasyni presti í Reykholti. Viö giftum okkur 1933 og fluttist ég þá þangað og tók aö mér tungumálakennslu viö héraðsskólann. Ráöningum kennara viö skólann var í fyrstu þannig háttað aö skólanefndin kom á haustin og samdi við kennara um störf þeirra og laun. Mér voru fyrsta áriö boönir 6 tímar á viku og 600 krónur í árslaun sem átti aö vera hluti af launum Einars því hann kenndi þar líka. Aö þessu vildi ég ekki ganga og varö svo úr aö ég var ráðin sem sjálfstæður kennari meö 600 krónur í laun. Seinna fjölgaöi kennslustundunum og kaupiö hækkaði aö sama skapi. Breyting varö þó á þessu þegar landspróf var lögleitt. Þá varö ég fastur kennari og aöalkenn- ari í landsprófsdeild. Þar kenndi ég íslenzku, dönsku og ensku, en kennslan var erfiö, því nemendur í landsprófs- deild voru 33 og tóku allir gagnfræöa- próf en aöeins hluti þeirra landspróf líka — og stílaleiöréttingarnar ætluöu alveg aö gera út af viö mig. Mér féll vel aö kenna í Reykholti. Þar ríkti ákaflega góður andi milli kennara og nemenda. Og þaö var mér ánægju- efni þegar í Ijós kom aö nemendur frá í mér reyndust hafa góöan undirbúning þegar þeir hófu nám í menntaskólum síöar.“ „Og þú skrifaöir kennslubækur í ensku?“ „Já, þær uröu 3 alls. Sú fyrsta kom ú-: 1940. Auk þess komu út eftir mig skýringar og oröasafn viö enskunáms- „í haust er ég aö hugsa um að fara til Englands og hitta gamla skólafélaga, sem ég hef haft samband við allt frá námsárunum", segir pessi glaðlynda og unglega menntakona, sem komin er Þó yfir áttrætt. „Þettavar kvennaskóliog bað setti auövitaö sinr svip á skólahaldið. Þaö var dáiítið skrýtið a< umgangast varla annaö en kvenfólk svc mánuðum skipti, en Þetta tíðkaðist í Bretland í Þá daga.“ Anna Bjarnadóttir á námsárum sínum, — hátíöarbúningi við útskrift úr skólanum Bretlandi. “Eg held að ég veröi aö telja Shakespeare fremstan þótt hægt sé að nefna marga góöa. bækurnar og Litla ensk-íslenzka orða- bókin 1971. Þessar kennslubækur mínar voru meira notaöar noröanlands en hér fyrir sunnan." „Viltu segja okkur svolítiö frá afskiþt- um þínum af Kvenstúdentafélaginu?" „Þaö var eiginlega Björg Th. Blöndal sem átti hugmyndina aö því fyrst, þegar hún var hér á ferö áriö 1928. Hún var þá gift Sigfúsi Blöndal en var að vinna aö doktorsritgerð sinni við Sor- bonne-háskólann í París. Hún kom aö máli viö mig um aö nauðsynlegt væri að stofna félag háskólamenntaöra kvenna hér eins og félagið hét fyrst, og þá. sérstaklega með tilliti til þess aö viö kæmumst í Alþjóðasamband háskóla- kvenna, því þaö gæti komiö okkur aö gagni. Eg kallaði svo saman fund og félagið var stofnaö. Katrín Thoroddsen var kosin formaöur, Laufey Valdemarsdótt- ir varaformaöur og ég ritari. Og viö geröumst aöilar aö Alþjóðasambandi háskólakvenna. Viö vorum 6 stöfnendurnir, Kristín Ólafsdóttir, Thyra Lange, Katrín Thor- oddsen, Laufey Valdemarsdóttir, Jó- hanna Magnúsdóttir og ég. Svo fjölgaöi okkur smátt og smátt. Fyrstu skemmti- fundina héldum viö til aö fagna nýjum félögum og kvenstúdentum eftir að félagið var opnaö þeim. Þeir voru haldnir hjá Theodóru Sveinsdóttur veitingakonu í Kirkjuhvoli og þar var oft glatt á hjalla. Viö fórum líka stundum saman í ferðalög, létum aka okkur út fyrir bæinn og fórum í langa göngutúra. Nú er þetta orðiö mannmargt og all-öflugt félag, meö fjölþætta starf- semi. Fyrsta mánudag í hverjum mánuöi eru haldnir fundir, félagiö annast styrkveitingar, seld eru jólakort frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, haldnir eru hádegisverðarfundir meö fyrirlestrum og árshátíö. En náin tengsl mín viö félagiö rofnuðu auövitaö þau ár, sem ég var í Reykholti. Áriö 1929 var ég fulltrúi félagsins á fundi Alþjóöasambands háskólakvenna í Genf. Þar kynntist ég bandarískri konu, Brown aö nafni, sem var skólastjóri kvennadeildarinnar viö Har- ward-háskólann. Hún vildi gefa mér kost á aö koma til framhaldsnáms við Harward og bauð aö útvega mér styrk, en mér fannst ég ekki hafa ástæöur til aö þiggja það. Þar missti ég ef til vill gott tækifæri til frekari menntunar. En Kvenstúdentafélagið hefur alltaf haldiö tengslum viö alþjóöasambandiö og aörar félagskonur hafa notið góös af því.“ „Hvernig heldurðu aö viöhorfiö hafi veriö almennt á námsárum þínum til þessara fáu kvenna sem héldu út í langskólanám — voruð þið litnar hornauga?“ „Almennt viðhorf var sjálfsagt hér eins og víöast, aö kvenfólk ætti fyrst og fremst aö hugsa um þaö að giftast og helga sig síðan heimilisstörfum. Jú, stúdentspróf, þaö var svo sem gott og blessað, en fólki fannst þaö nægja. Ég fór út í þetta nám fyrst og fremst vegna þess aö mig langaöi til þess og meö þaö fyrir augum aö veröa kennari. Þaö var mitt áhugamál. Hins vegar held ég aö ég hafi goldiö þess fyrst eftir aö ég kom aö ég var kvenmaöur hvaö stööuveitingar varöar. Karlmönnum var þar tvímælalaust hyglaö. Mér var svona frekar ýtt til hliöar.“ „En þér finnst samt þetta langa nám hafa komið þér til góöa í lífinu?“ „Já, tvímælalaust. Og í haust er ég aö hugsa um aö fara til Englands og hitta gamla skólafélaga sem ég hef haft samband viö allt frá námsárunum,“ segir þessi glaðlynda og unglega menntakona, sem komin er þó yfir áttrætt. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.