Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 7
Af þeim mörgu styrkjum, sem von- andi hafa allir oröiö til gagns og hafa án efa skilað sér meö vöxtum og vel þaö til þjóðarinnar aftur — eru mér þrír kannske af ýmsum ástæðum minnis-, stæðastir og kærastir. Af þeim vil ég fyrst nefna framlag eða styrk, sem enginn einn fékk. Þar á ég viö bókavagn, sem félagiö gaf Land- spítalanum, en þá var þar kominn fyrsti smávísir aö sjúklingabókasafni, sem nú þykja sjálfsögð á hverju sjúkrahúsi. Þessi gjöf finnst mér lýsa vel skilningi kvenstúdenta á gildi bókarinnar, alls- staöar, einnig hvaö varöar meðferð sjúklinga. Annar styrkur er sá, sem afhentur var Alþjóðasambandi háskóla- kvenna handa erlendri menntakonu til vísindarannsókna á fornbókmenntum okkar. Sá styrkur tengdi okkur nánar Alþjóöasambandi háskólakvenna. Og loks er það þriðji styrkurinn, sem fór til styrkþega, sem kynnti sér meöferö og viðgerö handrita, því aö hann stuölaöi að því, að við vorum betur undir það búin aö taka viö handritunum okkar, sem við höfðum öll þráð að mega fá aftur úr dönskum söfnum. — Margt hefur verið rifjað hér upp, í sumum tilvikum þaö samá, þó er það svo, að engir tveir eiga alveg sömu minningar jafnvel um sama atburöinn, svo er fyrir að þakka fjölbreytninni í sköpunarverkinu, aö engir tveir ein- staklingar eru eins og meta þar af leiðandi aldrei atburðina nákvæmlega á sama hátt. — Á merkum tímamótum mega þó ekki minningar um liöna tíö vera allsráðandi, þó góðar séu, því að enda þótt nauösynlegt sé að líta um öxl og huga aö því, sem áunnist hefur, er þó enn meiri þörf á að horfa áfram til þess ókomna. — Það kann ef til vill að hvarfla að ýmsum hvort þörf sé á félagi eins og okkar nú þegar bókstafur laganna tryggir okkur öllum landsins börnum, konum jafnt sem körlum, sömu möguleika til menntunar og starfa. Ýmsum finnast kvenfélög líka oröin úrelt, og sumir veigra sér jafnvel viö að nefna konur á nafn sem slíkar. Kvenstúdentafélagið hefur að vísu aldrei veriö kvenréttindafélag a.m.k. þó ekki nema óbeint, en tilvist þess hefur samt verið menntakonum viss styrkur, og félagiö hefur jafnan veriö tilbúiö til samvinnu við önnur kvenfélög um réttindamál, þegar þörf hefur verið á. Trúlega verður enn sem'fyrr þörf á að styrkja efnilegar menntakonur til háms og vísindastarfa og sannindi Háva-mála aö maöur er manns gaman, fellur varla úr gildi aö sinni. Grundvöllur, sem byggir á þessu er því enn til staöar. Mikilverðust ástæða fyrir áframhald- andi tilvist og nauösyn á vexti félags okkar kann þó að vera aðild okkar að Alþjóöasambandi háskólakvenna, sem hefur þaö að megin markmiði aö auka fræöslu, þar sem menntun er bágborin, en þaö er því miöur allt of víöa í veröldinni. Það eru ennþá forréttindi í veröld okkar daga aö fá aö handleika bók og veröa læs og skrifandi. Á Alþjóðaþingi háskólakvenna, sem hald- iö var í Sterling í Skotlandi sj. sumar, sem formaöur félags okkar og ég sátum, fékk maður enn ótal vitnisburöi víða að, hvaö menntunarskortur háir mörgum í baráttunni til bættra lífskjara. Aiþjóöafélag háskólakvenna er einn þeirra mörgu aðila, sem vinnur aö því að minnka fáfræðina og fátæktina, sem venjulega fylgjast að og félagsskapur- inn styöur eölilega sérstaklega konur til mennta minnugur þess, að þegar kona er menntuö er jafnframt veriö að mennta heila fjölskyldu. Aöild okkar aö þessum alþjóölega félagsskap er því bæði athyglisverö og l'ramhald á bls. 15 Ingrid Bergman: Gott að vera komin heim og tala sænsku á nýjan leik. Ingrid Bergman hefur ver- iö frægust sænskra leik- kvenna í 40 ár, og Ingmar Bergman frægastur sænskra leikstjóra um langt árabil. En Þau höfðu aldrei unniö saman aö kvikmynd fyrr en nú ný- lega, að Ingrid lék aðal- hlutverkið í nýjustu mynd Ingmars, „Haustsónötu". Ingrid lék Þar konsertpíanista; Liv Ull- mann lék dóttur hennar. Þegar kvikmyndatökunni lauk hélt Ingrid til London aö æfa Þar hlutverk sitt í leikriti Norman Hunters, „Waters of the Moon". Blaöamaður Newsweek, John Herbert, náöi tali af henni stuttu fyrir brottförina, og fékk hana til að segja undan og ofan af „Haustsónötu", og lífi sínu og starfi. Hér er smá útdráttur úr Þessu viðtali. „Herbert: „Hvernig vék því viö, að þiö Ingmar Bergman fóruö að vinna saman eftir öll þessi ár?' Bergman: „Þaö bar nú ýmislegt til þess. En m.a. fannst mér skemmtilegt aö enda feril minn með þessari mynd. í fyrstu myndinni sem ég lék í og sýnd var utan Svíþjóðar lék ég píanista eins og núna. Eftir þaö var ég langdvölum erlendis, tíu ár í Bandaríkjunum, ein átta á ítalíu og tuttugu ár í Frakklandi. En nú kom ég heim aftur og talaði sænsku í kvikmynd í fyrsta sinn í öll þessi ár. Mér fannst þaö skemmtilegt tilhugsunar að Ijúka leikferli mínum þannig. Ég þori ekki að fullyrða að honum sé lokið ... en mér fyndist þessi endir vel viö hæfi ..." Herbert: „Hvernig stóð á því, aö þér bauðst hlutverk í Haustsónötu?" Bergman: „Ég fékk því framgengt með ýtninni. Ingmar haföi einu sinni, fyrir langalöngu, skrifað mér bréf þess efnis að SAMTAL VIÐ INGRID BERGMAN EIKARAR FÖRU" TAUGARNAR Á ROSSELUNI við skyldum efna í kvikmynd. Eg geymdi bréfiö í tíu ár. Svo vildi þannig til, að ég var kjörin í dómnefnd á kvikmyndahátíð- inni í Cannes þegar Ingmar sýndi þar „Hvísl og hróp". Þegar viö hittumst stakk ég afriti af bréfinu í vasa hans og sagði honum að lesa það«þegar hann kæmi heim. Hann gerði þaö og sendi mér orð um hæl svolátandi: Það er ekki eftir neinu að bíða; við skulum koma okkur að verki. Ég þurfti svo ekki að bíöa nema tvö ár enn; þá var hann búinn aö semja handritiö og viö komum okkur að verki ..." Herbert: „Um hvaö fjallar þessi mynd?" Bergman: „Hún fjallar um móður og dóttur, um samskipti þeirra. Þau eru heldur brösótt. Þær hata hvor aðra í rauninni. Móðirin er langdvölum aö heiman, kemur bara í heimsókn endrum og eins, og eitt sinn er hana ber að garði milli tónleikaferða skerst í odda með mæðgunum. Það slær í grimmilega brýnu, og þær veita hatri sínu útrás. Ég þekkti þetta hlutverk aö nokkru leyti af eign raun. Konan lifir mestan part í list sinni, hún tekur starfið um fram annað. Henni er Ijóst, að hún er gædd hæfileikum og henni finnst sér bera skylda til aö leyfa öðrum að njóta þeirra. Þessi kennd er svo sterk, að í hvert sinn sem starfið krefst þess hlýtur hún aö yfirgefa fjölskyldu sína og halda út í heim". Herbert: „Þú segist hafa kannazt við þig í hlutverkinu. Er reynsla þín og barna þinna svipuð því?" Bergman: „Mér fannst merkilegt hversu það fór stundum saman. Sumar setningarnar í handritinu fannst mér ég hafa sagt oft áður. Reynsla mín og minnar fjölskyldu er þó ekki söm og frá segir í myndinni. Mín börn eru löngu orðin vön því, að ég er langdvölum að heiman, og þau láta sér það lynda. Þau vita líka, að þau geta hringt í mig hvenær sem er. Auk þess sendi ég þeim oft farmiða og þau koma. Þau geta náð í mig hvenær sem þau vilja. Og við erum miklu meira samvistum en flestir halda". Herbert: „Hvernig þótti þér að vinna meö Ingmar?" Bergman: „Það var ákaflega skemmtilegt. Áöur en kvikmyndatakan hófst æföum við okkur í hálfan mánuð í Stokkhólmi, rétt eins og tíðkast í leikhúsum, en síöan héldum viö til Noregs og lukum myndinni þar á hálfum öðrum mánuði. Vegna þéss að viö vorum búin aö æfa okkur fyrir fram gátum við gengið hiklaust til verks; æfingarnar flýttu mjög fyrir. Við vorum búin að átta okkur á því hvernig bezt væri að fara að. Enda gekk kvikmyndatakan rösklegar en ég á að venjast. í Banda- ríkjunum fara menn allt öðru vísi að. Þar er liöinu hóaö saman undirbúningslitlu, og síöan upphefjast tímafrekar bollalegging- ar um þaö hvernig skuli aö verkinu staðið. Það var líka margt annað frábrugðið því sem ég er vön. Til dæmis vorum við ekki nema 15 við töku Haustsónötu. í Bandaríkjunum eru sjaldan færri en 50 — 60 manns viö kvikmyndatöku. Ég haföi líka gaman af því þegar Ingmar settist í leikstjórastólinn og kallaði: „Þögn." -en< það var allt þagnað þegar áður en hann settist. Hann gæti áldrei starfaö í Bandaríkjunum. Allir sem með mér unnu þarna voru frábærir í sinni grein. Ingmar velur samstarfsmenn sína af mikilli kostgæfni. Þetta voru konur mestan part. Ingmar þykir þær betri starfsmenn en karlar.Hannsegir að þær séu dug legri og hafi betri stjórn á tilfinningum sínum." Herbert: „Hvernig samdi ykkur, þér og Ingmar?" Bergman: „Betur en ég bjóst viö. Þaö orö fer af Ingmar, aö hann sé harður húsbóndi, jafnvel tillitslaus og ausi leikara sína skömmum fyrir litlar sakir. En þetta er alveg tilhæfulaust. Hann er alúölegasti og skilningsríkasti leikstjóri sem ég hef nokkurn tíma starfað meö. Hann hjálpar manni á alla lund. Viö skildum hvort annaö prýðilega. Ég mat það mest, að hann hafði greinilegan áhuga á hverjum einstökum sem við söguna kom, honum var verulega annt um okkur. Hann minnti mig á Rossellini að sumu leyti". Herbert: „Finnst þér þeir þá líkir?" Bergman: „Nei, þaö finnst mér ekki. Þeir eru t.d. ólíkir í því að Ingmar er annt um leikara sína, honum fellur vel við þá, en Rossellini var meinilla við leikara. Rossellini þótti leikarar hégómlegir, heimskir og leiðinlegir. Honum féll aðeins við „raunverulegt" fólk, óbrotið ..." Herbert: „Hvernig þótti þér stjórn Ingmars í samanburöi viö annarra stjórn?" Bergman: „Ég hef átt því láni að fagna að starfa meö mörgum frábærum leikstjór- um, og mundi æra óstööugan aö telja þá Kramhald á blv 15 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.