Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Qupperneq 8
Hvor er lifandi? Þaö er eigandinn, sem situr í sófanum og horfir á „Bakara" eftir Duane Hanson. Mörgum mundi þykja allt aö því óhuganlegt aö hafa mynd af þessu tagi í stofunni heima hjá sér, en hjá listsöfnurum í Bandaríkjunum er það stööutákn. DUANE HANSON Menn villast överkum hansog lifandi fölki Duane Hanson er sænskur að uppruna en býr í Bandaríkjunum. Hér er hann aö vinna og sonurinn fylgist meö. Maöur er nefndur Duane Hanson. Hann er banda- rískur, en sænskur aö upp- runa. Á síöustu fimm árunum hefur honum hlotn- ast frægö í heimalandi sínu og víöar fyrir sérkennilega grein myndlistar, sem bygg- ir á aö kópíera lifandi fólk og gera af því eftirmyndir, sem eru nærri því óhugnan- lega lifandi. Varla veröur þessi listgrein nefnd högg- myndalist, en öllu fremur er þarna um skúlptúr aö ræöa; myndirnar eru aö minnsta kosti þrívíðar. Hanson viröist vera uppi á réttum staö og réttum tíma, því Bándaríkjamenn eru mjög opnir fyrir hverskonar til- raunum á þessu sviöi og verk Hansons falla vel aö hinni breiöu raunsæishreyf- ingu, sem nú á sér staö í Bandaríkjunum. Verk Hansons sýna, aö ýmsar hliöar geta veriö á raun- sæislist, en listamaöurinn heyrir til þeim hópi raun- sæislistamanna, sem telja aö persónulegur stíll sé óþarfur. Þaö er líka nokkuö augljóst, aö erfitt veröur um vik meö persónuleg stílein- kenni, þegar útfærslan gefur ekki Ijósmynd eftir hvaö nákvæmni áhrærir. Duane Hanson hefur ekki nám aö baki í listaskólum. En hann byrjaöi fyrir margt löngu aö leika sér aö því aö taka gifsafsteypur af höndum og öðrum líkams- hlutum lifandi fólks. Þaö þróaöist síöan meö þeim hætti aö hann fór að búa til uppstillingar: Setja fyrir- sætur í ákveönar stellingar og taka af þeim mót. Þaö reyndist nokkurt þolin- mæðisverk og erfiöast fyrir fyrirsætuna. Sérstök mót voru tekin af útlimum, síöan af bol og loks af höföinu. Mótin eru sett saman og steypu hellt í; fyrirmyndin stendur uppsteypt meö því- líkri nákvæmni, aö hver hrukka og æð skilar sér. En þá er tímafrekasta verkiö eftir. Hanson lagar líkams- lit og blandar út í bráöiö vinyl, sem síöan er smurt á og verður einskonar húö. Augu fær hann frá fyrirtæki, sem framleiöir gleraugu í fólk. Fyrst keypti hann hárkollur, en ekki lengur. Nú notar hann saumnál og þræöir hár fyrir hár í vinyl- húöina. Farandsýning á verkum Hanson hefur aö undan- förnu veriö á feröinni um Bandaríkin og hlotiö meiri aösókn en dæmi eru til meö myndlistarsyningar. í sam- bandi viö þessar sýningar hafa broslegir atburðir átt sér staö. Þjófur, sem var á leiðinni út úr safni meö ránsfeng sinn, kom beint í flasið á „verkamanni", sem raunar var eftir Hanson. Varö þjófnum mikiö um þetta, snarsneri viö á haröahlaupum aö leita aö annarri undankomuleiö og lenti viö þaö beint í fangi lögreglunnar. Og þvotta- konu nokkurri varö ekki um sel, þegar hún gat ekki vakiö sýningargest, sem svaf í stól löngu eftir aö allir áttu aö vera farnir. Henni þótti vissara aö kalla á lögregluna. Þegar maöurinn sýndi þess engin merki aö vakna, enda þótt lögreglu- maöurinn otaöi aö honum byssu, æpti konan: „Hann er dauöur“ og viö þaö leiö yfir hana. En sýningar- gesturinn var aö sjálfsögöu eftir Hanson. Duane Hanson hugsaöi þessi verk sín í fýrstu sem þjóöfélagsádeilu. Hann vildi vekja athygli á þeim, sem höföu oröiö undir: Fátæklingum og drykkju- mönnum til dæmis. Mörg þeirra verka hans eru nú á söfnum. En svo viröist sem efnuöum góöborgurum þar vestra þyki eftirsóknarvert aö geta flaggað meö mann í íbúöinni hjá sér, sem sýnist í fljótu bragöi hafa villst inn af götunni — en reynist verk eftir Hanson, þegar betur er aö gætt. Aöferð listamannsins er svo seinleg, aö hann gerir í mesta lagi sex eöa sjö eftirmyndir á ári, en hver um sig kostar 25.000 dali, eöa meira en 6 milljónir ísl. króna. Hann er kvæntur danskri konu og þau búa í Fort Lauderdale nálægt New York ásamt börnum sínum tveimur. Duane Hanson er liölega fimmtug- ur aö aldri og fékkst viö popplist áöur en hann byrjaöi aö taka afsteypur af fólki. Hann vinnur ekki eftir pöntun, en vandar sig mjög viö val á fyrirmyndum og þá í alveg ákveönum tilgangi. Þar á meðal eru „viöskipta- vinirnir", miöaldra hjón, bæöi alltof feit, en vel búin og á leið út úr matvörubúð, hlaöin öllum hugsanlegum vörum. Frá hendi Duane Hansons er myndin aö sjálfsögöu ádeila á of- neyzluna sem á sér staö á mörgum sviðum í banda- rísku þjóðfélagi. GS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.