Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Síða 10
er Frá tíma Maríu Antoinettu. sem eitthvaft kveftur aö. hattur Englendingar um 1880. Búninga og sjónvarpsmyndaflokknum um Onedin ; hatta af þessu tagi kannast flestir viö úr Frönsk tízka frá því fyrir byltingu. TIZKA OG TIÐARANDI Eftir Fríði Ólafsdóttur fatahönnuð Fornöldin: Her sést forsmekkurinn aö því sem síðar kom. Höfuöbunaöur höföingja í Assíríu hinni fornu. Einhver tigulegasti höfuö- búnaður sem um getur er fjaðraskraut Indíána. Höfuðbuningar anno 1978. Höfuöbúnaður frá Sýrlandi. sem minnir á íslenzka skautbúninainn. Höfuðbúnaður er og hefur verið notaö- ur ýmist til skjóls eöa skrauts eða hvort tveggja. Þar sem hann er skjóls er hann mismunandi eftir hitabeltum og árstíðum og eftir því hvort hann á að skýla aftari hluta höfuðs eða andliti t.d. fyrir sólu eöa báðu fyrir kulda. Hirðflokkar og jaröyrkjuþjóðflokkar létu sér nægja að leggja einfalda klúta, sem haldið var föstum með renning um höfuöið (Japanir, Kínverjar, Indverjar). Aðrar þjóðir vöfðu höfuð sitt með stórum dúk (túrban), sem þeir jafnvelt skreyttu meö demanti (Persar). Hver fjölskylda hafði sínar venjur í fellingum og vafningu túrbansins. Stríösþjóðflokkar og veiði- menn vöktu meiri athygli á höfuöbúnaöi sínum þ.e. hann var þeim bæði hlíföar- búnaðar og valdatákn. Indíánar Norð- ur-Ameríku nota t.d. aðeins fjaðrir sem höfuðbúnaö eins og þeir vilji hafa þær sem tákn hraðra hreyfinga sinna. Áður var höfuðbúnaður því eingöngu notaður í hagnýtum tilgangi. Undantekning var stríðshjálmar eða stríðstákn, sem ekki voru aðeins til hlýföar gegn óvini, heldur og sem tákn um mannlegt hugrekki. Á miðöldum fengu höfuöföt mismun- andi lögun, svo sem hálfkúla, sýlinder, keila eða pýramidi og voru um leið mest notuö sem íburöur eöa montbúnaður skreytt meö fjöörum, böndum, perlum og jafnvel demöntum. ♦ Á 15. öld lýsti Gottskálk nokkur Hollen höfuðbúnaði heimsdömu þeirra tíma á þessa leið: „í 1. lagi hefur daman karlmannshúfu yfir slöri á höfðinu, í 2. lagi vandlega fellt dýrmætt slör, í 3. lagi þrí eöa fjórfalt silkinet, í 4. lagi gull eöa silfur höfuö-hárnál, í 5. lagi skartgrip á enninu (eða brjósti), í 6. lagi glansandi hár keypt af látinni dömu og í 7. lagi rósakrans úr kórölum um hálsinn. Þetta þurfti heföar- konan þá til að skreyta höfuð sitt og 100 gyllini hefði varla nægt henni til þess að afla sór þessa. Höfuðið prýða einnig alls konar tákn eða einkenni fyrir hátíðleika, virðuleika, svo sem í kirkjum eöa til aö gefa til kynna akademiska gráöu eða vinnustétt t.d. lögmenn, dómara, lögregla, hjúkrunarfólk, bakafar, skátar, hermenn, flugmenn o.s.frv. Ekki hefur sá eða sú litlu hlutverki að gegna sem ber kórónu á höföi, því aö hún á að gefa til kynna stööugleika, festu, dýrð, mikilvægi og síöast en ekki síst veldi. Allt frá 16. öld og síðan um þriggja alda skeið var Ijós, hár höfuðbúnaður einkenn- andi fyrir íslenska kvenbúninga. Ljósum efnisdúkum var vafið um höfuðiö, mis- munandi mörgum, eftir því hve hár eða stór höfuðbúnaðarinn átti að vera. Þetta báru konur hér á öllum aldri og var nefnt vaf. Að mínu áliti er þetta furðulegt höfuðfat fyrir íslenska veðráttu, en það hefur sjálfsagt ekki verið spurt að því meöan þaö var í tísku. Á málverkum frá seinni hluta 17. aldar má sjá að íslenskar konur hafa látið hrífast af erlendum svörtum baröahöttum, sem þær tylltu ofan á vöfin. Álíka var þá gert erlendis. Um svipað leyti var þá farið að nefna þennan höfuöbúnað kvenna hér sem vafinn var úr dúkum fald, krókfaldur, trafafaldur, skrautfaldur eftir gerð þeirra og lögun. Taliö er aö í lok 18. aldar hafi íslenskar konur farið aö bera skotthúfur hverdags í stað faldanna. Þetta voru prjónahúfur en hugmyndina að þeim fengu þær frá prjónuðu höfuðfati karl- manna, einkum húfum skólapilta á biskupsstólunum Skálholti og Hólum. Skotthúfur tilheyrðu þá þjóðbúningum margra Noröur-Evrópulanda og gera enn. Eftir þessum húfum var hverdagsbúningur kvenna hérlendis nefndur húfubúningur eða peysuföt. Kvenhúfurnar tóku margs konar breytingum í tímans rás, skottið lengdist og þrengdist en „lokið" minnkaði. Seinna voru saumaðar skotthúfur úr flaueli í líkingu við prjónahúfuna. Skott- húfurnar voru skreyttar með mislitum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.