Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 11
Tízkuhattur frá 1945 Hin frjálsa kona annó 1930: Stuttklippt og með þann eina hatt, sem þá var hægt aö láta sjá sig með. Blómahattar og blúndukragar frá 1914. isienzK oonaakona fra 18. öld. íslenzk hefðarkona frá 18 öld. Gatsby-tízkan 1920—30: Six- pensarinn hafinn til vegs og virðingar sem glæsilegur höf- uöbúnaöur. Þýzkir höfuðbúningar frá lokum 19. aldar. Brúði skautað. Málverk eftir sænska málarann H.A.G. 1861. Schiött, sem kom til íslands Tyrkneskar konur frá síð- ustu öld. skúf, skúfhólki og húfuprjónum. Prjónaða skotthúfan sem karlmenn báru var oft meö röndum. Er illa viðraði notuðu menn prjónaöar hettur, sem huldu allt höfuðið nema augu, nef og munn og voru kallaðar lambhúshettur (skemmtilegt nafn sem gefur til kynna notagildiö), eöa Mývatns- hettur eftir gerð. Ekki má heldur gleyma sjóhöttunum góöu. Spari og á feðalögum báru menn mjúka hatta með breiðum börðum. Seinna hækkuðu hattarnir og voru stundum kallaðir „átta-potta-hattar“ í samræmi viö stærö sína. Á okkar dögum er höfuðfat enn áfram til skarts og skjóls bæði fyrir menn og konur um allan heim. Ótal gerðir höfuðbúnaðar frá hverjum tíma sýna eins og önnur tískufyrirbrigði þjóðaranda og þjóðfélagsbreytingar hvers tíma, eins og meöfylgjandi myndir bera vott um, þótt hér hafi aðeins verið stiklað á stóru. SLÖR Slör verður að teljast hluti af höfuð- búnaði. Slör er þunnt, gagnsætt efni úr silki, bómull eða ull, sem konur nota og notuðu til að skýla andliti sínu eða til að skreyta höfuð sitt. í upphafi var það samt hluti af öllum líkamsbúningnum. Slörið fæddist líklega í Suðurlöndum við Miðjarðarhaf, þar sem það er notað enn. Þar má gift kona ekki horfa framan í annan karlmann en eiginmann sinn nema með slör og ber hún það því á götum úti og er gest ber að garði. Slör koma til Grikklands frá Liflu-Asíu og Egypta- landi. Alltaf hefur slörið verið með mismunandi lögun, stærð og lit. Á 4. öld var slör merki hreinleikans og hvítt slör ómissandi tákn brúður og svart aftur á móti tákn sorgar. Gætir þessa enn. Á 14. og 15. öld var slör í tísku bæði hjá konum og körlum. Á miðöldum var það auðvitað sem vellyktandi. Á 16. öld hvarf það aftur og húfur komu í staðinn. Aðeins spánskar konur báru svart slör meö blúndum og gera enn. í frönsku byltingunni voru slör sett á háa hatta. Frá byrjun 19. aldar kom slör aftur og úr „tjulli" og voru þá hluti af veisluklæðnaði og einkum með brúðarskarti. Um alda- mótin síðustu og fram að fyrri heims- styrjöld var slör mjög í tísku. Þau voru fest á hattbarminn og skýdu annað hvort til hálfs eða alveg andlitinu. Vorið 1911 voru mikið notaðar blúndur og tjull fyrir slör. Það kom sér oft vel, þ.e. göt á milli mynstra voru til að kíkja gegnum, en þar sem blúndumynstrið var þéttara skýldi það oft andlitslýtum, svo sem „ljótu" nefi og munni. Á íslenska faldbúningnum er svonefnd faldblæja á faldinum úr tjulli sem slör.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.