Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 13
MMY CARTER? Eftir Lance Morrow í staöinn fyrir brosiö breiöa, sem þykir alveg nauösynlegt í Ameríku og kjósendur stóöust ekki, sést nú miklu oftar beizkjusvipur á andliti forsetans. Vonbrigöin leyna sér ekki. Bandaríkjamenn gera kröfur til forsetans, sem hæpiö er aö nokkur maöur geti mætt til lengdar. Eins og oft hefur átt sér staö áöur, hraðminnkar fylgi Carters. algjöru lágmarki. Hvað árangur snertir á venjulegu máli, þá stakk Carter upp á mörgu, ef til vill of miklu, en kom nærri eins litlu til Ieiðar og nokkur nýliði í forsetastóli eftir Calvin Coolidge. Ef til vill væri sanngjarnara að bera hann saman við John Kennedy á fyrsta ári hans. En þó að Kennedy væri ekki sérlega framtakssamur, náði hann þó verulegum árangri með persónutöfrum sínum. Óvissan í kringum Carter getur orðið afar hvimleið. Vinir hans hafa sagt, að menn dái hann eftir 15 mínútur, hati hann eftir sex mánuði og skilji hann eftir 10 ár. En því miður Carters vegna þá er ekki víst, að Bandaríkjamenn hafi næga þolinmæði til að vilja leysa gátuna. Starfslið Hvíta hússins er stundum að reyna að gefa í skyn, að Carter sé að vinna að nýju, pólitísku samhengi til handa bandarísku þjóðinni, allt, sem líti út sem mótsagnir hjá honum, eigi trúlega eftir að renna saman í eina heild eins og hjá Hegel, og þá, þá munum við skilja, hvað hann hafi verið að stefna að. En menn efast um það. Eftir því sem séð verður í dag, þá er Carter enn í vafa um, hvort hann sé hinn alþýðlegi hugsjónamaður, sem hélt út- nefningarræðuna í Madison Square Garden (hann sagði, að landinu hefði verið stjórnað af „útvöldum stjórnmála- mönnum hagfræðingum" og að skatta- kerfið væri „smám gagnvart mannkyn- imi“), eða hvort hann sé eins og hver annar efnamaður frá smábæ í Georgíu. Carter náði kjöri á tvenns konar forsendum: hinni almennt orðuðu, kenni- mannlegu fullyrðingu hans um, að heiðarleiki og ráðvendni myndu aftur ríkja í hinni spilltu Washintgonborg, og stjórnunarhæfni hans, því heiti hans að draga stórlega úr hinu uppblásna skrif- tofubákni, gera kerfið virkt á ný. Hvað hugsjónir snertir, var þetta blandiö ár. Mál Bert Lance, Guð minn góður, tók mesta glansinn af siðbót Carters. Þetta var furðulegt vandræöa- mál. Greinilegt var, að í Carter börðust tvenns konar skyldutilfinningar, annars vegar gagnvart stjórn hans og hins vegar einum af beztu vinum hans. „Bert“, sagði hann opinberlega, „ég er stoltur af þér.“ Það sem helzt verður talið Carter til varnar fyrir frammistöðuna fyrsta árið er, að hann er fljótur að læra, góður námsmaður. í þessu tilviki lærði hann af biturri reynslu. Eitthvað var augljóslega bogið við fjármál Lance, og hefði Carter verið búinn að öðlast meiri reynslu, hefði hann gert sér ljóst miklu fyrr, að áfall vegna vináttu má ekki stofna stjórnkerfi í hættu. XXX Á hinn bóginn var barátta Carters í þágu mannréttinda í öðrum löndum mikilsverð, þótt árangur hennar sé ekki ótvíræður. Sumum bandamönnum, sér- staklega í Vestur-Evrópu, þótti þessi áróðursherferð hans hættulega heimsku- leg. Hún vakti spurningar um, að hve miklu leyti eitt land gæti hlutazt til um innanríkismál annars og Carter stóð berskjaldaður fyrir ásökunum um yfir- drepsskap. Hann hótaöi því að taka fyrir efnahags- og hernaðaraðstoð til hvers þess ríkis, sem ekki léti af verstu óþokka- og glæpaverkunum, en hann taldi sig tilneyddan að afsaka hernaðarlega mikil- væga bandamenn svo sem Suður-Kóreu og Iran. (En þrátt fyrir það virtist íran taka mun mildilegar í andófsmönnum vegna þrýstings frá Carter.) Það sem veldur mestum áhyggjum í fari Carters er, hversu mjög hann er sjálfum sér ósamkvæmur og á erfitt með að einbeita sér, en það er skrítinn eiginleiki hjá hinum samvizkusama, hraðlæsa dugnaðarmanni, sem gestir lofa alltaf fyrir hina einlægu athygli, sem hann sýnir þeim. Carter fjallaði um feikilegan fjölda af smámálum. Hann svaraði greinargerðum á augabragöi og skipti sér af öllum hlutum (fyrstu tíu mánuðina ákvað hann jafnvel, hverjir mættu nota tennisvöll Hvíta hússins). En í því liggur ef til vill skýringin á vandanum. Það kann að vera, að Carter haldi sig við smámálin, af því að hann kann bezt við sig þar. Ef hann fæli öðrum fleiri ákvarðanir — til dæmis yfirmanni starfsliðs Hvíta hússins — og helgaði krafta sína framgangi meiri háttar áhugamála sinna og hugsjóna, þá gæti verið að ýmislegt færi að þokast í áttina í stjórninni. Snemma varaði Carter þjóðina til dæmis við neyðarástandi, ef ekki yrði brugðiö við af festu í orkumálum. Hann dró ekkert undan og var ómyrkur í máli, þegar hann boðaði stefnu sína í þeim efnum. Hér væri um „siðferðilegt jafn- gildi stsrjaldarÖ að ræða. En í þessari stefnuskrá hans var ekki gert ráð fyrir neinum teljandi fórnum Bandaríkja- manna. Áætlunin var send þjóðþinginu, soðin saman í flýti af James Schlesinger og hinu nýja orkumálaráðuneyti hans, og hún var hreint ekki svo slæm miðað við það, hvað flýtirinn var mikill. En hún kom til þjóðþingsins, eins og herir Napoleons mættu vetrinum í Rússlandi, og hún tortímdist á hægu undanhaldi. Iskyggilegt fordæmi tók að koma í ljós: fyrst djarfmannleg og áhrifamikil ræða og framkoma, en síðast aulalegt undan- hald. Hann sakaði olíufélögin um að reyna „mesta gróðabrall, sem sagan getur um“, en nokkrum vikum síðar dró hann í land i hógværri sjónvarpsræðu. Það gekk manna á meðal í Washington að Carter væri forseti, sem nær alltaf myndi lægja seglin eftir hamaganginn í fyrstu. Það var ömurlegt að sjá, hvernig hann féll frá hinni óskynsamlegu hugmynd sinni um 50 dollara skattalækkun, meðan sumir stuðningsmanna hennar á þinginu voru enn að berjast fyrir henni. Það þótti mörgum súrt í brotið meðal þeirra, sem töldu sig vini hans í þinginu. Að hluta er vandamálið vel skiljanlegt. Carter komst í Hvíta húsið með því að berjast gegn Washington. Hann gerði snotra dyggð úr takmörkunum sínum — þeirri staðreynd, að hann hefði litla reynslu af stjórnun og enga í landsmál- um. Þess vegna fór mikið af tíma ha.ns í ofmat og vanmat, í að segja of mikið og of lítið, kanna málin, gera mistök, reyna að henda reiður á þeim feiknalega hlut, sem bandaríska þjóðin hafði falið honum. Eitt versta vandamál Carters var — og er ef til vill ennþá — hið einlæga sjálfstraust, sem er hættulegt, þegar það er einfaldlega ofmat á sjálfum sér. Carter og hinir Georgíumennirnir voru fyrst forviða yfir því, hve traust og sterk borg Washington væri. í viðtali við James Reston í New York Times 1977 sagði Carter, þegar talið barst að þinginu, og það var undrunarhreimur í rödd hans, að hann „væri undrandi yfir því, hve þekking þeirra væri víðtæk og djúpstæð". Carter gæti hafað notið góðs af því að ráðgast við suma hinna reyndu manna, sem hafa dvalið þarna árum saman og þekkja venjur og hætti þar og leynigöng. En Georgíumennirnir komu til Washing- ton fullir hroka og stygglyndi, hugarfarið var: „Hver þarf á þér að halda?“. Skipan starfsliðs Hvíta hússins er ruglingsleg á margan hátt, starfsmennirnir sjálfir veigalitlir flestir og reynslulausir í siðum og háttum Washingtonborgar og pólitísk- ur hugsunarháttur þeirra nær ekki út fyrir hollustuna við Carter og fylgi við áhugamál hans. En jafnframt hefur tekið að gæta nokkurrar einangrunarkenndar hjá Carter sjálfum, sem minnir á Nixon, þó að hann hafi verið svo áþreifanlega kristinn við embættistökuna, að hann kyssti alla í augsýn. Gamlir vinir hans eins og Charles Kirbo, lögfræðingur, sem hefur áhyggjur af því, að Carter hafi sýnilega elzt í starfinu, hefðu kosið, að hann færi meira út og hitti fleira fólk, nyti afþreyingar. XXX Carter hefur gaman af því að útskýra sum vandamál sín á fyrsta ári sínu í embætti með því að segja brandara af drukknum manni, sem var dreginn fyrir rétt í Georgíu, ákærður fyrir að hafa valdið hótelbruna með því að hafa reykt í rúminu. Maðurinn viðurkenndi að hafa verið drukkinn, en neitaði því að hafa valdið eldsvoðanum. „Rúmið var þegar alelda, er ég fór upp í það,“ sagði hann dómaranum. Eins og allir nýir forsetar tók Carter við ógrynni af óafgreiddum málum. í hinu logándi rúmi hans voru meðal annars hinar stöðnuðu SALT viðræður, hin stöðuga hætta i Miðaustur- löndum, hraðvaxandi orkuvandamál, atvinnuleysi, dýrtíð. Forsetinn hefur sennilega reynt að gera of mikið. Það er eins og hann hafi tekið öll áhugamál sín í þágu landsins (sum þeirra hálfunnin) og fleygt þeim af handahófi í þingið til meðhöndlunar — en þaö er alkunna, hvernig það tætir í sundur óskafrumvörp forseta. Ýmsa sigra hefur Carter þó unnið. Hann stofnaði hið nýja Orkumálaráðuneyti, fékk víðtækt umboð frá þinginu til að endurskipu- leggja embættismannakerfið og undirrit- aði veigamikil frumvörp um náma- rekstur, lágmarkslaun bænda og eflingu atvinnulífsins. Ef svo fer sem horfir, munu breytingar hans á velferðarkerfinu öðlast lagagildi á þessu ári eða hinu næsta. Kjarninn í stefnuskrá hans er að skapa 1.4 milljónir opinberra þjónustu- starfa til að tryggja atvinnu handa þeim, sem þiggja opinbera styrki, en vilja vinna. Hann hefur tekið erfiðar ákvarðanir. Ein þeirra Var að hætta við B-1 sprengjuflugvélar. Önnur var hör sið- sið-ferði afstaða gagnvart Suður-Afríku. Carter skipaði Andrew Young aðalfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, varð fyrir miklum óþægindum, þegar Young kallaði bókstaflega alla í heimin- um kynþáttahatara, en fór svo að sjá betri árangur, þegar Young jók álit og traust Bandaríkjanna meðal þjóða Þriðja heimsins. Traust til ríkisstjórnar var hið mikla viðkvæöi í kosningabaráttu Carters. Það hefur alltaf þótt skrítið, að þjóð,-sem var orðin svo vonsvikin eftir Watergate og Vietnam, skyldi ekki gjalda varhug við fagurgala Carters, heldur þvert á móti gleypa við honum. Það er erfitt að segja, að hve miklu leyti Carter hafi endurvakið traustið á ríkisstjórninni. En að sjálf- sögðu eru bjartar vonir bundnar við hvern nýjan forseta í fyrstu, og síðan kemur tímabil meiri eða minni vonbrigða. Bandarískir kaupsýslumenn voru mjög á báðum áttum varðandi Carter af þeirri einföldu ástæðu, að þeir vissu ekki frekar en flestir aðrir Bandaríkjamenn, hvers konar maður væri þarna á ferð. Það er alltof snemmt að spá neinu um það, hvort Carter muni gegna forsetaem- bætti annað kjörtímabil. Tugir skoðana- kannana munu verða gerðar á næstu þremur árum. Kannski fer Carter að sækja á aftur. Ferðalag hans við lok fyrsta embættisársins kann að hafa víkkað sjóndeildarhring hans. Ef til vill nær hann góðu samkomulagi á SALT-ráðstefnunni, fær samþykki þings- ins fyrir Panama-samningnum, skatta- lækkuninni til að forðast þann efnahags- vanda, sem spáð hefur verið síðar á þessu ári, og einhverjum af tillögum sínum um orkumál og nýtur góðs af einhvers konar samkomulagi í Miðausturlöndum, ef þess er nokkur kostur. Fari svo, gæti Carter tekið að virðast vera nokkuð, sem hann hefur ekki gert hingað til — farsæll forseti, hinn „framtakssami og einbeitti" forseti, sem stjórnmálafræðingurinn James Barber sagði fyrir, að hann myndi verða. Miðað við hæfileika hans til að breyta sjálfum sér kann aö vera, að farið verði að kalla hann hinn Nýja Carter, sem myndi minna óþægilega á hina mörgu Nýju Nixona, sem þjóðin reiknaði sér forðum. En sitthvað varöandi fyrsta ár Carters er fjarri því að vera góðs viti. Hann var heþpinn. Engin ógæfa dundi yfir hann. En hann sveif eins og í draumi yfir sund af mótsögnum án þess að viðurkenna )eða kannski jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því), að þær væru í reuninni mótsagnir. Carter háði kosningabaráttu sína með einkar mjúkmálli alvöru og glærri einlægni, en virtist svo fjarri því Kramhuld á blv l.> ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.