Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 15
hugslcoti <Wood0 /llra Nokkur orð um menntun kvenna á íslandi Hver er Jimmy Carter? Framhald aí hls. 13 að hafa staðfasta meiningu eða glögga sýn. Þannig vanbúinn hefur hann síðan sýnt af sér lítinn þrótt og takmarkaða forystuhæfileika. De Gaulle kunni að nota það í þágu valdsins að vera leyndardómsfullur. En hingað til hefur Carter ekki vakið undrun og forvitni meðal manna, heldur aðeins vangaveltur um, hver maðurinn sé og hvað hann ætlist fyrir. Sveinn Asgeirsson þýddi úr „Ilorizon" Minning um liðna tíð Framhald af bls. 7 þörf, ekki síöur en önnur alþjóðleg samvinna, sem viö tökum þátt í. Samskipti viö alþjóöafélagið hafa alltaf veriö rækt í einhverjum mæli, en aldrei þó eins mikiö og í tíö núverandi stjórnar. Þaö er því vissulega hlutverk og þaö veröugt, sem bíöur félags okkar á komandi árum, aö taka virkan þátt í aö styrkja Alþjóðafélagiö í þessum efnum. Þaö er því ósk mín og von, aö starfsemi félags okkar megi vaxa og dafna um ókomin ár, svo aö þaö frækorn, sem 6 konur sáöu fyrir 50 árum megi bera ríkulegan ávöxt. Samtal við Ingrid Bergman Framhald af bls. 7 upp. Ég læt nægja aö nefna Renoir og Hitchcock. En ég á erfitt meö aö bera þessa mynd saman við aðrar sem ég hef lagt hönd aö. Samstarfiö viö Ingmar var svo ólíkt því sem ég hef vanizt." Herbert: „Þótti þér hlutverkiö í Haustsón- ötu erfitt?" Bergman: „Nei, þaö fannst mér ekki. Og viö skemmtum okkur prýöilega. Þaö var mest aö þakka Liv Ullman. Hún er mikiil húmoristi. Þ'að kom mér á óvart vegna þess, aö hún hefur aöallega leikið dramatísk og jafnvel tragísk hlutverk ... Herbert: „Má búast viö því, að þú leikir í fleiri kvikmyndum Ingmars?" Bergman: „Ég væri fús til þess, en þaö er óvíst aö af því verði. Til. þess ber ýmislegt, en eitt er þaö t.d., aö k'vikmyndir hafa tekiö talsveröum stakkaskiptum í seinni tíð og eru nú orðið miöaöar við yngri áhorfendur en áöur. Og unga fólkið gerir aörar kröfur en forðum. Þessar nýju myndir hæfa mér ekki og ég ekki þeim. Ég geri ráö fyrir því aö halda áfram aö leika enn um sinn en aðallega á sviöi. í leikhúsum skiptir aldur manna ekki jafnmiklu og í kvikmyndum .... “ Framhald af bls. 3. urðu býsna afdrifarík og réöu miklu um framtíð Ólafíu. Þangaö kom margt fólk, sem dvaldi þar um lengri eöa skemmri tíma, og frá því að Ólafía kom þar, áriö 1856 og til dauða Þorbjargar áriö 1903, var saga þessara tveggja kvenna mjög nátengd. Hvatninguna og tækifærin til þess að mennta sig fékk Ólafía á heimilinu. Benedikt Sveinsson kom þang- aö mikið og Einar, sonur hans, bjó þar um skólatímann. Hann var tveimur árum.eldri en Ólafía, og mun hafa hvatt hana til aö lesa undir próf viö Læröa skólann. Eins og hér hefur komiö fram aö framan, þurftu stúlkur að sækja um sérstakt leyfi til aö taka próf viö skólann, og þær höföu hvorki leyfi til aö sitja í skólanum né nutu þær styrkja eins og piltar. Ólafía lauk prófi 4. bekkjar áriö 1890, fyrst kvenna viö skólann. Vafalaust heföi hún setzt í skóla og lokið stúdents- prófi, ef réttur kvenna heföi verið orðinn meiri en raun var. Næsta vetur starfaöi hún sem heimiliskennari í Flatey og ætlaði aö lesa jafnframt undir stúdentspróf þar. Sótti hún um leyfi til aö ganga undir prófiö um vorið en var synjað, fyrst eftir 2 ár mátti hún Ijúka prófinu, Henni fannst biðin of löng svo aö ekki varö úr.i7.) Ölafía fór síðar víöa um lönd og dvaldist 17 ár í Noregi, þar sem hún vann mikið og gott starf í líknarmálum. Hún dó ógift og barnlaus 21. júní 1924. Næst getur stúlku í skólanum, áriö 1894, Elínborgar Jacobsen, sem tók þá 4. bekkjar próf utanskóla. Hún var færeysk, dóttir Joen Jacobsen, skósmiðs og konu hans, sem flutt höfðu til Reykjavíkur áriö 1870, þar sem hún fæddist ári síðar. Áriö 1896 var henni veitt leyfi til setu í 6. bekk og stúdentsprófi lauk hún 1897, fyrst kvenna við Lærða skólann, 26 ára gömul. Hún innritaöist í háskólann í Kaupmanna- höfn 1897, lauk cand. phil prófi 1898, lauk undirbúningsprófi 1901, en hætti námi og varö nuddlæknir.18.) Næsta konan, sem settist í skólann, var Laufey Valdimarsdóttir, sem settist í fyrsta bekk 1904, 14 ára gömul, og var jafnframt fyrsta konan, sem sat skólann, og varö stúdent áriö 1910. Áriö 1904 var konum leyfö innganga í Menntaskólann í Reykjavík meö reglugerð um skólann, frá 9. sept. 1904, þar sem segir í 3. gr: „Þegar því verður viö komiö, skal skólinn vera samskóli, jafnt fyrir stúlkur sem pilta." 1) Magnús Jónsson: Saga islendinga IX, 2, Rvk 1958, bls. 128. 2) Kvennaskólinn í Reykjavik, Rvk 1974, bls. 24. 3) Alþingistíöindi 188? A, bls. 232. 4) Sama heimild, bls. 235, 5) Sama heimild, bls. 774. 6) Sama heimild, bls. 774. 7) Páll Briem: „Um frelsi og menntun kvenna". Sögulegur fyrirlestur, Rvk. 1885. 8) Fjallkonan, 11.—12. tbl., 1885. 9) Æviminningabók Menningar- og minningarsjóös kvenna, Rvk 1955, bls. 9. 10) Bríet Bjarnhéðinsdóttir: Nokkur orö um frelsi og menntun kvenna. Fyrirlestur um hagi og réttindi kvenna." Rvk 1888, bls. 34. 11) Kvennablaöiö, 6. tbl. 1916 12) Lsb. B-274. 13) Framsókn, Seyöisfiröi 1895—1900, Reykjavík 1900—1901. 14) Kvennablaöió, Reykjavík 1895—1919. 15) Alþingistíóindi 1911, bls. 1322. 16) Sama heimild, bls. 1325. 17) Ólafia Jóhannsdóttir: Rit I—II, Rvk 1957, bls. 114—116. 18) Skólaskýrslur Læróa skólans 1896—97.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.